Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 11 mánaða.
Tíu íslenskar konur fara á heimsþing ACWW.
Tíu íslenskar konur fara á heimsþing ACWW.
Mynd / acww.org
Líf og starf 16. maí 2023

Íslenskur hópur á heimsþing dreifbýliskvenna

Höfundur: Steinunn Ásmundsdóttir

Dagana 17.-25. maí nk. fer fram 30. heimsþing Alþjóðasambands dreifbýliskvenna (ACWW) í Kuala Lumpur í Malasíu.

Auk þingstarfa og kosninga verður boðið upp á skoðunarferðir um nágrennið og blásið til hátíðarkvölds í Þjóðarhöll Malasíu.

Samtökin beita sér fyrir hagsmunum dreifbýliskvenna um heim allan og bættri stöðu þeirra innan eigin samfélaga.

Á vefnum acww.org.uk kemur fram að auk brýnna umhverfis­sjónarmiða er fókusinn fram til ársins 2026 meðal annars settur á umhverfisvæna tæknivædda ræktun, heilbrigði kvenna í dreifbýli og kennslu­ og þróunarverkefni ýmis, stór og smá.

Sem dæmi um slíkt verkefni er að safna fé fyrir áveitukerfi fyrir þorp í Afríku. ACWW hefur ráðgefandi stöðu hjá Sameinuðu þjóðunum varðandi málefni dreifbýliskvenna.

Jenný Jóakimsdóttir á skrifstofu Kvenfélagasambands Íslands á Hallveigarstöðum segir að 10 íslenskar konur, einkum af Suður­- og Suðvesturlandi, séu skráðar í ferðina. Um 450 þátttakendur frá öllum heimsálfum hafi boðað komu sína á þingið að þessu sinni.

Jenný sótti einnig Evrópuþing samtakanna í Skotlandi í haust. Hún segir íslenska hópinn hlakka mjög til að sækja þingið og kynna sér starf og áherslur ACWW nánar.

Umhverfisvænar blómaskreytingar
Líf og starf 25. apríl 2024

Umhverfisvænar blómaskreytingar

Náttúruleg fegurð var í fyrirrúmi á námskeiði um blómaskreytingar í Garðyrkjuskó...

Sumardagurinn fyrsti
Líf og starf 25. apríl 2024

Sumardagurinn fyrsti

Samkvæmt dagatalinu kemur sumarið 25. apríl. Bændablaðið leitaði því til lesenda...

Lóan
Líf og starf 23. apríl 2024

Lóan

Lóan er komin! Um þessar mundir eru heiðlóur að tínast til landsins en apríl er ...

Jöklapeysur úr íslenskum lopa
Líf og starf 23. apríl 2024

Jöklapeysur úr íslenskum lopa

Mjólkurfræðingurinn og frumkvöðullinn Pétur Pétursson setur nú á fót hönnunarsam...

Að höndla sér hross til reiðar
Líf og starf 22. apríl 2024

Að höndla sér hross til reiðar

Orðsins list kemur að þessu sinni úr Íslendingasögunum.

Sigurður í Pylsumeistaranum er Kjötmeistari Íslands
Líf og starf 16. apríl 2024

Sigurður í Pylsumeistaranum er Kjötmeistari Íslands

Sigurður Haraldsson í Pylsumeistaranum var krýndur Kjötmeistari Íslands í fagkep...

Paella með skelfiski
Líf og starf 16. apríl 2024

Paella með skelfiski

Paella er einfaldur réttur og til í ýmsum útgáfum, grunnurinn þó alltaf sá sami ...

Flugvélarflak í Eyvindarholti
Líf og starf 10. apríl 2024

Flugvélarflak í Eyvindarholti

Við Eyvindarholt undir Eyjafjöllum hefur gömlu flugvélarflaki verið komið fyrir....