Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 2 ára.
Hópurinn sem sæmdur var heiðursmerki hinnar íslensku fálkaorðu þann 17. júní. Aðalgeir er þriðji frá vinstri en Jóhanna áttunda.
Hópurinn sem sæmdur var heiðursmerki hinnar íslensku fálkaorðu þann 17. júní. Aðalgeir er þriðji frá vinstri en Jóhanna áttunda.
Mynd / Skrifstofa forseta Íslands
Líf og starf 3. júlí 2023

Jóhanna og Aðalgeir sæmd riddarakrossinum

Höfundur: Sigurður Már Harðarson

Tveir bændur, þau Jóhanna Bergmann Þorvaldsdóttir og Aðalgeir Egilsson, voru sæmd heiðursmerki hinnar íslensku fálkaorðu við hátíðlega athöfn á Bessastöðum þann 17. júní.

Jóhanna er geitabóndi á Háafelli í Hvítársíðu í Borgarfirði og var sæmd riddarakrossi fyrir frumkvöðlastarf í landbúnaði.

Jóhanna er nýtekin við formennsku í Beint frá býli, félags heimavinnsluaðila matvæla. Hún rekur langstærsta geitfjárbú landsins og hefur unnið gott starf á undanförnum tveimur áratugum við verndun og ræktun hins einstaka íslenska geitfjárstofns.

Aðalgeir er bóndi á Mánárbakka á Tjörnesi og var sæmdur riddarakrossi fyrir framlag til veðurathugana og minjavörslu. Á Mánárbakka byggði hann upp minjasafn sem var opnað 18. júní 1995.

Skylt efni: fálkaorðan

Okkar besti maður
Líf og starf 11. desember 2025

Okkar besti maður

Á næsta ári verða 300 ár liðin frá fæðingu Eggerts Ólafssonar. Þegar við svipleg...

Jólablóm frá íslenskum garðyrkjubændum
Líf og starf 8. desember 2025

Jólablóm frá íslenskum garðyrkjubændum

Íslensk blóm gleðja augað. Bæði afskorin blóm og pottaplöntur geta á einn eða an...

Stjörnuspá vikunnar
Líf og starf 8. desember 2025

Stjörnuspá vikunnar

Vatnsberinn mun fljótlega upplifa einhvers konar deyfð og myndi helst kjósa að u...

Jólin eru að koma
Líf og starf 5. desember 2025

Jólin eru að koma

Nú fer að líða að hátíð ljóssins og jólasveinanna og því ekki seinna vænna að sk...

Þýskar heimsbókmenntir
Líf og starf 3. desember 2025

Þýskar heimsbókmenntir

Hætt er við að ýmsar fréttnæmar útgáfur verði undir í jólabókaflóðinu nú sem fyr...

Fjórtán ára að syngja með Karlakórnum Heimi
Líf og starf 3. desember 2025

Fjórtán ára að syngja með Karlakórnum Heimi

Yngsti meðlimur karlakórsins Heimis í Skagafirði er Fjölnir Þeyr Marinósson sem ...

Nýsköpunarhæfni gagnast öllum
Líf og starf 3. desember 2025

Nýsköpunarhæfni gagnast öllum

Hugmyndasmiðir er verkefni sem miðar að því að kenna börnum að verða frumkvöðlar...

Jólakötturinn í Freyvangi
Líf og starf 3. desember 2025

Jólakötturinn í Freyvangi

Það ættu allir að eiga sinn stað í tilverunni, sama hversu skrítnar skrúfur þeir...

https://bestun.airserve.net/banner_bundles/de3e87e0d8dde67f98882b3ac12f8b2f