Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 4 ára.
Efsti hvíti hyrnti hrúturinn.
Efsti hvíti hyrnti hrúturinn.
Mynd / Gunnar Rögnvaldsson
Líf og starf 16. nóvember 2021

Hrútasýning í Hrútafirði

Höfundur: Margrét Þóra Þórsdótttir

Þrátt fyrir áföll í sauðfjárbúskap og slaka afkomu sauðfjárbænda undanfarin ár virðist áhugi á sauðfjárrækt í engu hafa dalað. Haustið er uppskerutími þeirra sem unna sauðkindinni þegar árangur kynbótastarfsins birtist skriflega á vigtarnótum slátur­leyfishafa og dómablöðum ráðunautanna, en ekki síður við skoðun og áhorf á lagðprúð og læramikil líflömb, segir í pistli Sigríðar Ólafsdóttur, ráðunautar og bónda í Víðidalstungu, og Gunnars Rögnvaldssonar, forstöðumanns safna í Húnaþingi vestra.

Efstu hrútar sýningarinnar hver í sínum flokki. Fv. Grár frá Mýrum 2 og Bjarni Ole Ingason. Kollóttur frá Mýrum og Stefán Páll Böðvarsson. Hvítur hyrntur frá Urriðaá og Dagbjört Siljá Einþórsdóttir.

Fram kemur að í Húnaþingi vestra sé sauðfjárrækt undirstöðu-atvinnu­vegur enda kjöraðstæður í sveitarfélaginu til sauðfjárræktar og ættliðaskipti hafa tekist vel með áberandi mörgum ungum bændum í héraðinu.

Vel heppnuð lambasýning var haldin að bænum Bálkastöðum í Hrútafirði þar sem ráðunautarnir Sigríður Ólafsdóttir og Stella Guðrún Ellertsdóttir röðuðu upp til verðlaunaafhendingar áður stiguðum lömbum.

Mættir voru bændur úr Mið­fjarðarhólfi sem nær frá Fitjárdal að austan til botns Hrútafjarðar í vestri. Margt góðra lamba var til álita og átöku og áttu dómarar í tölu­verðum vandræðum með að skera úr um hvaða lamb væri best.

Keppt var í eftirfarandi flokkum: hyrntir hvítir hrútar, kollóttir hvítir hrútar, mislitir hrútar, skrautgimbrar. Úrslit urðu eftirfarandi:

Hyrntir hvítir:

  1. Urriðaá – Dagbjört Diljá Einþórsdóttir
  2. Mýrar 2 – Stefán Páll Böðvarsson
  3. Bergsstaðir – Ari Guðmundur Guðmundsson

Kollóttir hvítir:

  1. Mýrar 2 – Stefán Páll Böðvarsson
  2. Sandar – Hanife Agnes Mueller-Schoenau
  3. Bálkastaðir 1 – Guðný Kristín Guðnadóttir

Mislitir:

  1. Mýrar 2 – Stefán Páll Böðvarsson
  2. Urriðaá – Dagbjört Diljá Einþórsdóttir
  3. Bergsstaðir – Elín Anna Skúladóttir

Skrautgimbur:

  1. Melar 2 – Jóna Elín Gunnarsdóttir
  2. Melar 2 – Guðveig Fanney Jónasdóttir
  3. Bálkastaðir 1 – Arnfinnur Guðni Ottesen og Bryndís Jóna Ottesen

Margir lögðu leið sína í Bálkastaði og nutu veitinga eftir að úrslit lágu fyrir.

Besti hrútur sýningarinnar var valinn sigurvegari mislita flokksins og er hann frá Mýrum 2. Virkilega gerðarlegur grár hrútur, holdfylltur frá nösum til dindils, fallegur á velli og almennt góður. Ekki spillti liturinn svo fyrir, enda grár litur með fallegri sauðalitum sem finnast.

Fjárræktarfélögin í Hrútafirði og Miðfirði veittu verðlaun fyrir fyrstu þrjú sæti í hverjum flokki og einnig Pakkhúsið á Hvammstanga sem gaf saltsteina til bragðbætis.

„Hrútasýningar á við þessa eru góð skemmtun, þar sem þær mega eiga sér stað, og algerlega um að gera að nýta tækifæri sem bjóðast til að koma saman, skoða fallegt fé og hafa gaman,“ segja Sigríður og Gunnar í pistli sínum. 

Þýskar heimsbókmenntir
Líf og starf 3. desember 2025

Þýskar heimsbókmenntir

Hætt er við að ýmsar fréttnæmar útgáfur verði undir í jólabókaflóðinu nú sem fyr...

Fjórtán ára að syngja með Karlakórnum Heimi
Líf og starf 3. desember 2025

Fjórtán ára að syngja með Karlakórnum Heimi

Yngsti meðlimur karlakórsins Heimis í Skagafirði er Fjölnir Þeyr Marinósson sem ...

Nýsköpunarhæfni gagnast öllum
Líf og starf 3. desember 2025

Nýsköpunarhæfni gagnast öllum

Hugmyndasmiðir er verkefni sem miðar að því að kenna börnum að verða frumkvöðlar...

Jólakötturinn í Freyvangi
Líf og starf 3. desember 2025

Jólakötturinn í Freyvangi

Það ættu allir að eiga sinn stað í tilverunni, sama hversu skrítnar skrúfur þeir...

Dagur, Björn og Lenka best á Skákþingi Garðabæjar
Líf og starf 3. desember 2025

Dagur, Björn og Lenka best á Skákþingi Garðabæjar

Skákþingi Garðabæjar lauk á dögunum en mótshaldarinn, Taflfélag Garðabæjar, á um...

Mögnuð vörn í beinni
Líf og starf 1. desember 2025

Mögnuð vörn í beinni

Gaman hefur verið að fylgjast með viðtökum íslenskra briddsunnenda gagnvart nýju...

Sefar sorgir annarra en glímir við eigin skugga
Líf og starf 28. nóvember 2025

Sefar sorgir annarra en glímir við eigin skugga

Út er komin skáldsagan Sálnasafnarinn eftir Þór Tulinius.

Blóðþyrst kona vill barnakjöt
Líf og starf 27. nóvember 2025

Blóðþyrst kona vill barnakjöt

Grýlu er fyrst getið á miðöldum en sú Grýla sem við þekkjum stingur upp sínum lú...