Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 1 árs.
Óli Þór Hilmarsson, verkefnastjóri hjá Matís. Fyrir liggur endurskoðun á lambakjötskafla Kjötbókarinnar, um efnainnihald til dæmis.
Óli Þór Hilmarsson, verkefnastjóri hjá Matís. Fyrir liggur endurskoðun á lambakjötskafla Kjötbókarinnar, um efnainnihald til dæmis.
Mynd / smh
Líf og starf 2. desember 2024

Kjötbókin 30 ára

Höfundur: Sigurður Már Harðarson

Kjötbókin er 30 ára á þessu ári. Hún kom fyrst út í prentaðri útgáfu árið 1994 og svo endurútgefin í rafrænni útgáfu 2011 og er öllum er opin.

Í Kjötbókinni er að finna margvíslegar upplýsingar um kjötafurðirnar sem eru í framleiðslu á Íslandi; skrokkhluta, kjötmat, vinnslu og matreiðslu meðal annars. Óli Þór Hilmarsson, verkefnisstjóri hjá Matís, var ásamt þeim Guðjóni Þorkelssyni og Gunnþórunni Einarsdóttur í ritnefnd bókarinnar þegar hún var gefin út rafrænt. „Það hefur verið ákveðið að fara í vinnu við að uppfæra bakenda bókarinnar, sem sumir hverjir eru að verða ansi stirðir og laskaðir. Til dæmis eru upplýsingar undir lambakjötskaflanum um efnainnihald orðnar nokkuð gamlar. Í lok síðasta árs var skýrslan „Hlutfall kjöts, fitu og beina í lambakjöti“ til dæmis gefin út, sem gefur okkur alveg nýjar upplýsingar,“ segir Óli Þór.

„Þá er töflugrunnurinn í bókinni svo úreltur að það tekur því ekki að færa nýjar upplýsingar þar inn, heldur uppfæra hann í heild sinni,“ heldur Óli Þór áfram.

Hann segir að þar sem bókin sé á rafrænu formi þá sé hægt að fylgjast með innliti fólks inn í bókina. „Við höfum séð að síðastliðna 12 mánuði hafa verið 83.600 innlit, sem gerir að jafnaði 230 á sólarhring með hámarksaðsókn rétt fyrir jól upp á 400 innlit.“

Kjötbókin er sem fyrr segir öllum aðgengileg, en hún liggur á vefslóðinni www.kjotbokin.is.

Vetur í stofunni
Líf og starf 26. janúar 2026

Vetur í stofunni

Að ýmsu er að hyggja til að halda pottaplöntum heilbrigðum og fallegum yfir vetr...

Öxin kysst
Líf og starf 26. janúar 2026

Öxin kysst

Þann 12. janúar voru 195 ár liðin frá því að Agnes Magnúsdóttir og Friðrik Sigur...

Enn lengur á Biðstofunni, takk!
Líf og starf 16. janúar 2026

Enn lengur á Biðstofunni, takk!

Nú er að hefjast ein skemmtilegasta sjónvarpsveisla ársins með Evrópumótinu í ha...

Að missa af síðustu lestinni
Líf og starf 30. desember 2025

Að missa af síðustu lestinni

6 pör spiluðu alslemmu í spili dagsins, 14 fóru í hálfslemmu en nokkur létu duga...

Fjölmargir krýndir í yngri flokkum
Líf og starf 30. desember 2025

Fjölmargir krýndir í yngri flokkum

Dagana 29. og 30. nóvember fóru fram tvö Íslandsmót. Annars vegar Íslandsmót ein...

Myndflöturinn logar
Líf og starf 28. desember 2025

Myndflöturinn logar

Bjart er yfir sýningu Eggerts Péturssonar í Hafnarborg. Sýningin heitir Roði en ...

Feðgin skrifa um réttir á Íslandi
Líf og starf 28. desember 2025

Feðgin skrifa um réttir á Íslandi

Feðginin Anna Fjóla og pabbi hennar, Gísli B. Björnsson, eru nú á fullum krafti ...

Húsfreyjan í Ytri-Hlíð lyfti grettistaki
Líf og starf 28. desember 2025

Húsfreyjan í Ytri-Hlíð lyfti grettistaki

Vopnfirðingurinn Oddný Aðalbjörg Methúsalemsdóttir vann á sinni tíð ötullega að ...