Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 3 ára.
Illgresi andskotans
Líf og starf 12. maí 2022

Illgresi andskotans

Höfundur: Vilmundur Hansen

Nýverið sendi Þorsteinn Úlfar Björnsson frá sér bók sem hann kallar Illgresi andskotans og fjallar um nytjaplöntuna Cannabis sativa eða hamp í sinni víðustu mynd.

Þorsteinn, sem er bæði höfundur og útgefandi bókarinnar segir að hún sé ekki kennslubók í kannabisreykingum heldur sé um að ræða umfjöllun um nytjar á plöntu sem býður upp á gríðarlega möguleika og eigi án efa eftir að setja mark sitt á landbúnað hér á landi sem víðar í heiminum á komandi árum.

Nýtingarmöguleikar

Í bókinni, sem er í handhægu broti og ríkulega myndskreytt, er meðal annars sagt frá grasafræði plöntunnar, saga hampnytja rakin og farið yfir þau not og nytjar sem plantan hefur upp á að bjóða.

Þorsteinn fjallar einnig um efnainnihald plöntunnar og ástæður þess að plantan var bönnuð og af hverju yfirvöld í Bandaríkjunum fóru í stríð við hana.

Ræktun hér á landi

Fyrir þremur árum hófst ræktun á iðnaðarhampi hér á landi og lagt hefur verið fram á Alþingi þingsályktunartillaga um að leyfð verði ræktun á lyfjahampi.

Þorsteinn segir að ræktun á hampi geti verið góð búbót fyrir bændur og skilað þjóðarbúinu talsverðum tekjum.

Hann segist einnig vona að bókin muni opna fyrir uppbyggilegar umræður um hamp sem að hans mati, og fleiri, hefur lengi verið á einn veg og það neikvæð.

Okkar besti maður
Líf og starf 11. desember 2025

Okkar besti maður

Á næsta ári verða 300 ár liðin frá fæðingu Eggerts Ólafssonar. Þegar við svipleg...

Jólablóm frá íslenskum garðyrkjubændum
Líf og starf 8. desember 2025

Jólablóm frá íslenskum garðyrkjubændum

Íslensk blóm gleðja augað. Bæði afskorin blóm og pottaplöntur geta á einn eða an...

Stjörnuspá vikunnar
Líf og starf 8. desember 2025

Stjörnuspá vikunnar

Vatnsberinn mun fljótlega upplifa einhvers konar deyfð og myndi helst kjósa að u...

Jólin eru að koma
Líf og starf 5. desember 2025

Jólin eru að koma

Nú fer að líða að hátíð ljóssins og jólasveinanna og því ekki seinna vænna að sk...

Þýskar heimsbókmenntir
Líf og starf 3. desember 2025

Þýskar heimsbókmenntir

Hætt er við að ýmsar fréttnæmar útgáfur verði undir í jólabókaflóðinu nú sem fyr...

Fjórtán ára að syngja með Karlakórnum Heimi
Líf og starf 3. desember 2025

Fjórtán ára að syngja með Karlakórnum Heimi

Yngsti meðlimur karlakórsins Heimis í Skagafirði er Fjölnir Þeyr Marinósson sem ...

Nýsköpunarhæfni gagnast öllum
Líf og starf 3. desember 2025

Nýsköpunarhæfni gagnast öllum

Hugmyndasmiðir er verkefni sem miðar að því að kenna börnum að verða frumkvöðlar...

Jólakötturinn í Freyvangi
Líf og starf 3. desember 2025

Jólakötturinn í Freyvangi

Það ættu allir að eiga sinn stað í tilverunni, sama hversu skrítnar skrúfur þeir...