Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 2 ára.
Krakkarnir í Frístundaklúbbnum með Herði Óla á stéttinni við kirkjuna á Stóru-Borg.
Krakkarnir í Frístundaklúbbnum með Herði Óla á stéttinni við kirkjuna á Stóru-Borg.
Mynd / MHH
Líf og starf 19. maí 2021

Heimsóttu kirkju, bílaverkstæði og tóku á móti sprengjudeildarmönnum Landhelgisgæslu

Höfundur: Magnús Hlynur Hreiðarsson

Frístundaklúbbur Grímsnes- og Grafningshrepps, sem eru nemendur á miðstigi Kerhólsskóla fór nýlega í tvær áhugaverðar heimsóknir á Stóru-Borg.

Fyrst heimsóttu krakkarnir kirkjuna á staðnum þar sem Hörður Óli Guðmundsson, formaður sóknarnefndar, tók á móti hópnum og sagði frá sögu og starfsemi kirkjunnar. Eftir það var bílaverkstæði feðganna Þrastar Sigurjónssonar og Sigurjóns Þrastarsonar heimsótt, en þeir eru með alhliða bílaviðgerðir fyrir sveitunga sína og aðra, sem þurfa á slíkri þjónustu að halda. Báðar heimsóknirnar tókust stórvel.

Þá má geta þess að klúbburinn fékk líka skemmtilega heimsókn 5. maí en þá komu tveir starfsmenn sprengjudeildar Landhelgisgæslunnar og kynntu starfsemi deildarinnar og sýndu hluta af þeim búnaði sem deildin vinnur með. Heimsóknin var stórskemmtileg og spurðu krakkarnir margra spurninga.

Feðgarnir Þröstur og Sigurjón, sem eru með bílaverkstæði á Stóru-Borg.

Þeir Andri Rafn Helgason (t.v.) og Sigurður Ásgrímsson, yfirmaður sprengjudeildarinnar, komu í heimsóknina á Borg, sem fór fram á útivistarsvæðinu við Kerhólsskóla.

Umhverfisvænar blómaskreytingar
Líf og starf 25. apríl 2024

Umhverfisvænar blómaskreytingar

Náttúruleg fegurð var í fyrirrúmi á námskeiði um blómaskreytingar í Garðyrkjuskó...

Sumardagurinn fyrsti
Líf og starf 25. apríl 2024

Sumardagurinn fyrsti

Samkvæmt dagatalinu kemur sumarið 25. apríl. Bændablaðið leitaði því til lesenda...

Lóan
Líf og starf 23. apríl 2024

Lóan

Lóan er komin! Um þessar mundir eru heiðlóur að tínast til landsins en apríl er ...

Jöklapeysur úr íslenskum lopa
Líf og starf 23. apríl 2024

Jöklapeysur úr íslenskum lopa

Mjólkurfræðingurinn og frumkvöðullinn Pétur Pétursson setur nú á fót hönnunarsam...

Að höndla sér hross til reiðar
Líf og starf 22. apríl 2024

Að höndla sér hross til reiðar

Orðsins list kemur að þessu sinni úr Íslendingasögunum.

Sigurður í Pylsumeistaranum er Kjötmeistari Íslands
Líf og starf 16. apríl 2024

Sigurður í Pylsumeistaranum er Kjötmeistari Íslands

Sigurður Haraldsson í Pylsumeistaranum var krýndur Kjötmeistari Íslands í fagkep...

Paella með skelfiski
Líf og starf 16. apríl 2024

Paella með skelfiski

Paella er einfaldur réttur og til í ýmsum útgáfum, grunnurinn þó alltaf sá sami ...

Flugvélarflak í Eyvindarholti
Líf og starf 10. apríl 2024

Flugvélarflak í Eyvindarholti

Við Eyvindarholt undir Eyjafjöllum hefur gömlu flugvélarflaki verið komið fyrir....