Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 3 ára.
Sumjidmaa Sainnemekh varði doktorsritgerð á sviði umhverfisfræða við deild Náttúru og skóga við Landbúnaðarháskóla Íslands nýverið.
Sumjidmaa Sainnemekh varði doktorsritgerð á sviði umhverfisfræða við deild Náttúru og skóga við Landbúnaðarháskóla Íslands nýverið.
Mynd / LbhÍ
Líf og starf 28. nóvember 2022

Hnignun beitarlands í Mongólíu

Höfundur: Vilmundur Hansen

Sumjidmaa Sainnemekh varði fyrir skömmu doktorsritgerð sína á sviði umhverfisfræða við deild Náttúru og skóga við Landbúnaðarháskóla Íslands.

Ritgerðin ber heitið Hnignun beitilanda í Mongólíu – mynstur og drifkraftar (e. Patterns and drivers of rangeland degradation in Mongolia).

Meginmarkmið verkefnis voru að taka saman fyrri rannsóknir á hnignun beitilanda í Mongólíu og meta og draga saman með kerfisbundnum hætti upplýsingar um hvernig mismunandi rannsóknir greindu hnignun, á hvaða fræðilega grunni þær byggðu og hverjir voru orsakavaldar hnignunar, ásamt landfræðilegri dreifingu þessara rannsókna, að greina leitni gróðurfarsbreytinga í mongólskum beitilöndum með því að nýta langtíma vöktunargögn sem ná yfir stór svæði og að meta orsakir gróðurfarsbreytinga yfir um 10 ára tímabil á gresjum Mongólíu út frá nákvæmum mælingum á gróðurfari.

Á undanförnum áratugum hafa komið fram alvarlegar áhyggjur af sívaxandi hnignun beitilanda í Mongólíu. Skilningur á hnignun beitilanda og mat á langtíma þróun gróðurfarsbreytinga er nauðsynleg undirstaða fyrir þróun leiða til sjálfbærrar nýtingar á þeim. Beitilönd í Mongólíu eru um 2,5% af heildarþekju graslendis í heiminum og eru talin vera á meðal síðustu beitilanda heimsins sem eru óröskuð. Þau ná yfir meginhluta Mongólíu og tengist beit búpenings á beitilöndum lífsviðurværi nærri helmings mongólsku þjóðarinnar.

Skylt efni: beitarland | doktorsritgerð

Okkar besti maður
Líf og starf 11. desember 2025

Okkar besti maður

Á næsta ári verða 300 ár liðin frá fæðingu Eggerts Ólafssonar. Þegar við svipleg...

Jólablóm frá íslenskum garðyrkjubændum
Líf og starf 8. desember 2025

Jólablóm frá íslenskum garðyrkjubændum

Íslensk blóm gleðja augað. Bæði afskorin blóm og pottaplöntur geta á einn eða an...

Stjörnuspá vikunnar
Líf og starf 8. desember 2025

Stjörnuspá vikunnar

Vatnsberinn mun fljótlega upplifa einhvers konar deyfð og myndi helst kjósa að u...

Jólin eru að koma
Líf og starf 5. desember 2025

Jólin eru að koma

Nú fer að líða að hátíð ljóssins og jólasveinanna og því ekki seinna vænna að sk...

Þýskar heimsbókmenntir
Líf og starf 3. desember 2025

Þýskar heimsbókmenntir

Hætt er við að ýmsar fréttnæmar útgáfur verði undir í jólabókaflóðinu nú sem fyr...

Fjórtán ára að syngja með Karlakórnum Heimi
Líf og starf 3. desember 2025

Fjórtán ára að syngja með Karlakórnum Heimi

Yngsti meðlimur karlakórsins Heimis í Skagafirði er Fjölnir Þeyr Marinósson sem ...

Nýsköpunarhæfni gagnast öllum
Líf og starf 3. desember 2025

Nýsköpunarhæfni gagnast öllum

Hugmyndasmiðir er verkefni sem miðar að því að kenna börnum að verða frumkvöðlar...

Jólakötturinn í Freyvangi
Líf og starf 3. desember 2025

Jólakötturinn í Freyvangi

Það ættu allir að eiga sinn stað í tilverunni, sama hversu skrítnar skrúfur þeir...