Hér er kominn gestur
Líf og starf 7. janúar 2021

Hér er kominn gestur

Höfundur: Vilmundur Hansen

Þórður Tómasson, fyrrum safnstjóri Byggðasafnsins í Skógum undir Eyjafjöllum, segir í nýrri bók, sem heitir Hér er kominn gestur, á sinn einstæða hátt frá ferðalögum og gestakomum í íslensku samfélagi allt frá þjóðveldistíma fram á öndverða 20. öld.

Höfundur fjallar um ferðabúnað, ferðahætti, þjóðtrú og þjóðhætti er snertu ferðir fólks. Gestrisni var mikils metin fyrrum enda oft um líf eða dauða að tefla fyrir ferðamanninn. Aðstæður voru þó eðlilega misjafnar þar sem knúið var dyra.

„Börn send á aðra bæi fögnuðu því að jafnaði, áttu von að fá eitthvað gott í munninn, flatköku, kandísmola eða eitthvað annað góðgæti. Þetta var af öllum vel séð og gleymdist að þakka fyrir sig. Um þetta má segja að lengi man til lítilla stunda. Það var ekki klipið við nögl.

Geir Gíslason, bóndi í Gerðum í Landeyjum, sagði mér frá sendiferð sinni á annan bæ er hann var barn að aldri.Vanaspurning beið hans er heim kom. Hann svaraði: „Ég fékk ekki hland í skel og klæjaði mig þó svo mikið í hökuna að ég hélt að ég fengi eitthvað gott.“

Útgefandi er Sæmundur. Bókin er ríkulega myndskreytt og Margrét Hallgrímsdóttir þjóðminjavörður ritar formálsorð.

Þróar „matvælaplast“ úr sjávarþara
Líf og starf 22. janúar 2021

Þróar „matvælaplast“ úr sjávarþara

Á Breið þróunarsetri á Akranesi starfa nokkrir frumkvöðlar við nýsköpun og einn ...

Ætla að framleiða heilsuvörur úr broddmjólk mjólkurkúa
Líf og starf 22. janúar 2021

Ætla að framleiða heilsuvörur úr broddmjólk mjólkurkúa

Meðal þeirra níu sprotafyrirtækja sem tóku þátt í viðskiptahraðlinum Til sjávar ...

Endalausir möguleikar til atvinnu- uppbyggingar og nýsköpunar
Líf og starf 21. janúar 2021

Endalausir möguleikar til atvinnu- uppbyggingar og nýsköpunar

Það er óhætt að segja að Breiðin á Akranesi sé búin að ganga í endurnýjun lífdag...

Árið gert upp
Líf og starf 20. janúar 2021

Árið gert upp

Nýliðið ár, 2020, COVID-19 árið var mörgum erfitt, ekki síst fyrirtækjum og eins...

Allt tilbúið og unnið að því að  afla leyfa fyrir framleiðsluna
Líf og starf 20. janúar 2021

Allt tilbúið og unnið að því að afla leyfa fyrir framleiðsluna

„Það er allt að verða tilbúið og við stefnum á að Jökla komi á markað fyrir eða ...

Afurðahæstu kýr landsins 2020 voru á bænum Búrfelli í Svarfaðardal
Líf og starf 15. janúar 2021

Afurðahæstu kýr landsins 2020 voru á bænum Búrfelli í Svarfaðardal

Gímaldin og Hafþór Ólafsson syngja rímur
Líf og starf 13. janúar 2021

Gímaldin og Hafþór Ólafsson syngja rímur

Tónlistamennirnir Gímaldin og Hafþór Ólafsson sendu nýlega frá sér geisladisk þa...

Þjónusta verði snögg, fagleg og aðgengileg og eftirlitið einfalt, málefnaleg og skilvirkt
Líf og starf 12. janúar 2021

Þjónusta verði snögg, fagleg og aðgengileg og eftirlitið einfalt, málefnaleg og skilvirkt