Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 3 ára.
Hér er kominn gestur
Líf og starf 7. janúar 2021

Hér er kominn gestur

Höfundur: Vilmundur Hansen

Þórður Tómasson, fyrrum safnstjóri Byggðasafnsins í Skógum undir Eyjafjöllum, segir í nýrri bók, sem heitir Hér er kominn gestur, á sinn einstæða hátt frá ferðalögum og gestakomum í íslensku samfélagi allt frá þjóðveldistíma fram á öndverða 20. öld.

Höfundur fjallar um ferðabúnað, ferðahætti, þjóðtrú og þjóðhætti er snertu ferðir fólks. Gestrisni var mikils metin fyrrum enda oft um líf eða dauða að tefla fyrir ferðamanninn. Aðstæður voru þó eðlilega misjafnar þar sem knúið var dyra.

„Börn send á aðra bæi fögnuðu því að jafnaði, áttu von að fá eitthvað gott í munninn, flatköku, kandísmola eða eitthvað annað góðgæti. Þetta var af öllum vel séð og gleymdist að þakka fyrir sig. Um þetta má segja að lengi man til lítilla stunda. Það var ekki klipið við nögl.

Geir Gíslason, bóndi í Gerðum í Landeyjum, sagði mér frá sendiferð sinni á annan bæ er hann var barn að aldri.Vanaspurning beið hans er heim kom. Hann svaraði: „Ég fékk ekki hland í skel og klæjaði mig þó svo mikið í hökuna að ég hélt að ég fengi eitthvað gott.“

Útgefandi er Sæmundur. Bókin er ríkulega myndskreytt og Margrét Hallgrímsdóttir þjóðminjavörður ritar formálsorð.

Að höndla sér hross til reiðar
Líf og starf 22. apríl 2024

Að höndla sér hross til reiðar

Orðsins list kemur að þessu sinni úr Íslendingasögunum.

Sigurður í Pylsumeistaranum er Kjötmeistari Íslands
Líf og starf 16. apríl 2024

Sigurður í Pylsumeistaranum er Kjötmeistari Íslands

Sigurður Haraldsson í Pylsumeistaranum var krýndur Kjötmeistari Íslands í fagkep...

Paella með skelfiski
Líf og starf 16. apríl 2024

Paella með skelfiski

Paella er einfaldur réttur og til í ýmsum útgáfum, grunnurinn þó alltaf sá sami ...

Flugvélarflak í Eyvindarholti
Líf og starf 10. apríl 2024

Flugvélarflak í Eyvindarholti

Við Eyvindarholt undir Eyjafjöllum hefur gömlu flugvélarflaki verið komið fyrir....

„Hann gat ekki beðið“
Líf og starf 10. apríl 2024

„Hann gat ekki beðið“

Bændablaðið er mörgum ansi hjartfólgið enda nýtur blaðið mikils trausts meðal le...

Sefgoði
Líf og starf 10. apríl 2024

Sefgoði

Sefgoði er flækingur af goðaætt og fannst nýverið við Þorlákshöfn. Það er einung...

Fræ í frjóa jörð
Líf og starf 8. apríl 2024

Fræ í frjóa jörð

Fræbankar hafa á síðustu árum skotið upp kollinum hér og þar, en Svanhildur Hall...

Skyndibitar fyrir sálina
Líf og starf 5. apríl 2024

Skyndibitar fyrir sálina

Veitingar á vegum úti hafa í gegnum tíðina helst hljóðað upp á undirstöðugóðan a...