Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 3 ára.
„Ég er bjartsýn á sumarið, ég held að margir verði á ferðinni hér norðan heiða og leggi leið sína inn í Eyjafjörð,“ segir María Pálsdóttir, eigandi Hælisins, seturs um sögu berklanna. Myndin er tekin við opnun þess.
„Ég er bjartsýn á sumarið, ég held að margir verði á ferðinni hér norðan heiða og leggi leið sína inn í Eyjafjörð,“ segir María Pálsdóttir, eigandi Hælisins, seturs um sögu berklanna. Myndin er tekin við opnun þess.
Mynd / MÞÞ
Líf og starf 22. júní 2022

Heimsóknir skólahópa á Kristnes í Eyjafjarðarsveit

Höfundur: Margrét Þóra Þórsdóttir

„Viðbrögðin hafa verið mjög góð og því hef ég fullan hug á að halda þessu áfram,“ segir María Pálsdóttir, eigandi Hælisins, seturs um sögu berklanna, á Kristnesi í Eyjafjarðarsveit.

María tók á móti skólahópum á liðnu vori og gaf börnunum færi á að kynnast sögu berklanna sem áður fyrr lagði marga að velli. Hún fékk styrk frá Samtökum sveitarfélaga og atvinnuþróunar á Norðurlandi eystra vegna heimsóknanna.

„Það er dágóður hópur sem farið hefur hér í gegn og ég heyri ekki annað en að allir séu ánægðir með heimsóknina,“ segir María. Alls hafa 10 grunnskólar á svæðinu nýtt sér boð Maríu um heimsókn á Hælið, allir sjö grunnskólarnir á Akureyri, Þelamerkurskóli, Hrafnagilsskóli og Grenivíkurskóli.

Skiptir upp í þrjá hópa 
Sólböð voru áður fyrr stunduð í grunnskólum landsins í þeim tilgangi að styrkja D-vítamínbúskap líkamans. Sólbaðsstofur voru bæði á Vífilsstöðum og Kristneshæli. Hér prófa krakkarnir að máta gleraugun sem notuð voru.

Fyrirkomulagið er þaulskipulagt og gengur smurt upp, segir María, en hverjum hóp er skipt upp í þrjá minni hópa. Einn fer í kynnisferð um setrið og fær innsýn í sögu berklanna hér á landi, á meðan er annar hópur á flötinni við Kristnesspítala í leikjum og hópefli og einn hópur fer í skógargöngu um Reykhússkóg ofan við Hælið.

Einn starfsmaður fylgir hverjum hóp, þannig að þrjá þarf til að taka á móti hverjum skólahóp.

María segir að hún hafi fullan hug á að halda þessu starfi áfram og vonar að til þess fáist styrkur, grunnskólarnir sjálfir hafi ekki úr miklu fé að spila til að nýta í fræðsluferðir af þessu tagi.

Bjartsýn á sumarið

„Ég er bjartsýn á sumarið, ég held að margir verði á ferðinni hér norðan heiða og leggi leið sína inn í Eyjafjörð,“ segir María.

Sumaropnun Hælisins hefst um miðjan júní og verður opið alla daga frá 13 til 18 fram á haustið. Skógarböðin, sem opnuð voru nýlega, segir hún án vafa munu laða marga að, auk þess sem ýmislegt áhugavert sé í boði í sveitarfélaginu. María telur ekki ólíklegt að hún muni bjóða upp á viðburði í sumar, tónleika eða annað sem lífgar upp á tilveruna

Skylt efni: berklar

Þýskar heimsbókmenntir
Líf og starf 3. desember 2025

Þýskar heimsbókmenntir

Hætt er við að ýmsar fréttnæmar útgáfur verði undir í jólabókaflóðinu nú sem fyr...

Fjórtán ára að syngja með Karlakórnum Heimi
Líf og starf 3. desember 2025

Fjórtán ára að syngja með Karlakórnum Heimi

Yngsti meðlimur karlakórsins Heimis í Skagafirði er Fjölnir Þeyr Marinósson sem ...

Nýsköpunarhæfni gagnast öllum
Líf og starf 3. desember 2025

Nýsköpunarhæfni gagnast öllum

Hugmyndasmiðir er verkefni sem miðar að því að kenna börnum að verða frumkvöðlar...

Jólakötturinn í Freyvangi
Líf og starf 3. desember 2025

Jólakötturinn í Freyvangi

Það ættu allir að eiga sinn stað í tilverunni, sama hversu skrítnar skrúfur þeir...

Dagur, Björn og Lenka best á Skákþingi Garðabæjar
Líf og starf 3. desember 2025

Dagur, Björn og Lenka best á Skákþingi Garðabæjar

Skákþingi Garðabæjar lauk á dögunum en mótshaldarinn, Taflfélag Garðabæjar, á um...

Mögnuð vörn í beinni
Líf og starf 1. desember 2025

Mögnuð vörn í beinni

Gaman hefur verið að fylgjast með viðtökum íslenskra briddsunnenda gagnvart nýju...

Sefar sorgir annarra en glímir við eigin skugga
Líf og starf 28. nóvember 2025

Sefar sorgir annarra en glímir við eigin skugga

Út er komin skáldsagan Sálnasafnarinn eftir Þór Tulinius.

Blóðþyrst kona vill barnakjöt
Líf og starf 27. nóvember 2025

Blóðþyrst kona vill barnakjöt

Grýlu er fyrst getið á miðöldum en sú Grýla sem við þekkjum stingur upp sínum lú...