Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 6 mánaða.
Sumjidmaa Sainnemekh varði doktorsritgerð á sviði umhverfisfræða við deild Náttúru og skóga við Landbúnaðarháskóla Íslands nýverið.
Sumjidmaa Sainnemekh varði doktorsritgerð á sviði umhverfisfræða við deild Náttúru og skóga við Landbúnaðarháskóla Íslands nýverið.
Mynd / LbhÍ
Líf og starf 28. nóvember 2022

Hnignun beitarlands í Mongólíu

Höfundur: Vilmundur Hansen

Sumjidmaa Sainnemekh varði fyrir skömmu doktorsritgerð sína á sviði umhverfisfræða við deild Náttúru og skóga við Landbúnaðarháskóla Íslands.

Ritgerðin ber heitið Hnignun beitilanda í Mongólíu – mynstur og drifkraftar (e. Patterns and drivers of rangeland degradation in Mongolia).

Meginmarkmið verkefnis voru að taka saman fyrri rannsóknir á hnignun beitilanda í Mongólíu og meta og draga saman með kerfisbundnum hætti upplýsingar um hvernig mismunandi rannsóknir greindu hnignun, á hvaða fræðilega grunni þær byggðu og hverjir voru orsakavaldar hnignunar, ásamt landfræðilegri dreifingu þessara rannsókna, að greina leitni gróðurfarsbreytinga í mongólskum beitilöndum með því að nýta langtíma vöktunargögn sem ná yfir stór svæði og að meta orsakir gróðurfarsbreytinga yfir um 10 ára tímabil á gresjum Mongólíu út frá nákvæmum mælingum á gróðurfari.

Á undanförnum áratugum hafa komið fram alvarlegar áhyggjur af sívaxandi hnignun beitilanda í Mongólíu. Skilningur á hnignun beitilanda og mat á langtíma þróun gróðurfarsbreytinga er nauðsynleg undirstaða fyrir þróun leiða til sjálfbærrar nýtingar á þeim. Beitilönd í Mongólíu eru um 2,5% af heildarþekju graslendis í heiminum og eru talin vera á meðal síðustu beitilanda heimsins sem eru óröskuð. Þau ná yfir meginhluta Mongólíu og tengist beit búpenings á beitilöndum lífsviðurværi nærri helmings mongólsku þjóðarinnar.

Skylt efni: beitarland | doktorsritgerð

Massey Ferguson til skreytinga
Líf og starf 7. júní 2023

Massey Ferguson til skreytinga

Nemendur í 5. bekk í Egils­staðaskóla, saumuðu sér á dögunum sundpoka í textílme...

Lengi býr að fyrstu gerð
Líf og starf 7. júní 2023

Lengi býr að fyrstu gerð

Annan hvern fimmtudag fara mæðgurnar Björk Konráðsdóttir og hin eins árs gamla H...

Bílalakk ... naglalakk ...
Líf og starf 6. júní 2023

Bílalakk ... naglalakk ...

Í upphafi, eða að minnsta kosti fyrir þúsundum ára, hófu bæði konur og karlar að...

Matvælaframleiðsla á Íslandi heldur ekki í við fólksfjölgun
Líf og starf 5. júní 2023

Matvælaframleiðsla á Íslandi heldur ekki í við fólksfjölgun

Í núgildandi búvörusamningum og nýkynntum drögum að matvæla­áætlun ríkisins eru ...

Einstök sundlaug
Líf og starf 2. júní 2023

Einstök sundlaug

Í sumar verður 100 ára afmæli Seljavallalaugarinnar fagnað. Aðdragandi að byggin...

Helsingi
Líf og starf 2. júní 2023

Helsingi

Helsingi er önnur af þremur gæsum sem eru fargestir hérna á Íslandi. Þær verpa í...

Stúdentar fluttir í Sögu
Líf og starf 1. júní 2023

Stúdentar fluttir í Sögu

Félagsstofnun stúdenta og Háskóli Íslands hafa unnið að því að breyta Hótel Sögu...

Þessi þögla týpa
Líf og starf 1. júní 2023

Þessi þögla týpa

Bændablaðið fékk til prufu rafmagns-liðlétting frá Giant. Þessi græja er á marga...