Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 1 árs.
Árni Björn Björnsson og Ragnheiður Ásta Jóhannsdóttir, handhafar Samfélagsverðlauna Skagafjarðar fyrir árið 2024.
Árni Björn Björnsson og Ragnheiður Ásta Jóhannsdóttir, handhafar Samfélagsverðlauna Skagafjarðar fyrir árið 2024.
Mynd / Gunnhildur Gísladóttir
Líf og starf 22. maí 2024

Hjón hlutu samfélagsverðlaun

Höfundur: Magnús Hlynur Hreiðarsson

Samfélagsverðlaun Skagafjarðar voru veitt í níunda sinn við setningu Sæluviku Skagfirðinga á dögunum.

Verðlaunin fóru að þessu sinni til hjónanna Árna Björns Björnssonar og Ragnheiðar Ástu Jóhannsdóttur en verðlaunin eru veitt þeim einstaklingi, fyrirtæki, stofnun eða félagasamtökum í Sveitarfélaginu Skagafirði, sem þykja standa sig afburða vel í að efla skagfirskt samfélag.

Það var einróma álit atvinnu-, menningar- og kynningarnefndar sveitarfélagsins að þau Árni Björn og Ragnheiður Ásta væru einstakar fyrirmyndir.

„Þau styðja dyggilega við íþróttastarfið í Skagafirði og eru ávallt fyrst til að bjóða fram hjálp þegar einhver þarf á að halda og hafa þau margoft staðið fyrir söfnunum fyrir fjölskyldur og fyrirtæki í neyð.

Með dugnaði, frumkvæði, hjálpsemi, samhygð og góðu hjartalagi stuðla þau einnig að samheldni í samfélaginu okkar.

Þau eru ein af ástæðum þess að það er gott að búa í Skagafirði og við getum verið stolt af því að tilheyra svo frábæru samfélagi því þau hvetja okkur hin til þess að verða betri einstaklingar,“ segir á vef Sveitarfélagsins Skagafjarðar.

Jólin eru að koma
Líf og starf 5. desember 2025

Jólin eru að koma

Nú fer að líða að hátíð ljóssins og jólasveinanna og því ekki seinna vænna að sk...

Þýskar heimsbókmenntir
Líf og starf 3. desember 2025

Þýskar heimsbókmenntir

Hætt er við að ýmsar fréttnæmar útgáfur verði undir í jólabókaflóðinu nú sem fyr...

Fjórtán ára að syngja með Karlakórnum Heimi
Líf og starf 3. desember 2025

Fjórtán ára að syngja með Karlakórnum Heimi

Yngsti meðlimur karlakórsins Heimis í Skagafirði er Fjölnir Þeyr Marinósson sem ...

Nýsköpunarhæfni gagnast öllum
Líf og starf 3. desember 2025

Nýsköpunarhæfni gagnast öllum

Hugmyndasmiðir er verkefni sem miðar að því að kenna börnum að verða frumkvöðlar...

Jólakötturinn í Freyvangi
Líf og starf 3. desember 2025

Jólakötturinn í Freyvangi

Það ættu allir að eiga sinn stað í tilverunni, sama hversu skrítnar skrúfur þeir...

Dagur, Björn og Lenka best á Skákþingi Garðabæjar
Líf og starf 3. desember 2025

Dagur, Björn og Lenka best á Skákþingi Garðabæjar

Skákþingi Garðabæjar lauk á dögunum en mótshaldarinn, Taflfélag Garðabæjar, á um...

Mögnuð vörn í beinni
Líf og starf 1. desember 2025

Mögnuð vörn í beinni

Gaman hefur verið að fylgjast með viðtökum íslenskra briddsunnenda gagnvart nýju...

Sefar sorgir annarra en glímir við eigin skugga
Líf og starf 28. nóvember 2025

Sefar sorgir annarra en glímir við eigin skugga

Út er komin skáldsagan Sálnasafnarinn eftir Þór Tulinius.

https://bestun.airserve.net/banner_bundles/de3e87e0d8dde67f98882b3ac12f8b2f