Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 5 ára.
Búfræðinemar frá Hvanneyri í fjárhúsum að Hríshóli í Eyjafirði. Búfræðinemarnir fréttu af Guðna í Eyjafirðinum og stefndu honum að Hríshóli. Þar ávarpaði hann unga fólkið og brýndi það til dáða og sagði það hafa verk að vinna.
Búfræðinemar frá Hvanneyri í fjárhúsum að Hríshóli í Eyjafirði. Búfræðinemarnir fréttu af Guðna í Eyjafirðinum og stefndu honum að Hríshóli. Þar ávarpaði hann unga fólkið og brýndi það til dáða og sagði það hafa verk að vinna.
Mynd / GRJ
Líf og starf 20. mars 2020

Komu við á þrettán bæjum

Höfundur: Guðjón Ragnar Jónasson

Fyrstu helgina í mars voru búfræðinemar frá Hvanneyri á ferð um Norðurland. Hópurinn lagði upp frá Hvanneyri og hafði fyrstu viðdvöl í Hrútafirði en að lokum voru eyfirskir bændur sóttir heim. Nemarnir gerðu sem sagt víðreist, komu við á þrettán bæjum og geri aðrir betur á einni helgi.

Meðal annars var komið við í fjárhúsum að Hríshóli þaðan sem myndin hér að ofan er tekin. Bændurnir á bænum tóku vel á móti hópnum og ekki skemmdi að veðrið var gott og Eyjafjörðurinn skartaði sínu fegursta. Þessa helgi flutti Guðni Ágústsson ræðu á Kaffi kú í Eyjafjarðarsveit auk þess sem Guðjón Ragnar Jónasson, annar höfundur bókarinnar Kindasögur, las upp.

Búfræðinemarnir fréttu af Guðna í Eyjafirðinum og stefndu honum að Hríshóli. Þar ávarpaði hann unga fólkið og brýndi það til dáða og sagði það hafa verk að vinna. Verkefnin væru ærin þegar kæmi að því að tryggja framtíð íslenskra sveita. Guðni sagði líka sögur frá námsárum sínum á Hvanneyri og ræddi við nemendurna. Að endingu gaf bókaforlagið Sæmundur á Selfossi búfræðinemunum Kindasögurnar sem kveðjugjöf. 

Jólin eru að koma
Líf og starf 5. desember 2025

Jólin eru að koma

Nú fer að líða að hátíð ljóssins og jólasveinanna og því ekki seinna vænna að sk...

Þýskar heimsbókmenntir
Líf og starf 3. desember 2025

Þýskar heimsbókmenntir

Hætt er við að ýmsar fréttnæmar útgáfur verði undir í jólabókaflóðinu nú sem fyr...

Fjórtán ára að syngja með Karlakórnum Heimi
Líf og starf 3. desember 2025

Fjórtán ára að syngja með Karlakórnum Heimi

Yngsti meðlimur karlakórsins Heimis í Skagafirði er Fjölnir Þeyr Marinósson sem ...

Nýsköpunarhæfni gagnast öllum
Líf og starf 3. desember 2025

Nýsköpunarhæfni gagnast öllum

Hugmyndasmiðir er verkefni sem miðar að því að kenna börnum að verða frumkvöðlar...

Jólakötturinn í Freyvangi
Líf og starf 3. desember 2025

Jólakötturinn í Freyvangi

Það ættu allir að eiga sinn stað í tilverunni, sama hversu skrítnar skrúfur þeir...

Dagur, Björn og Lenka best á Skákþingi Garðabæjar
Líf og starf 3. desember 2025

Dagur, Björn og Lenka best á Skákþingi Garðabæjar

Skákþingi Garðabæjar lauk á dögunum en mótshaldarinn, Taflfélag Garðabæjar, á um...

Mögnuð vörn í beinni
Líf og starf 1. desember 2025

Mögnuð vörn í beinni

Gaman hefur verið að fylgjast með viðtökum íslenskra briddsunnenda gagnvart nýju...

Sefar sorgir annarra en glímir við eigin skugga
Líf og starf 28. nóvember 2025

Sefar sorgir annarra en glímir við eigin skugga

Út er komin skáldsagan Sálnasafnarinn eftir Þór Tulinius.

https://bestun.airserve.net/banner_bundles/de3e87e0d8dde67f98882b3ac12f8b2f