Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 4 ára.
Hér er kominn gestur
Líf og starf 7. janúar 2021

Hér er kominn gestur

Höfundur: Vilmundur Hansen

Þórður Tómasson, fyrrum safnstjóri Byggðasafnsins í Skógum undir Eyjafjöllum, segir í nýrri bók, sem heitir Hér er kominn gestur, á sinn einstæða hátt frá ferðalögum og gestakomum í íslensku samfélagi allt frá þjóðveldistíma fram á öndverða 20. öld.

Höfundur fjallar um ferðabúnað, ferðahætti, þjóðtrú og þjóðhætti er snertu ferðir fólks. Gestrisni var mikils metin fyrrum enda oft um líf eða dauða að tefla fyrir ferðamanninn. Aðstæður voru þó eðlilega misjafnar þar sem knúið var dyra.

„Börn send á aðra bæi fögnuðu því að jafnaði, áttu von að fá eitthvað gott í munninn, flatköku, kandísmola eða eitthvað annað góðgæti. Þetta var af öllum vel séð og gleymdist að þakka fyrir sig. Um þetta má segja að lengi man til lítilla stunda. Það var ekki klipið við nögl.

Geir Gíslason, bóndi í Gerðum í Landeyjum, sagði mér frá sendiferð sinni á annan bæ er hann var barn að aldri.Vanaspurning beið hans er heim kom. Hann svaraði: „Ég fékk ekki hland í skel og klæjaði mig þó svo mikið í hökuna að ég hélt að ég fengi eitthvað gott.“

Útgefandi er Sæmundur. Bókin er ríkulega myndskreytt og Margrét Hallgrímsdóttir þjóðminjavörður ritar formálsorð.

Okkar besti maður
Líf og starf 11. desember 2025

Okkar besti maður

Á næsta ári verða 300 ár liðin frá fæðingu Eggerts Ólafssonar. Þegar við svipleg...

Jólablóm frá íslenskum garðyrkjubændum
Líf og starf 8. desember 2025

Jólablóm frá íslenskum garðyrkjubændum

Íslensk blóm gleðja augað. Bæði afskorin blóm og pottaplöntur geta á einn eða an...

Stjörnuspá vikunnar
Líf og starf 8. desember 2025

Stjörnuspá vikunnar

Vatnsberinn mun fljótlega upplifa einhvers konar deyfð og myndi helst kjósa að u...

Jólin eru að koma
Líf og starf 5. desember 2025

Jólin eru að koma

Nú fer að líða að hátíð ljóssins og jólasveinanna og því ekki seinna vænna að sk...

Þýskar heimsbókmenntir
Líf og starf 3. desember 2025

Þýskar heimsbókmenntir

Hætt er við að ýmsar fréttnæmar útgáfur verði undir í jólabókaflóðinu nú sem fyr...

Fjórtán ára að syngja með Karlakórnum Heimi
Líf og starf 3. desember 2025

Fjórtán ára að syngja með Karlakórnum Heimi

Yngsti meðlimur karlakórsins Heimis í Skagafirði er Fjölnir Þeyr Marinósson sem ...

Nýsköpunarhæfni gagnast öllum
Líf og starf 3. desember 2025

Nýsköpunarhæfni gagnast öllum

Hugmyndasmiðir er verkefni sem miðar að því að kenna börnum að verða frumkvöðlar...

Jólakötturinn í Freyvangi
Líf og starf 3. desember 2025

Jólakötturinn í Freyvangi

Það ættu allir að eiga sinn stað í tilverunni, sama hversu skrítnar skrúfur þeir...