Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 4 ára.
Bryndís Fiona Ford, skólameistari Hallormsstaðaskóla.
Bryndís Fiona Ford, skólameistari Hallormsstaðaskóla.
Líf og starf 8. september 2021

Hentar öllum sem áhuga hafa á skapandi sjálfbærni

Höfundur: Margrét Þóra Þórsdótttir

Sjálfbærni og sköpun er heiti á námi sem boðið er upp á við Hallormsstaðaskóla. Bryndís Fiona Ford skólameistari segir að um sé að ræða algjörlega einstakt nám hér á landi og þótt víðar væri leitað. Þetta er í þriðja sinn sem námið er í boði og hafa viðtökur verið góðar.

Í náminu verði blandað saman fræðilegri og verklegri nálgun á sjálfbærni með áherslu á sköpunargleði og nýsköpun. Námið henti þeim vel sem áhuga hafa á skapandi sjálfbærni. Námið er á 4. hæfniþrepi og flokkast sem viðbótarnám við framhaldsskóla og er samsvarandi fyrsta hæfniþrepi við háskóla. Haustönn hefst innan tíðar.

Bryndís Fiona segir námið skiptast upp til helminga í verklegt nám og fræðilegt. Í verklega hlutanum læra nemendur ýmiss konar handverk og tækni til að nýta auðlindir náttúrunnar með sjálfbærni að leiðarljósi. Námið er lotuskipt og hefur hver lota sitt þema þar sem kafað er ofan í ákveðna þætti mannlegs lífs, þá sem mestu máli skipta fyrir sjálfbærni.

„Veturinn hefst á lotu sem kallast Uppskera og náttúrulegt heilbrigði, en heilbrigði er undirstaða alls annars sem við gerum í lífinu. Heilsufræðin er skoðuð frá ýmsum sjónarhornum og tilraunir gerðar með náttúrulegar og sjálfbærar leiðir til að bæta heilsu,“ segir Bryndís Fiona.

Lotunni er, eins og náminu öllu, skipt upp í verklegan og fræðilegan áfanga, en í þeim síðarnefnda verður m.a. farið yfir sögu og umhverfisáhrif mismunandi lækningaaðferða. Lota tekur einnig mið af árstímanum, hefðbundinn uppskerutími stendur yfir og munu nemar tína og safna saman ýmsu sem náttúran og matarkista Austurlands hefur upp á að bjóða.

Matvælaframleiðsla, nytjahlutir, peningar og listsköpun
Ein lota námsins í Hallormsstaðaskóla fjallar um mat og læra nemarnir m.a. ýmsar aðferðir til að verka og varðveita matvæli, kjöt, mjólk, korn, grænmeti og ávexti.

Næsta lota fjallar um mat og læra nemarnir m.a. ýmsar aðferðir til að verka og varðveita matvæli, kjöt, mjólk, korn, grænmeti og ávexti. Fræðilegi hlutinn snýst m.a. um umhverfisáhrif matvælaframleiðslu auk heilsufarslegra áhrifa mismunandi fæðutegunda. Þá verða nytjahlutir teknir fyrir í einn lotunni og læra nemar að búa til gagnlega hluti úr afurðum náttúrunnar auk þess að rannsaka umhverfisáhrif þeirra hluta sem mest eru notaðir og menn telja sig þurfa.

„Við gefum sérstakan gaum að þeim áhrifum sem framleiðsla hefur á heilsu fólks og vistkerfi, ekki síst með tilliti til ýmissa efna sem safnast geta upp við framleiðsluna,“ segir Bryndís Fiona.
Fjármálalota tekur síðan við og fjallar um peninga og rekstur, m.a. heimilis, fyrirtækja, jafnvel sveitarfélaga sem og jarðarinnar allrar. Ein lota er tileinkuð listsköpun og áhersla lögð á að nemendur finni sköpunargleði sinni farveg með einhverjum hætti, en þeirri lotu lýkur með baðstofukvöldi þar sem nemar skemmta hver öðrum.

