Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 1 árs.
Krossnefur
Mynd / Óskar Andri Víðisson
Líf og starf 3. apríl 2023

Krossnefur

Höfundur: Óskar Andri Víðisson

Krossnefur er fremur stór finka með afar sérhæfðan gogg. Skoltarnir ganga á víxl þannig að nefið liggur í kross. Þannig er goggurinn sérhæfður til þess að ná fræjum úr könglum með því að glenna þá í sundur. Þessi sérhæfing hefur m.a. orðið til þess að þeir hátta varptímanum sínum eftir fæðuframboði eða þroska grenifræja. Varptíminn er því jafn sérstakur og fuglinn sjálfur eða um hávetur, frá útmánuðum fram á vor og getur hann orpið nokkrum sinnum yfir allt árið. Krossnefur er staðfugl og einn af þeim fuglum sem hefur sest hér að með aukinni skógrækt. Utan varptíma eru þeir félagslyndir eins og finkum er gjarnan lagið. Þeir eiga það til að leggjast á heilmikið flakk, sér í lagi ef þéttleiki þeirra verður mikill eða dregur úr fæðuframboði. Líklegt er að slíkar aðstæður hafi orðið til þess að hingað flæktist mjög mikið magn af krossnef á árunum 2008/2009 og síðan þá hafa þeir orpið hér nokkuð stöðugt. Þessir sérstöku lífshættir gera það að verkum að erfitt er að meta nákvæmlega fjölda þeirra en áætlað er að hér séu allt frá 100–500 varppör.

Sigurður í Pylsumeistaranum er Kjötmeistari Íslands
Líf og starf 16. apríl 2024

Sigurður í Pylsumeistaranum er Kjötmeistari Íslands

Sigurður Haraldsson í Pylsumeistaranum var krýndur Kjötmeistari Íslands í fagkep...

Paella með skelfiski
Líf og starf 16. apríl 2024

Paella með skelfiski

Paella er einfaldur réttur og til í ýmsum útgáfum, grunnurinn þó alltaf sá sami ...

Flugvélarflak í Eyvindarholti
Líf og starf 10. apríl 2024

Flugvélarflak í Eyvindarholti

Við Eyvindarholt undir Eyjafjöllum hefur gömlu flugvélarflaki verið komið fyrir....

„Hann gat ekki beðið“
Líf og starf 10. apríl 2024

„Hann gat ekki beðið“

Bændablaðið er mörgum ansi hjartfólgið enda nýtur blaðið mikils trausts meðal le...

Sefgoði
Líf og starf 10. apríl 2024

Sefgoði

Sefgoði er flækingur af goðaætt og fannst nýverið við Þorlákshöfn. Það er einung...

Fræ í frjóa jörð
Líf og starf 8. apríl 2024

Fræ í frjóa jörð

Fræbankar hafa á síðustu árum skotið upp kollinum hér og þar, en Svanhildur Hall...

Skyndibitar fyrir sálina
Líf og starf 5. apríl 2024

Skyndibitar fyrir sálina

Veitingar á vegum úti hafa í gegnum tíðina helst hljóðað upp á undirstöðugóðan a...

Íslensk tunga kveikir elda
Líf og starf 4. apríl 2024

Íslensk tunga kveikir elda

Undir Eyjafjöllunum skín alltaf sól segja sumir. Tíðarfarið, eins og víðast anna...