Hestafræðideild Háskólans á Hólum eflir rannsóknarstarf á íslenska hestinum.
Hestafræðideild Háskólans á Hólum eflir rannsóknarstarf á íslenska hestinum.
Mynd / Gunnhildur Gísladóttir
Líf og starf 14. september 2023

Hestafræðideildin eflist

Höfundur: Þórdís Anna Gylfadóttir

Á síðustu misserum hefur hestafræðideild Háskólans á Hólum unnið að því að efla rannsóknastarfsemi sína.

Deildin hlaut styrk úr „Samstarfi háskóla“ til að leiða uppbyggingu á „Akademíu íslenska hestsins“ í samstarfi við Landbúnaðarháskóla Íslands og Keldur - Tilraunastöð Háskóla Íslands í meinafræði.

MeginmarkmiðAkademíuíslenska hestsins er að efla rannsóknir á íslenska hestinum. Dr. Sveinn Ragnarsson leiðir verkefnið fyrir hönd Háskólans á Hólum. Sveinn hlaut nýverið framgang í starfi og er fyrsti akademíski starfsmaður hestafræðideildar sem fær prófessorsstöðu. Fyrir utan að leiða verkefnið um Akademíu íslenska hestsins er Sveinn að byggja upp nýtt fræðasvið innan hestafræðideildar skólans sem snýr að rannsóknum á áhrifum á samveru fólks með hestum.

Það hefur lengi verið talið að umgengni við dýr geti haft jákvæð áhrif á heilsu fólks.

Til að efla enn frekar rannsóknir við hestafræðideildina samþykkti háskólaráð skólans á síðasta fundi skipan tveggja gestaprófessora til tveggja ára. Það eru þau dr. Henry Julius, prófessor í sálfræði við háskólann í Rostock í Þýskalandi og dr. Anna Jansson, prófessor í lífeðlisfræði við Uppsalaháskólann í Svíþjóð. Anna og Henry eru bæði mjög virt vísindafólk á sínum sviðum sem mun auka möguleika hestafræðideildar á erlendu rannsóknasamstarfi og auka sýnileika deildarinnar í gegnum birtingu á rannsóknum. Þau eru bæði þátttakendur í rannsóknaverkefnum sem nú þegar eru í gangi í deildinni.

Þá er Sigríður Bjarnadóttir nýr akademískur starfsmaður hestafræðideildar en Sigríður starfaði áður sem brautarstjóri búvísinda- og hestafræðibrautar Landbúnaðarháskóla Íslands. Aðrir akademískir starfsmenn sem vinna að rannsóknum í deildinni eru Víkingur Gunnarsson, lektor, dr. Guðrún Stefánsdóttir dósent og Elisabeth Jansen lektor.

Þeirra rannsóknir hafa m.a. snúist um hreyfingarfræði og þjálfunarlífeðlisfræði hesta.

Skylt efni: Háskólinn á Hólum

Dress í anda Yellowstone
Líf og starf 27. september 2023

Dress í anda Yellowstone

Þann 7. desember árið 1977 birtist grein undir þáverandi „Tískuhorni“ Dagblaðsin...

Tungurétt í Svarfaðardal
Líf og starf 26. september 2023

Tungurétt í Svarfaðardal

„Fé er orðið afar fátt í Svarfaðardal og á réttinni var eins og undanfarin ár mu...

„Skógur nú og til framtíðar”
Líf og starf 25. september 2023

„Skógur nú og til framtíðar”

Félag skógarbænda á Suðurlandi bauð upp á kynnisferð um nytjaskógrækt og skjólbe...

Réttað í Hruna- og Skeiðaréttum
Líf og starf 25. september 2023

Réttað í Hruna- og Skeiðaréttum

Hrunaréttir við Flúðir voru haldnar föstudaginn 8. september og gengu vel þrátt ...

Ungir garðyrkjubændur í Þingeyjarsveit með margar tegundir í útiræktun
Líf og starf 22. september 2023

Ungir garðyrkjubændur í Þingeyjarsveit með margar tegundir í útiræktun

Það þykir tíðindum sæta þegar bætist í fremur fámennan hóp íslenskra garðyrkjubæ...

Tilraunir með álegg og hátíðarsteik
Líf og starf 22. september 2023

Tilraunir með álegg og hátíðarsteik

Matvælasjóður úthlutaði Fræða­setri um forystufé, sem staðsett er á Svalbarði í ...

Hvað er ... Aspartam?
Líf og starf 20. september 2023

Hvað er ... Aspartam?

Aspartam er gerfisæta sem, samkvæmt Alþjóðaheilbrigðisstofnuninni (WHO), er mögu...

Almenningsgarður rósanna
Líf og starf 19. september 2023

Almenningsgarður rósanna

Ýmis blómgróður þrífst með ágætum á Íslandi en maður rekst ekki á almenningsrósa...