Oft var glatt við tökur, eins og hér þegar Vilmundur Hansen og Hugrún Halldórsdóttir ræða um kartöflur.
Oft var glatt við tökur, eins og hér þegar Vilmundur Hansen og Hugrún Halldórsdóttir ræða um kartöflur.
Mynd / Aðsendar
Líf og starf 27. apríl 2022

Heilandi fyrir sál og líkama

Höfundur: Guðrún Hulda Pálsdóttir

„Ræktum garðinn“ er ný sjónvarpsþáttasería sem hefur göngu sína á morgun, fimmtudaginn 28. apríl. Þar fjalla landsþekktir garðáhugamenn um allt það sem tengist görðum og gróðri á Íslandi.

Kvikmyndagerðarmennirnir Baldur Hrafn­kell Jónsson, Valdimar Leifsson og Edda Margrét Jensdóttir standa að gerð þáttanna ásamt fjölmiðlakonunni Hugrúnu Halldórsdóttur, en þau eru öll garðyrkjuáhugafólk.

„Garðyrkja veitir næringu jafnt fyrir sál sem líkama og við eigum okkur það sameiginlega áhugamál að vilja veita innsýn inn í heim garðyrkju og gróðurs og reyna að miðla því hversu heilandi náttúran er. Við fengum til liðs við okkur þá Vilmund Hansen og Hafstein Hafliðason, sem vita allt um viðfangsefnið og eru vanir að tjá sig um það,“ segir Baldur Hrafnkell.

Hugrún, Hafsteinn Hafliðason og Baldur Hrafnkell Jónsson við tökur.

Mikill áhugi fólks á garðyrkju varð til þess að þau réðust í gerð þáttanna. „Fjöldi fólks um allt land er í dag mjög áhugasamur um gróðurrækt og sem dæmi má nefna að fylgjendur í tveimur Facebook-grúppum, „Ræktaðu garðinn þinn“ og „Stofublóm, inniblóm, pottablóm“, eru hátt í 80 þúsund talsins,“ bendir Baldur Hrafnkell á.

Í þáttunum ferðast Hugrún um undraveröld blóma og garða. Um leið og heimsóttir eru áhugaverðir garðræktendur hafa þættirnir fræðslugildi þar sem sérfræðingar þáttanna miðla af þekkingu sinni á ræktun jafnt pottablómum sem grasflötum. Farið er í heimsókn í gróðurskála, matjurtagarða og verðlaunagarða svo eitthvað sé nefnt.

Fyrsti þáttur, af þrettán, verður frumsýndur í Sjónvarpi Símans á morgun, fimmtudaginn 28. apríl næstkomandi, en verður svo sýndur vikulega. Einnig verður öll þáttaröðin í heild í Sjónvarpi Símans Premium.

Matland er nýr vefmiðill og markaðstorg sem er helgað íslenskum matvælum
Líf og starf 17. maí 2022

Matland er nýr vefmiðill og markaðstorg sem er helgað íslenskum matvælum

Tjörvi Bjarnason er kunnur af störfum sínum í útgáfu- og kynningarmálum fyrir Bæ...

Pottaplöntur við íslenskar aðstæður
Líf og starf 16. maí 2022

Pottaplöntur við íslenskar aðstæður

Allt í blóma er ný íslensk bók sem fjalar um ræktun pottaplantan við íslenskar a...

Innsýn í blóðmerahald á Íslandi
Líf og starf 13. maí 2022

Innsýn í blóðmerahald á Íslandi

Í erindi sem hún hélt á Búnaðarþingi veitti Bóel Anna Þórisdóttir innsýn inn í b...

Illgresi andskotans
Líf og starf 12. maí 2022

Illgresi andskotans

Nýverið sendi Þorsteinn Úlfar Björnsson frá sér bók sem hann kallar Illgresi and...

Ungmennasamband Eyjafjarðar 100 ára
Líf og starf 9. maí 2022

Ungmennasamband Eyjafjarðar 100 ára

Ungmennasamband Eyja­fjarðar, UMSE, fagnaði 100 ára afmæli sínu með hófi í Lauga...

Vörur smáframleiðenda matvæla orðnar sýnilegri og aðgengilegri neytendum
Líf og starf 4. maí 2022

Vörur smáframleiðenda matvæla orðnar sýnilegri og aðgengilegri neytendum

Lyfjafræðingurinn og sinneps­framleiðandinn Svava Hrönn Guðmundsdóttir er nýr fo...

Skeifudagurinn haldinn eftir tveggja ára hlé
Líf og starf 2. maí 2022

Skeifudagurinn haldinn eftir tveggja ára hlé

Það var gleðilegt að geta haldið Skeifudaginn með pompi og pragt eftir tveggja á...

Hafa fengið mjög góðar viðtökur hjá bændum
Líf og starf 2. maí 2022

Hafa fengið mjög góðar viðtökur hjá bændum

Fyrstu lömbin á þessu vori hafa nú litið dagsins ljós og þótt langflestar ær ber...