Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 3 mánaða.
Hreinn Halldórsson og ljóðabókin, Ljóð mitt og lag.
Hreinn Halldórsson og ljóðabókin, Ljóð mitt og lag.
Líf og starf 17. október 2025

Hreinn Halldórsson með ljóðabók

Höfundur: Steinunn Ásmundsdóttir

Komin er út ljóðabók eftir Hrein Halldórsson kúluvarpara og harmónikuleikara.

Félag ljóðaunnenda á Austurlandi hefur sent frá sér 25. bókina í bókaflokknum Austfirsk ljóðskáld: Ljóð mitt og lag, eftir Hrein Halldórsson. Bókin hefur að geyma tækifærisljóð, lausavísur, söngtexta og ljóð við ýmis tilefni, alls 107 talsins. Á bak við yfir 20 ljóð í bókinni eru sönghæf lög en alls eru lög Hreins um 200 að tölu. Bókin er 104 síður, í harðspjöldum.

Hreinn er fæddur árið 1949 og löngu kunnur hagyrðingur og vísnasmiður en einnig harmónikuleikari. Hann ólst upp á Hrófbergi við Steingrímsfjörð en hélt ungur til Reykjavíkur og starfaði m.a. í áratug sem strætisvagnabílstjóri. Hreinn var þekktur íþróttamaður á sinni tíð og varð Evrópumeistari innanhúss í kúluvarpi árið 1977 og þrisvar sinnum kosinn íþróttamaður ársins. Hann var útnefndur í Heiðurshöll ÍSÍ árið 2018.

Hreinn hefur búið og starfað á Egilsstöðum frá árinu 1982, lengst af sem umsjónarmaður íþróttamannvirkja. 

Lífsins ljós

Í smalamennsku á Þernunesi, uppi í Breiðdal

Ég horfi eftir lífsins ljósi
sem logar við efsta tind
þó heimurinn hatri gjósi
og heiftin um flæði blind.
Í ljósið ég stöðugt stefni
þó stefnan sé breytileg
því loforð ég lífsins efni
sem leiðir mig þennan veg.

Það gefur mér gleði sanna
að geta á ljósið treyst
þvíoft er hér meðal manna
svo margt sem er ekki leyst.
Ég bið þess að ljósið logi
og lýsi hér hverja stund
uns himneskur himinbogi
er horfinn af vorri grund

Ljóð mitt og lag, bls. 70.

Vetur í stofunni
Líf og starf 26. janúar 2026

Vetur í stofunni

Að ýmsu er að hyggja til að halda pottaplöntum heilbrigðum og fallegum yfir vetr...

Öxin kysst
Líf og starf 26. janúar 2026

Öxin kysst

Þann 12. janúar voru 195 ár liðin frá því að Agnes Magnúsdóttir og Friðrik Sigur...

Enn lengur á Biðstofunni, takk!
Líf og starf 16. janúar 2026

Enn lengur á Biðstofunni, takk!

Nú er að hefjast ein skemmtilegasta sjónvarpsveisla ársins með Evrópumótinu í ha...

Að missa af síðustu lestinni
Líf og starf 30. desember 2025

Að missa af síðustu lestinni

6 pör spiluðu alslemmu í spili dagsins, 14 fóru í hálfslemmu en nokkur létu duga...

Fjölmargir krýndir í yngri flokkum
Líf og starf 30. desember 2025

Fjölmargir krýndir í yngri flokkum

Dagana 29. og 30. nóvember fóru fram tvö Íslandsmót. Annars vegar Íslandsmót ein...

Myndflöturinn logar
Líf og starf 28. desember 2025

Myndflöturinn logar

Bjart er yfir sýningu Eggerts Péturssonar í Hafnarborg. Sýningin heitir Roði en ...

Feðgin skrifa um réttir á Íslandi
Líf og starf 28. desember 2025

Feðgin skrifa um réttir á Íslandi

Feðginin Anna Fjóla og pabbi hennar, Gísli B. Björnsson, eru nú á fullum krafti ...

Húsfreyjan í Ytri-Hlíð lyfti grettistaki
Líf og starf 28. desember 2025

Húsfreyjan í Ytri-Hlíð lyfti grettistaki

Vopnfirðingurinn Oddný Aðalbjörg Methúsalemsdóttir vann á sinni tíð ötullega að ...