Tíu íslenskar konur fara á heimsþing ACWW.
Tíu íslenskar konur fara á heimsþing ACWW.
Mynd / acww.org
Líf og starf 16. maí 2023

Íslenskur hópur á heimsþing dreifbýliskvenna

Höfundur: Steinunn Ásmundsdóttir

Dagana 17.-25. maí nk. fer fram 30. heimsþing Alþjóðasambands dreifbýliskvenna (ACWW) í Kuala Lumpur í Malasíu.

Auk þingstarfa og kosninga verður boðið upp á skoðunarferðir um nágrennið og blásið til hátíðarkvölds í Þjóðarhöll Malasíu.

Samtökin beita sér fyrir hagsmunum dreifbýliskvenna um heim allan og bættri stöðu þeirra innan eigin samfélaga.

Á vefnum acww.org.uk kemur fram að auk brýnna umhverfis­sjónarmiða er fókusinn fram til ársins 2026 meðal annars settur á umhverfisvæna tæknivædda ræktun, heilbrigði kvenna í dreifbýli og kennslu­ og þróunarverkefni ýmis, stór og smá.

Sem dæmi um slíkt verkefni er að safna fé fyrir áveitukerfi fyrir þorp í Afríku. ACWW hefur ráðgefandi stöðu hjá Sameinuðu þjóðunum varðandi málefni dreifbýliskvenna.

Jenný Jóakimsdóttir á skrifstofu Kvenfélagasambands Íslands á Hallveigarstöðum segir að 10 íslenskar konur, einkum af Suður­- og Suðvesturlandi, séu skráðar í ferðina. Um 450 þátttakendur frá öllum heimsálfum hafi boðað komu sína á þingið að þessu sinni.

Jenný sótti einnig Evrópuþing samtakanna í Skotlandi í haust. Hún segir íslenska hópinn hlakka mjög til að sækja þingið og kynna sér starf og áherslur ACWW nánar.

Stúdentar fluttir í Sögu
Líf og starf 1. júní 2023

Stúdentar fluttir í Sögu

Félagsstofnun stúdenta og Háskóli Íslands hafa unnið að því að breyta Hótel Sögu...

Þessi þögla týpa
Líf og starf 1. júní 2023

Þessi þögla týpa

Bændablaðið fékk til prufu rafmagns-liðlétting frá Giant. Þessi græja er á marga...

Sexföld stækkun útiræktunar grænmetis
Líf og starf 1. júní 2023

Sexföld stækkun útiræktunar grænmetis

Garðyrkjubændurnir Auðunn Árnason og María C. Wang á Böðmóðsstöðum í Bláskógabyg...

Bambahús hasla sér völl
Líf og starf 31. maí 2023

Bambahús hasla sér völl

Hugmyndin að Bambahúsunum varð til í ársbyrjun 2020 hjá fjölskyldu í Bolungarvík...

Fullvinnsla afurða í Heiðmörk
Líf og starf 30. maí 2023

Fullvinnsla afurða í Heiðmörk

Skógræktarfélag Reykjavíkur starfrækir einu viðarvinnsluna á suðvesturhorninu. S...

Starfshópur um útrýmingu á riðuveiki
Líf og starf 30. maí 2023

Starfshópur um útrýmingu á riðuveiki

Yfirdýralæknir hefur lagt til við matvælaráðherra að myndaður verði hópur sem mu...

Snjór í sauðburði
Líf og starf 29. maí 2023

Snjór í sauðburði

Tíðarfarið í maí hefur ekki verið hagstætt fyrir sauðburð. Kalt var í veðri og v...

Skaði asparglytta myndaður með dróna
Líf og starf 29. maí 2023

Skaði asparglytta myndaður með dróna

Rannsóknarsvið Skógræktarinnar á Mógilsá verður með spennandi verkefni í sumar, ...