Orkan er mikilvæg í sjálfbærniumræðunni

„Við tökum orku líka fyrir í þessu námi, en hún er eitt mikilvægasta atriðið í allri sjálfbærniumræðunni. Í þeirri lotu ætlum við að horfa sérstaklega til sjálfbærra leiða til virkjunar, leggja áherslu á smærri einingar og nemendur munu læra hvernig bera á sig að við að virkja lind, vatn og jarðvarma,“ segir Bryndís Fiona og nefnir einnig að umhverfisáhrif þessara orkukosta verði einnig skoðuð, sem og einnig annarra, m.a. olíu.

„Húsnæði er einnig mikilvægur þáttur fyrir sjálfbærni og við munum fara yfir umhverfisáhrif byggingariðnaðarins ásamt því að skoða gamlar aðferðir og þá verður handbragð við torf- og grjóthleðslu kennt,“ segir hún.

Náminu lýkur með lokaverkefni sem nemendur velja sjálfir, en því er ætlað að samþætta hina ólíku þræði námsins í eitt verkefni sem leggur grunn að áframhaldandi starfi til framtíðar. Skólameistari segir að nemendur séu hvattir til að láta áhugasvið sín leiða sig áfram við val á lokaverkefni.

Lánshæft nám

„Rökræður skipa stóran sess í náminu en til þess er ætlast að nemendur nái tökum á rökræðum og virkri hlustun, geti lagt tilfinningaviðbrögð og fyrirfram gefnar skoðanir til hliðar í samskiptum,“ segir hún og bætir við að áhersla sé líka lögð á lestur vísindagreina og undirstöðuatriði í skrifum þeirra kennd. Einnig nefnir hún að meðan á náminu stendur verði farið í heimsóknir og vettvangsferðir um Austurland. Námið er lánshæft hjá Menntasjóði námsmanna og það er einnig hluti af úrræði stjórnvalda og Vinnumálastofnunar, „Nám er tækifæri“, sem gefur atvinnuleitendum kost á að stunda nám á atvinnuleysis­bótum. 

Farið er í heimsóknir og vettvangsferðir um Austurland þar sem margt er að sjá og skoða. Nám í Sjálfbærni og sköpun er í boði við
Hallormsstaðaskóla, en þar er blandað saman fræðilegri og verklegri nálgun á sjálfbærni með áherslu á sköpunargleði og nýsköpun.

Listaverk úr íslensku byggi
Líf og starf 29. janúar 2026

Listaverk úr íslensku byggi

Listamaðurinn og hönnuðurinn Hanna Dís Whitehead undirbýr sýningu í HAKK gallery...

Vetur í stofunni
Líf og starf 26. janúar 2026

Vetur í stofunni

Að ýmsu er að hyggja til að halda pottaplöntum heilbrigðum og fallegum yfir vetr...

Öxin kysst
Líf og starf 26. janúar 2026

Öxin kysst

Þann 12. janúar voru 195 ár liðin frá því að Agnes Magnúsdóttir og Friðrik Sigur...

Enn lengur á Biðstofunni, takk!
Líf og starf 16. janúar 2026

Enn lengur á Biðstofunni, takk!

Nú er að hefjast ein skemmtilegasta sjónvarpsveisla ársins með Evrópumótinu í ha...

Að missa af síðustu lestinni
Líf og starf 30. desember 2025

Að missa af síðustu lestinni

6 pör spiluðu alslemmu í spili dagsins, 14 fóru í hálfslemmu en nokkur létu duga...

Fjölmargir krýndir í yngri flokkum
Líf og starf 30. desember 2025

Fjölmargir krýndir í yngri flokkum

Dagana 29. og 30. nóvember fóru fram tvö Íslandsmót. Annars vegar Íslandsmót ein...

Myndflöturinn logar
Líf og starf 28. desember 2025

Myndflöturinn logar

Bjart er yfir sýningu Eggerts Péturssonar í Hafnarborg. Sýningin heitir Roði en ...

Feðgin skrifa um réttir á Íslandi
Líf og starf 28. desember 2025

Feðgin skrifa um réttir á Íslandi

Feðginin Anna Fjóla og pabbi hennar, Gísli B. Björnsson, eru nú á fullum krafti ...