Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 5 ára.
Búfræðinemar frá Hvanneyri í fjárhúsum að Hríshóli í Eyjafirði. Búfræðinemarnir fréttu af Guðna í Eyjafirðinum og stefndu honum að Hríshóli. Þar ávarpaði hann unga fólkið og brýndi það til dáða og sagði það hafa verk að vinna.
Búfræðinemar frá Hvanneyri í fjárhúsum að Hríshóli í Eyjafirði. Búfræðinemarnir fréttu af Guðna í Eyjafirðinum og stefndu honum að Hríshóli. Þar ávarpaði hann unga fólkið og brýndi það til dáða og sagði það hafa verk að vinna.
Mynd / GRJ
Líf og starf 20. mars 2020

Komu við á þrettán bæjum

Höfundur: Guðjón Ragnar Jónasson

Fyrstu helgina í mars voru búfræðinemar frá Hvanneyri á ferð um Norðurland. Hópurinn lagði upp frá Hvanneyri og hafði fyrstu viðdvöl í Hrútafirði en að lokum voru eyfirskir bændur sóttir heim. Nemarnir gerðu sem sagt víðreist, komu við á þrettán bæjum og geri aðrir betur á einni helgi.

Meðal annars var komið við í fjárhúsum að Hríshóli þaðan sem myndin hér að ofan er tekin. Bændurnir á bænum tóku vel á móti hópnum og ekki skemmdi að veðrið var gott og Eyjafjörðurinn skartaði sínu fegursta. Þessa helgi flutti Guðni Ágústsson ræðu á Kaffi kú í Eyjafjarðarsveit auk þess sem Guðjón Ragnar Jónasson, annar höfundur bókarinnar Kindasögur, las upp.

Búfræðinemarnir fréttu af Guðna í Eyjafirðinum og stefndu honum að Hríshóli. Þar ávarpaði hann unga fólkið og brýndi það til dáða og sagði það hafa verk að vinna. Verkefnin væru ærin þegar kæmi að því að tryggja framtíð íslenskra sveita. Guðni sagði líka sögur frá námsárum sínum á Hvanneyri og ræddi við nemendurna. Að endingu gaf bókaforlagið Sæmundur á Selfossi búfræðinemunum Kindasögurnar sem kveðjugjöf. 

Vetur í stofunni
Líf og starf 26. janúar 2026

Vetur í stofunni

Að ýmsu er að hyggja til að halda pottaplöntum heilbrigðum og fallegum yfir vetr...

Öxin kysst
Líf og starf 26. janúar 2026

Öxin kysst

Þann 12. janúar voru 195 ár liðin frá því að Agnes Magnúsdóttir og Friðrik Sigur...

Enn lengur á Biðstofunni, takk!
Líf og starf 16. janúar 2026

Enn lengur á Biðstofunni, takk!

Nú er að hefjast ein skemmtilegasta sjónvarpsveisla ársins með Evrópumótinu í ha...

Að missa af síðustu lestinni
Líf og starf 30. desember 2025

Að missa af síðustu lestinni

6 pör spiluðu alslemmu í spili dagsins, 14 fóru í hálfslemmu en nokkur létu duga...

Fjölmargir krýndir í yngri flokkum
Líf og starf 30. desember 2025

Fjölmargir krýndir í yngri flokkum

Dagana 29. og 30. nóvember fóru fram tvö Íslandsmót. Annars vegar Íslandsmót ein...

Myndflöturinn logar
Líf og starf 28. desember 2025

Myndflöturinn logar

Bjart er yfir sýningu Eggerts Péturssonar í Hafnarborg. Sýningin heitir Roði en ...

Feðgin skrifa um réttir á Íslandi
Líf og starf 28. desember 2025

Feðgin skrifa um réttir á Íslandi

Feðginin Anna Fjóla og pabbi hennar, Gísli B. Björnsson, eru nú á fullum krafti ...

Húsfreyjan í Ytri-Hlíð lyfti grettistaki
Líf og starf 28. desember 2025

Húsfreyjan í Ytri-Hlíð lyfti grettistaki

Vopnfirðingurinn Oddný Aðalbjörg Methúsalemsdóttir vann á sinni tíð ötullega að ...