Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 11 mánaða.
Íslandsdeild Samtaka um landbúnað á jaðarsvæðum í norðri. Fv. Aðalsteinn Sigurgeirsson, Guðrún Hulda Pálsdóttir, Þorsteinn Tómasson, Jóhannes Sveinbjörnsson, Erna Bjarnadóttir og Sigurður Eyþórsson.
Íslandsdeild Samtaka um landbúnað á jaðarsvæðum í norðri. Fv. Aðalsteinn Sigurgeirsson, Guðrún Hulda Pálsdóttir, Þorsteinn Tómasson, Jóhannes Sveinbjörnsson, Erna Bjarnadóttir og Sigurður Eyþórsson.
Líf og starf 11. desember 2024

Heimskautalandbúnaður í breyttum heimi

Höfundur: Guðrún Hulda Pálsdóttir

Dagana 23.–25. september 2025 verður 12. alþjóðlega ráðstefnan um landbúnað á jaðarsvæðum í norðri haldin í Tromsö í Norður- Noregi.

Ráðstefnan er haldin á vegum Samtaka um landbúnað á jaðarsvæðum í norðri (Circumpolar Agricultural Association, CAA).

Landbúnaður á jaðarsvæðum í norðri

Samtök um landbúnað á jaðarsvæðum í norðri, (CAA), voru stofnuð árið 1995 en markmið þeirra er fyrst og fremst að skipuleggja reglulegar landbúnaðarráðstefnur.

Samtökunum er ætlað að skapa samræðuvettvang hagaðila og fræðasamfélags um landbúnað á jaðarsvæðum í norðri á breiðum grundvelli.

Óskað eftir þátttakendum

Þátttakendur ráðstefnunnar koma víða að; vísindamenn og bændur, starfsmenn stjórnsýslu, hagsmunaaðila, samvinnufélaga, fyrirtækja, fulltrúar frumbyggjasamtaka og ráðgjafar á ýmsum sviðum.

Stefnt er að þátttöku allra þessara hópa á ráðstefnunni í Noregi.

Yfirskrift ráðstefnunnar er „Heimskautalandbúnaður í breyttum heimi“ og er skipulögð af NIBIO – Norwegian Institute of Bioeconomy. Nú hefur verið kallað eftir útdráttum fyrir möguleg erindi sem munu móta efnistök ráðstefnunnar.

Frestur til að senda inn „abstract“ er til 25. febrúar 2025 og skal senda þau á netfang ráðstefnunnar, CAC2025@nibio.no.

Íslandsdeild stofnuð

Formaður Íslandsdeildar CAA nú er Erna Bjarnadóttir, hagfræðingur hjá MS, og geta áhugasamir um samtökin og ráðstefnuna einnig snúið sér til hennar með fyrirspurnir. Netfang hennar er ernab@ms.is.

Aðrir í stjórn eru Guðrún Hulda Pálsdóttir, ritstjóri Bændablaðsins, Jóhannes Sveinbjörnsson, dósent við LbhÍ, Aðalsteinn Sigurgeirsson, sérfræðingur hjá Landi og skógi, og Sigurður Eyþórsson, sérfræðingur í matvælaráðuneytinu.

Þorsteinn Tómasson, einn af stofnendum CAA, er stjórninni til ráðuneytis.

Þýskar heimsbókmenntir
Líf og starf 3. desember 2025

Þýskar heimsbókmenntir

Hætt er við að ýmsar fréttnæmar útgáfur verði undir í jólabókaflóðinu nú sem fyr...

Fjórtán ára að syngja með Karlakórnum Heimi
Líf og starf 3. desember 2025

Fjórtán ára að syngja með Karlakórnum Heimi

Yngsti meðlimur karlakórsins Heimis í Skagafirði er Fjölnir Þeyr Marinósson sem ...

Nýsköpunarhæfni gagnast öllum
Líf og starf 3. desember 2025

Nýsköpunarhæfni gagnast öllum

Hugmyndasmiðir er verkefni sem miðar að því að kenna börnum að verða frumkvöðlar...

Jólakötturinn í Freyvangi
Líf og starf 3. desember 2025

Jólakötturinn í Freyvangi

Það ættu allir að eiga sinn stað í tilverunni, sama hversu skrítnar skrúfur þeir...

Dagur, Björn og Lenka best á Skákþingi Garðabæjar
Líf og starf 3. desember 2025

Dagur, Björn og Lenka best á Skákþingi Garðabæjar

Skákþingi Garðabæjar lauk á dögunum en mótshaldarinn, Taflfélag Garðabæjar, á um...

Mögnuð vörn í beinni
Líf og starf 1. desember 2025

Mögnuð vörn í beinni

Gaman hefur verið að fylgjast með viðtökum íslenskra briddsunnenda gagnvart nýju...

Sefar sorgir annarra en glímir við eigin skugga
Líf og starf 28. nóvember 2025

Sefar sorgir annarra en glímir við eigin skugga

Út er komin skáldsagan Sálnasafnarinn eftir Þór Tulinius.

Blóðþyrst kona vill barnakjöt
Líf og starf 27. nóvember 2025

Blóðþyrst kona vill barnakjöt

Grýlu er fyrst getið á miðöldum en sú Grýla sem við þekkjum stingur upp sínum lú...