Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 2 ára.
Jólabaðið sæla
Líf og starf 21. desember 2023

Jólabaðið sæla

Höfundur: Sigrún Pétursdóttir

Misjöfnum sögum fer af baðferðum forfeðra okkar, en heiminum þótti víst íslenska þjóðin ein sú óþrifalegasta um árabil.

Einhverjar vísbendingar í rituðu máli gefa þó til kynna að þeir sem bjuggu nálægt heitum laugum væru vel hreinir, en áttu við að stríða óloft í illa samansettum húsakynnum sínum. Daunn af húsdýrum blandaðist við fúaloft og brælu lýsis sem notað var í lampa. Við þetta bættist lykt af mat og matarundirbúningi ýmiss konar auk þess sem vinsælt þótti, er óloftið keyrði úr hófi fram, að kveikja í eini eða næfrakolum til að „bæta“ loftið. Fyrir utan að vanalegast var ekki hægt að opna glugga ef gluggar fyrirfundust þá á heimilinu.

„Saursæll maður er jafnan auðsæll“

Ekki má gleyma þvottavenjum þeim er viðhöfðust, en samkvæmt bókinni Íslenskum þjóðháttum kemur fram að „Ekki var siður að þvo fatnað oftar en hjá var komist. Rúmföt, t.d. rekkjuvoðir, voru þvegin í hæsta lagi einu sinni eða tvisvar á ári. Skyrtur voru þvegnar hálfsmánaðarlega.“

Flær og önnur veggjatítla lifðu kóngalífi innan veggja heimila en var slíkur óskapnaður víða álitinn merki hollustu og heilsubótar, „drægju illa vessa úr líkamanum“. Ekki þótti sóðaskapur og óþrifnaður vera af hinu illa og var málshátturinn „Saursæll maður er jafnan auðsæll“ hafður í hávegum. Á meðan íslenska þjóðin lifði ágætis lífi án þess að þvo sér reglulega á bak við eyrun fór sá vani heldur fyrir brjóstið hjá ferðalöngum er sóttu landið heim, svo og Íslendingum sem ferðast höfðu um heiminn.

Kemur fram í Alþýðubók Halldórs Laxness árið 1929 heilmikið yfirlit yfir óþrifnað þessarar þjóðar sinnar. Meðal annars skrifar hann með þjósti:

„Þótt alkunnugt sé að Íslendíngar eru náttúraðir fyrir óþverraskap, spillir ekki að ámálga þessa heimsfrægð vora einu sinni enn. Verður þá fyrst að minnast á þá ósvinnu sem lýsir sér í leti þeirra að hirða líkama sinn. Það er ekki liðinn nema röskur mannsaldur síðan kaupmaður nokkur fyrir norðan varð nafnkunnur út um sveitir fyrir „að nudda andlitið á sér upp úr vatni á hverjum morgni“.

Fer skáldið mikinn og víkur bæði að tannhirðu og hrækingum með mikilli vanþóknun. Lýsir hann mönnum með grænar og svartar tennur þar sem úr munninum stendur „afskapleg lykt“ – þar sem hrákann stendur úr.

Brotið úr brókum og baðvatnið hitað

Eitt var þó sem var flestum heilagt, sama hvernig stóð á hreinlæti yfirleitt. Það var jólabaðið.

Á meðan flestum þótti mikilvægt að þrífa bæði híbýli og fatnað fyrir hátíðarnar var eitt öllu framar, en það var að komast í bað. Fyrst þurfti þó að standa í ströngu við þvotta á rúmfötum og klæði þar sem margir áttu ekki slíkt til skiptanna og þurftu að húka berrassaðir í bælinu á meðan þvegið var af þeim.

Var þá vonast eftir svokölluðum „fátæktarþerri“ svo þvotturinn þornaði fyrr utandyra, en að því loknu var komið að jólabaðinu sæla. Heilmikið umstang var við er hitað var vatn á hlóðum og snjór gjarnan nýttur til þessa. Heitu vatninu var svo hellt í bala eða aðrar kirnur sem heimilismenn annaðhvort sátu í eða nýttu til alþrifa á sjálfum sér með sæluhroll í hjarta.

Ekki skal afklæðast láninu

Eftir þessa stórhreingerningu voru heimilismenn jafnan skínandi fínir og hreinir og helst var svo að því gætt að allir fengju nýja flík áður en hringt var inn til jólanna, svo ekki lenti fólk í jólakettinum.

Voru flestir ánægðir með hina árlegu hreingerningu þó gætti ótta hjá sumum, enda þjóðtrúin sterk meðal annars er kom að því hvernig best væri að klæða sig úr. Var almennt álitið að ef sokkur og skór var tekinn samtímis af fæti þá klæddi maður sig úr láninu. Að sama skapi var þó hægt að klæða sig í lánið aftur með sömu aðferð afturábak. En það var að mörgu að huga á þessum tímum.

Jólabaðið hins vegar stendur fyrir sínu enn þann dag í dag og m.a. margir sem sækja laugar á aðfangadagsmorgun. Að þeim orðum loknum má hér koma fram að samkvæmt dagskrám sundlauganna eru þær þó nokkrar víðs vegar um land sem hafa opið á aðfangadag, þó ekki lengur en til klukkan 13.00.

Vetur í stofunni
Líf og starf 26. janúar 2026

Vetur í stofunni

Að ýmsu er að hyggja til að halda pottaplöntum heilbrigðum og fallegum yfir vetr...

Öxin kysst
Líf og starf 26. janúar 2026

Öxin kysst

Þann 12. janúar voru 195 ár liðin frá því að Agnes Magnúsdóttir og Friðrik Sigur...

Enn lengur á Biðstofunni, takk!
Líf og starf 16. janúar 2026

Enn lengur á Biðstofunni, takk!

Nú er að hefjast ein skemmtilegasta sjónvarpsveisla ársins með Evrópumótinu í ha...

Að missa af síðustu lestinni
Líf og starf 30. desember 2025

Að missa af síðustu lestinni

6 pör spiluðu alslemmu í spili dagsins, 14 fóru í hálfslemmu en nokkur létu duga...

Fjölmargir krýndir í yngri flokkum
Líf og starf 30. desember 2025

Fjölmargir krýndir í yngri flokkum

Dagana 29. og 30. nóvember fóru fram tvö Íslandsmót. Annars vegar Íslandsmót ein...

Myndflöturinn logar
Líf og starf 28. desember 2025

Myndflöturinn logar

Bjart er yfir sýningu Eggerts Péturssonar í Hafnarborg. Sýningin heitir Roði en ...

Feðgin skrifa um réttir á Íslandi
Líf og starf 28. desember 2025

Feðgin skrifa um réttir á Íslandi

Feðginin Anna Fjóla og pabbi hennar, Gísli B. Björnsson, eru nú á fullum krafti ...

Húsfreyjan í Ytri-Hlíð lyfti grettistaki
Líf og starf 28. desember 2025

Húsfreyjan í Ytri-Hlíð lyfti grettistaki

Vopnfirðingurinn Oddný Aðalbjörg Methúsalemsdóttir vann á sinni tíð ötullega að ...