Hera og Gullbrá
Barnabókin hugljúfa, Hera og Gullbrá er eftir rithöfundinn Marínu Magnúsdóttur, skreytt myndum eftir Sunnevu Guðrúnu Þórðardóttur. Byggir sagan á sönnum atburðum er labradortík heimilisins vingaðist við lítinn gæsarunga – og á sannarlega erindi til ungra sálna enda óvænt og hugljúf saga.
Saga Margrét, yngri dóttirin á heimilinu er hrædd við hunda og þegar fjölskylda hennar ákveður að ættleiða hundinn Heru líst henni ekkert á blikuna. Fyrr en varir verða þær þó perluvinkonur enda er Hera svo góð við allt og alla. Meira að segja við pínulitla gæsarungann Gullbrá sem systurnar Saga og Tinna taka að sér í svolítinn tíma. Bókin er gefin út af Sölku.
