Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 1 árs.
Kristín Linda Jónsdóttir, fyrrum kúabóndi í Aðaldal og núverandi sálfræðingur í Reykjavík, opnar sýningu á Bláu könnunni á Akureyri á morgun, 9. september. Þar má finna myndir af fjöllum, fossum, heiðum, dölum, ám og drottningum.
Kristín Linda Jónsdóttir, fyrrum kúabóndi í Aðaldal og núverandi sálfræðingur í Reykjavík, opnar sýningu á Bláu könnunni á Akureyri á morgun, 9. september. Þar má finna myndir af fjöllum, fossum, heiðum, dölum, ám og drottningum.
Mynd / Einkasafn
Líf og starf 19. september 2022

Heillandi að sullast með liti

Höfundur: Margrét Þóra Þórsdóttir

Kristín Linda Jónsdóttir, fyrrum kúabóndi í Miðhvammi í Þingeyjarsveit, opnar á morgun, föstudaginn 9. september, myndlistarsýninguna Drottningar á kaffihúsinu vinsæla Bláu könnunni í miðbæ Akureyrar.

Kristín Linda, sem er sálfræðingur og rekur stofu sína Huglind í Reykjavík, er lesendum Bændablaðsins kunn fyrir pistla sína um líðan og lífsgæði. Hún segist óvænt hafa dottið inn í heim olíumálverksins fyrir fjórum árum. „Ég kunni nú varla að teikna Óla prik og vissi ekki hvað litahringurinn var, hvað þá eitthvað um striga, olíumálun eða svínahárspensla.

Hins vegar hef ég alltaf verið til í að prófa eitthvað nýtt. Einn gráan fimmtudag í mars sá ég auglýsingu um námskeið fyrir byrjendur í olíumálun daginn eftir hjá Þuríði Sigurðardóttur myndlistar­ og söngkonu,“ segir Kristín Linda, sem ákvað að stökkva yfir lækinn eins og hún orðar það. „Það er alltaf heillandi að fara yfir lækinn, þar eru önnur lönd.“

Eftir fyrsta námskeiðið var ekki aftur snúið. „Það er svo heillandi að sullast með litina og leika sér á striganum,“ segir hún.

„Það var smá skondið,“ bætir hún við „að ég var viss um að ekki dygði annað en koma með eigin hugmyndir að myndefni alveg frá grunni og hugsaði, hvað geri ég nú? Ég kann ekki að teikna.“ Íslensku fjöllin og sveitin hafi þó strax leitað á huga hennar. „Mér sýndist vera einfalt að skella á blað útlínum Herðubreiðar en vissi að eitthvað fleiri yrði að vera með á myndinni. Úr varð að það er kona í rauðum síðkjól að horfast í augu við þjóðarfjallið.“

Kristín Linda segir að þar sem hún hafi ekki kunnað að teikna fætur lét hún konuna vera í síðum kjól, „og svo þurfti að sjá í hnakkann á henni, því ég hafði enga hugmynd um hvernig ætti að gera andlit.“ Upp úr þessari fyrstu hugmynd hafa nú fjórum árum síðar orðið til nær þrjátíu olíumálverk í málverkaröð sem heitir Drottningar. „Það kom mér algjörlega á óvart að fólki hefur fundist þessi málverk skemmtileg og heillandi.

Þau eru rómantísk, litrík og ævintýraleg sýn á landið okkar, hafa tilvísun í ákveðin fjöll, fossa eða svæði og bera í sér hjartanlega ást og öfluga íslenska konu.“

Að hafa kjark og kraft til að stökkva á tækifærin

Kristín Linda, sem er um sextugt, segir að hún vildi gjarnan nota tækifærið til að hvetja alla sem komnir eru inn á seinni hálfleikinn í lífinu til að koma sér upp skemmtilegu áhugamáli. Það sé gott fyrir sálina og ekki verra fyrir heilann að glíma við eitthvað nýtt en að halda áfram með það sem þegar er.

„Ég veit það mjög vel af reynslu minni sem bóndi í 15 ár að bændur og margt fleira sjálfstætt starfandi fólk í atvinnurekstri sinnir sínu af lífi og sál og oft er lítill tími fyrir önnur óskyld áhugamál, en svo koma dagar.

Þá er um að gera að hafa kjark og kraft til að stökkva á tækifærin og opna dyrnar að nýjum ævintýrum, þá verður enn skemmtilegra að lifa.“

Skylt efni: málverkasýning

Tungurétt í Svarfaðardal
Líf og starf 26. september 2023

Tungurétt í Svarfaðardal

„Fé er orðið afar fátt í Svarfaðardal og á réttinni var eins og undanfarin ár mu...

„Skógur nú og til framtíðar”
Líf og starf 25. september 2023

„Skógur nú og til framtíðar”

Félag skógarbænda á Suðurlandi bauð upp á kynnisferð um nytjaskógrækt og skjólbe...

Réttað í Hruna- og Skeiðaréttum
Líf og starf 25. september 2023

Réttað í Hruna- og Skeiðaréttum

Hrunaréttir við Flúðir voru haldnar föstudaginn 8. september og gengu vel þrátt ...

Ungir garðyrkjubændur í Þingeyjarsveit með margar tegundir í útiræktun
Líf og starf 22. september 2023

Ungir garðyrkjubændur í Þingeyjarsveit með margar tegundir í útiræktun

Það þykir tíðindum sæta þegar bætist í fremur fámennan hóp íslenskra garðyrkjubæ...

Tilraunir með álegg og hátíðarsteik
Líf og starf 22. september 2023

Tilraunir með álegg og hátíðarsteik

Matvælasjóður úthlutaði Fræða­setri um forystufé, sem staðsett er á Svalbarði í ...

Hvað er ... Aspartam?
Líf og starf 20. september 2023

Hvað er ... Aspartam?

Aspartam er gerfisæta sem, samkvæmt Alþjóðaheilbrigðisstofnuninni (WHO), er mögu...

Almenningsgarður rósanna
Líf og starf 19. september 2023

Almenningsgarður rósanna

Ýmis blómgróður þrífst með ágætum á Íslandi en maður rekst ekki á almenningsrósa...

Jafnvígur í sveit & borg
Líf og starf 19. september 2023

Jafnvígur í sveit & borg

Nýr smájepplingur frá Toyota byrjaði að sjást á götunum á síðasta ári. Þetta er ...