Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 1 árs.
Hrafninn
Mynd / Óskar Andri Víðisson
Líf og starf 24. apríl 2023

Hrafninn

Höfundur: Óskar Andri Víðisson

Hrafninn, eða krummi, er vel þekktur í íslensku fuglafánunni. Hann er stærstu allra spörfugla og auðþekkjanlegur á stærð, útlit og hljóði. Hans er víða getið í þjóðsögum, vísum, söngtextum, göldrum og hjátrú. Þeir eru hrekkjóttir og uppátækjasamir líkt og fuglinn á myndinni sem var að tína lauf og greinar af ösp. Þeir eru einstaklega gáfaðir og enn þann dag í dag eru rannsóknir að sýna fram á að þeir fuglar sem eru í ætt hröfnunga (hrafnar, krákur, skjór o.fl) sýna einstaka hæfileika í að leysa verkefni, búa til áhöld, eru minnugir t.a.m. á andlit, og margir hæfileikar þeirra er eitthvað sem áður var talið að væri eingöngu að finna í fari manna. Hér á Íslandi eru hrafnar útbreiddir um allt land. Hrafninn helgar sér óðal sem hann ver af miklum krafti. Þeir verpa gjarnan í klettum og giljum en nokkuð er um að þeir geri sér líka hreiður í alls konar mannvirkjum. Undanfarin ár hefur síðan færst í aukana að þeir geri sér hreiður í trjám. Þeir parast snemma og má búast við því nú þegar að fuglar séu farnir að huga óðali sínu.

Skylt efni: fuglinn

Safnað fyrir Einstök börn
Líf og starf 26. apríl 2024

Safnað fyrir Einstök börn

Stóðhestaveisla Eiðfaxa var haldin 13. apríl í HorseDay-höllinni á Ingólfshvoli ...

Umhverfisvænar blómaskreytingar
Líf og starf 25. apríl 2024

Umhverfisvænar blómaskreytingar

Náttúruleg fegurð var í fyrirrúmi á námskeiði um blómaskreytingar í Garðyrkjuskó...

Sumardagurinn fyrsti
Líf og starf 25. apríl 2024

Sumardagurinn fyrsti

Samkvæmt dagatalinu kemur sumarið 25. apríl. Bændablaðið leitaði því til lesenda...

Lóan
Líf og starf 23. apríl 2024

Lóan

Lóan er komin! Um þessar mundir eru heiðlóur að tínast til landsins en apríl er ...

Jöklapeysur úr íslenskum lopa
Líf og starf 23. apríl 2024

Jöklapeysur úr íslenskum lopa

Mjólkurfræðingurinn og frumkvöðullinn Pétur Pétursson setur nú á fót hönnunarsam...

Að höndla sér hross til reiðar
Líf og starf 22. apríl 2024

Að höndla sér hross til reiðar

Orðsins list kemur að þessu sinni úr Íslendingasögunum.

Sigurður í Pylsumeistaranum er Kjötmeistari Íslands
Líf og starf 16. apríl 2024

Sigurður í Pylsumeistaranum er Kjötmeistari Íslands

Sigurður Haraldsson í Pylsumeistaranum var krýndur Kjötmeistari Íslands í fagkep...

Paella með skelfiski
Líf og starf 16. apríl 2024

Paella með skelfiski

Paella er einfaldur réttur og til í ýmsum útgáfum, grunnurinn þó alltaf sá sami ...