Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 2 ára.
Hestafræðideild Háskólans á Hólum eflir rannsóknarstarf á íslenska hestinum.
Hestafræðideild Háskólans á Hólum eflir rannsóknarstarf á íslenska hestinum.
Mynd / Gunnhildur Gísladóttir
Líf og starf 14. september 2023

Hestafræðideildin eflist

Höfundur: Þórdís Anna Gylfadóttir

Á síðustu misserum hefur hestafræðideild Háskólans á Hólum unnið að því að efla rannsóknastarfsemi sína.

Deildin hlaut styrk úr „Samstarfi háskóla“ til að leiða uppbyggingu á „Akademíu íslenska hestsins“ í samstarfi við Landbúnaðarháskóla Íslands og Keldur - Tilraunastöð Háskóla Íslands í meinafræði.

MeginmarkmiðAkademíuíslenska hestsins er að efla rannsóknir á íslenska hestinum. Dr. Sveinn Ragnarsson leiðir verkefnið fyrir hönd Háskólans á Hólum. Sveinn hlaut nýverið framgang í starfi og er fyrsti akademíski starfsmaður hestafræðideildar sem fær prófessorsstöðu. Fyrir utan að leiða verkefnið um Akademíu íslenska hestsins er Sveinn að byggja upp nýtt fræðasvið innan hestafræðideildar skólans sem snýr að rannsóknum á áhrifum á samveru fólks með hestum.

Það hefur lengi verið talið að umgengni við dýr geti haft jákvæð áhrif á heilsu fólks.

Til að efla enn frekar rannsóknir við hestafræðideildina samþykkti háskólaráð skólans á síðasta fundi skipan tveggja gestaprófessora til tveggja ára. Það eru þau dr. Henry Julius, prófessor í sálfræði við háskólann í Rostock í Þýskalandi og dr. Anna Jansson, prófessor í lífeðlisfræði við Uppsalaháskólann í Svíþjóð. Anna og Henry eru bæði mjög virt vísindafólk á sínum sviðum sem mun auka möguleika hestafræðideildar á erlendu rannsóknasamstarfi og auka sýnileika deildarinnar í gegnum birtingu á rannsóknum. Þau eru bæði þátttakendur í rannsóknaverkefnum sem nú þegar eru í gangi í deildinni.

Þá er Sigríður Bjarnadóttir nýr akademískur starfsmaður hestafræðideildar en Sigríður starfaði áður sem brautarstjóri búvísinda- og hestafræðibrautar Landbúnaðarháskóla Íslands. Aðrir akademískir starfsmenn sem vinna að rannsóknum í deildinni eru Víkingur Gunnarsson, lektor, dr. Guðrún Stefánsdóttir dósent og Elisabeth Jansen lektor.

Þeirra rannsóknir hafa m.a. snúist um hreyfingarfræði og þjálfunarlífeðlisfræði hesta.

Skylt efni: Háskólinn á Hólum

Þýskar heimsbókmenntir
Líf og starf 3. desember 2025

Þýskar heimsbókmenntir

Hætt er við að ýmsar fréttnæmar útgáfur verði undir í jólabókaflóðinu nú sem fyr...

Fjórtán ára að syngja með Karlakórnum Heimi
Líf og starf 3. desember 2025

Fjórtán ára að syngja með Karlakórnum Heimi

Yngsti meðlimur karlakórsins Heimis í Skagafirði er Fjölnir Þeyr Marinósson sem ...

Nýsköpunarhæfni gagnast öllum
Líf og starf 3. desember 2025

Nýsköpunarhæfni gagnast öllum

Hugmyndasmiðir er verkefni sem miðar að því að kenna börnum að verða frumkvöðlar...

Jólakötturinn í Freyvangi
Líf og starf 3. desember 2025

Jólakötturinn í Freyvangi

Það ættu allir að eiga sinn stað í tilverunni, sama hversu skrítnar skrúfur þeir...

Dagur, Björn og Lenka best á Skákþingi Garðabæjar
Líf og starf 3. desember 2025

Dagur, Björn og Lenka best á Skákþingi Garðabæjar

Skákþingi Garðabæjar lauk á dögunum en mótshaldarinn, Taflfélag Garðabæjar, á um...

Mögnuð vörn í beinni
Líf og starf 1. desember 2025

Mögnuð vörn í beinni

Gaman hefur verið að fylgjast með viðtökum íslenskra briddsunnenda gagnvart nýju...

Sefar sorgir annarra en glímir við eigin skugga
Líf og starf 28. nóvember 2025

Sefar sorgir annarra en glímir við eigin skugga

Út er komin skáldsagan Sálnasafnarinn eftir Þór Tulinius.

Blóðþyrst kona vill barnakjöt
Líf og starf 27. nóvember 2025

Blóðþyrst kona vill barnakjöt

Grýlu er fyrst getið á miðöldum en sú Grýla sem við þekkjum stingur upp sínum lú...