Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 2 ára.
Hlaðvarpið Matarsófíur er aðgengilegt hjá Ríkisútvarpinu. Tónlistarmaðurinn Mikael Lind samdi hljóðheim sérstaklega fyrir hlaðvarpið í samvinnu við Rakel.
Hlaðvarpið Matarsófíur er aðgengilegt hjá Ríkisútvarpinu. Tónlistarmaðurinn Mikael Lind samdi hljóðheim sérstaklega fyrir hlaðvarpið í samvinnu við Rakel.
Líf og starf 19. mars 2022

Hugvekja um mat

Höfundur: Guðrún Hulda Pálsdóttir

„Matur er vissulega milli tannanna á fólki og er grundvöllur lífs okkar því matur er lífsins alvara. Matur er ekki einungis næring eða eldsneyti því hægt er að uppgötva svo margt um viðhorf fólks og menningu í gegnum mat. Því er vel hægt að taka undir orð Brillat-Savarin, „Segðu mér hvað þú borðar og ég skal segja þér hvað þú ert“,“ segir Rakel Jónsdóttir í þáttaröðinni Matarsófíur, þar sem hún skoðar tengsl manns og matar á ólíkum söguskeiðum og speglar þau við orðræðu samtímans.

Rakel er sjálfstætt starfandi kvikmyndagerðarkona frá Lista­háskóla Íslands sem nam hagnýta menningarmiðlun en þar varð hugmyndin að þáttunum til. „Í meistararannsókn minni rannsakaði ég borgarbúskap. Þar les ég mikið af vísindalegum gögnum og staðreyndir um hvað er að gerast t.d. varðandi fæðuöryggi og matarsóun. Þetta eru svo rosalega miklar upplýsingar sem liggja fyrir, fólki fallast hendur við að sjá þær og finnst það kannski ekki geta gert mikið til að breyta þessu. En ég áttaði mig á hvað þetta var mikilvægt málefni að takast á við,“ segir Rakel sem hlaut styrk frá Nýsköpunarsjóði námsmanna til að vinna þættina.

Hún fór þá að lesa í matarhegðun og tengingu fólks við mat. „Ég lagðist í lestur og grúsk. Ég reyndi kannski að sálgreina samfélagið gegnum mat, spegla fortíðina við samtímann og finna ástæður fyrir því hvernig fólk tengist mat. Matur er náttúran og það mikilvægasta sem við eigum og það er hægt að líta á hann sem eins konar tungumál. Mér þykir áhugavert að horfa á hvernig fólk hefur verið að vinna með mat gegnum aldirnar.“

Áhugavert rof í matarmenningunni

Í þáttunum dregur Rakel fram ýmis stef úr sögunni og listum sem virðast kallast á við nútímann á áhugaverðan hátt.

„Matur er svo magnað fyrirbæri. Það tengir alla. Við þurfum öll að borða, sama í hvaða stétt eða samfélagsstöðu við erum. Á sama tíma er hægt að sýna svo mikið með mat, maður getur sýnt vald og peninga með því að sóa honum eins og ég ræði um í þættinum. Búnir voru til matarskúlptúrar sem voru eingöngu til þess gerðir að vera sóaðir. Enn þá í dag sér maður ofgnótt af mat og matarsóun á sama tíma og fólk er að svelta. Það eru nú margir sem vilja meina að hungur ætti ekki að vera vandamál, heldur þurfi að laga gallað framleiðslukerfi. Fólk í dag er mjög upptekið af mat, það er mikið um matarkúra og ákveðið mataræði. Á sama tíma eru fáir sem elda en fleiri sem horfa á matreiðsluþætti, þarna er áhugavert rof. Margir telja það tímaeyðslu að elda og gera það frekar af ákveðnum tilefnum,“ bendir Rakel á.

Rakel Jónsdóttir.

Þá er matarsóun henni mikið hugðarefni. „Umræðan og með­vitundin hefur verið að aukast og ég sé mikinn mun á síðustu örfáu árum. Matvöruverslanir eru t.d. núna farnar að bjóða upp á útrunninn mat. Þá hef ég verið að fylgjast með ruslurum, sem ná í mat sem er á vitlausum stað og færa hann annað. Svo er frískápsmenningin að komast á koppinn hér, þar sem fólk gefur og deilir því sem það á aflögu,“ segir Rakel sem vinnur einmitt nú að meistararannsókn í þjóðfræði um frískápa og hvaða hlutverk samkennd hefur á þá sem gefa í hann.

Að bregða út af vananum

„Maður verður fyrir persónulegri upplifun við það að borða. Það veit enginn hvaða áhrif það hefur á mann að borða. Bragð er beintengt minningum og lykt líka. Þetta er ósýnilegt og þess vegna hefur matur kannski fallið til hliðar í heimspekinni, enda of nátengd líkamanum. En það er vakning í heimspeki að fjalla um mat. Með því að kafa dýpra þarna þá er hægt að finna einhver element hjá fólki sem hægt er að vinna með,“ segir Rakel, sem hvetur fólk til að gefa sér rými til að horfa öðruvísi á mat.

„Allir eru skapandi og með því að nota listræna nálgun á málefni fræðasamfélags er hægt að ná fram annars konar tengingum, sjá hlutina í öðru samhengi. Með þáttunum langaði mig m.a. að fá hlustendur til þess að hugsa um hversu hverful fæðan er. Að fara í matvörubúð er hversdagsleg gjörð, en hún getur líka verið listrænn gjörningur. Það er svo mikill galdur í rútínu og hversdagsleika og það er gaman að leika sér með hann og ögra honum. Ég lít á þessa þætti sem hugvekju og vonandi eru þeir innblástur til að bregða út af einhverjum vana.

Sigurður í Pylsumeistaranum er Kjötmeistari Íslands
Líf og starf 16. apríl 2024

Sigurður í Pylsumeistaranum er Kjötmeistari Íslands

Sigurður Haraldsson í Pylsumeistaranum var krýndur Kjötmeistari Íslands í fagkep...

Paella með skelfiski
Líf og starf 16. apríl 2024

Paella með skelfiski

Paella er einfaldur réttur og til í ýmsum útgáfum, grunnurinn þó alltaf sá sami ...

Flugvélarflak í Eyvindarholti
Líf og starf 10. apríl 2024

Flugvélarflak í Eyvindarholti

Við Eyvindarholt undir Eyjafjöllum hefur gömlu flugvélarflaki verið komið fyrir....

„Hann gat ekki beðið“
Líf og starf 10. apríl 2024

„Hann gat ekki beðið“

Bændablaðið er mörgum ansi hjartfólgið enda nýtur blaðið mikils trausts meðal le...

Sefgoði
Líf og starf 10. apríl 2024

Sefgoði

Sefgoði er flækingur af goðaætt og fannst nýverið við Þorlákshöfn. Það er einung...

Fræ í frjóa jörð
Líf og starf 8. apríl 2024

Fræ í frjóa jörð

Fræbankar hafa á síðustu árum skotið upp kollinum hér og þar, en Svanhildur Hall...

Skyndibitar fyrir sálina
Líf og starf 5. apríl 2024

Skyndibitar fyrir sálina

Veitingar á vegum úti hafa í gegnum tíðina helst hljóðað upp á undirstöðugóðan a...

Íslensk tunga kveikir elda
Líf og starf 4. apríl 2024

Íslensk tunga kveikir elda

Undir Eyjafjöllunum skín alltaf sól segja sumir. Tíðarfarið, eins og víðast anna...