Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 5 ára.
Hér er Kristjana K. Jónsdóttir við verðlaunapeysuna sína, glæsileg peysa sem sómi er af.
Hér er Kristjana K. Jónsdóttir við verðlaunapeysuna sína, glæsileg peysa sem sómi er af.
Mynd / MHH
Líf og starf 22. júní 2018

Kristjana Jónsdóttir á Hvolsvelli prjónaði Lýðveldispeysuna 2018

Höfundur: MHH / HKr.
Yfir 20 peysur bárust prjónahönnunar­samkeppni í tilefni af 100 ára fullveldis Íslands. Voru þær allar til sýnis á Prjónagleðinni í samkomuhúsinu á Blönduósi sem fór fram dagana 8. til 10. júní.  
 
Kristjana K. Jónsdóttir hlaut fyrstu verðlaun í hönnunarsamkeppninni á Fullveldispeysunni. „Markmiðið með Prjónagleðinni var að stefna saman reyndum og lítið reyndum prjónurum og ekki síst að draga allt þetta góða prjónafólk út úr hornum stofunnar til að sýna sig og sjá aðra. Einnig að deila reynslu og læra eitthvað nýtt,“ segir Jóhanna Erla Pálmadóttir, framkvæmdastjóri Textílsetursins. 
 
Glöð og stolt segir sigurvegarinn
 
„Ég hef gaman af að prjóna og þá ekki alltaf eftir uppskriftum. Nú fór ég eftir þema keppninnar sem var að draga fram samlíkingu á milli fortíðar og nútíðar í menningu og sögu lands og þjóðar með tilvísun til fullveldis Íslands. Ég hugsaði þá um þjóðarblómið og landvættina og gróðurinn og spann þetta smá saman, útkoman var fyrsta sæti, sem ég er mjög glöð og stolt með,“ segir Kristjana Jónsdóttir, alltaf kölluð Sjana, en lopapeysan hennar vann í samkeppninni. 
 
Ásta G. Kristjánsdóttir hlaut önnur verðlaun en í umsögn dómnefndar um hennar peysu segir: 
„Peysan er með fallegu og kvenlegu sniði. Tæknilega vel útfærð og á baki peysunnar er rósaleppuprjón notað á áhugaverðan hátt.“
 
Svanhildur Bjarnadóttir hlaut þriðju verðlaun og segir þetta í umsögn dómnefndar: 
„Áhugavert snið, kvenleg flík sem vísar í íslenska kvenbúninginn. Flíkin er tæknilega vel og fallega útfærð á einfaldan hátt.“
 
Tilkynnt var um vinningshafana í hönnunarsamkeppninni á hátíðarkvöldverði Prjónagleðinnar á Hótel Blöndu. Eliza Reid forsetafrú upplýsti um verðlaunin og afhenti þau.
 
Textílsetur Íslands á Blönduósi hafði veg og vanda af Prjónagleðinni, ásamt nokkrum samstarfsaðilum.

11 myndir:

Gráhegri
Líf og starf 29. nóvember 2023

Gráhegri

Gráhegri er stór, háfættur og hálslangur vaðfugl. Hann er nokkuð útbreiddur um E...

Margur er smala krókurinn
Líf og starf 28. nóvember 2023

Margur er smala krókurinn

Austurlandsdeild Smalahundafélags Íslands (SFÍ) hélt fjárhundakeppni sína, Spaða...

Þýzka stálið
Líf og starf 24. nóvember 2023

Þýzka stálið

Bændablaðið fékk til prufu dráttarvél af þriðju kynslóð 300 línunnar hjá Fendt s...

Konunglegur smjörkálskjóll
Líf og starf 22. nóvember 2023

Konunglegur smjörkálskjóll

Á tískuviku Lundúnaborgar nú í september vakti athygli sjálfbær tíska hönnuðanna...

Heimsmeistaramót í blómaskreytingum
Líf og starf 21. nóvember 2023

Heimsmeistaramót í blómaskreytingum

Nemendur í blómaskreytingum hjá Fjölbrautaskóla Suðurlands fóru ásamt kennurum o...

Fjáreigendafélag Reykjavíkur  er menningarverðmæti
Líf og starf 16. nóvember 2023

Fjáreigendafélag Reykjavíkur er menningarverðmæti

Hið íslenska bókmenntafélag hefur gefið út bók dr. Ólafs Dýrmundssonar Sauðfjárh...

Málgagnið finnst víða
Líf og starf 15. nóvember 2023

Málgagnið finnst víða

Hjörleifur Jóhannesson tók þessa skemmtilegu mynd af búðareiganda í Tam Duong í ...

Saumum nú jólaskraut
Líf og starf 15. nóvember 2023

Saumum nú jólaskraut

Í stjórn Íslenska bútasaums- félagsins sitja nokkrar mætar konur, en ein þeirra,...