Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 1 árs.
Oft var glatt við tökur, eins og hér þegar Vilmundur Hansen og Hugrún Halldórsdóttir ræða um kartöflur.
Oft var glatt við tökur, eins og hér þegar Vilmundur Hansen og Hugrún Halldórsdóttir ræða um kartöflur.
Mynd / Aðsendar
Líf og starf 27. apríl 2022

Heilandi fyrir sál og líkama

Höfundur: Guðrún Hulda Pálsdóttir

„Ræktum garðinn“ er ný sjónvarpsþáttasería sem hefur göngu sína á morgun, fimmtudaginn 28. apríl. Þar fjalla landsþekktir garðáhugamenn um allt það sem tengist görðum og gróðri á Íslandi.

Kvikmyndagerðarmennirnir Baldur Hrafn­kell Jónsson, Valdimar Leifsson og Edda Margrét Jensdóttir standa að gerð þáttanna ásamt fjölmiðlakonunni Hugrúnu Halldórsdóttur, en þau eru öll garðyrkjuáhugafólk.

„Garðyrkja veitir næringu jafnt fyrir sál sem líkama og við eigum okkur það sameiginlega áhugamál að vilja veita innsýn inn í heim garðyrkju og gróðurs og reyna að miðla því hversu heilandi náttúran er. Við fengum til liðs við okkur þá Vilmund Hansen og Hafstein Hafliðason, sem vita allt um viðfangsefnið og eru vanir að tjá sig um það,“ segir Baldur Hrafnkell.

Hugrún, Hafsteinn Hafliðason og Baldur Hrafnkell Jónsson við tökur.

Mikill áhugi fólks á garðyrkju varð til þess að þau réðust í gerð þáttanna. „Fjöldi fólks um allt land er í dag mjög áhugasamur um gróðurrækt og sem dæmi má nefna að fylgjendur í tveimur Facebook-grúppum, „Ræktaðu garðinn þinn“ og „Stofublóm, inniblóm, pottablóm“, eru hátt í 80 þúsund talsins,“ bendir Baldur Hrafnkell á.

Í þáttunum ferðast Hugrún um undraveröld blóma og garða. Um leið og heimsóttir eru áhugaverðir garðræktendur hafa þættirnir fræðslugildi þar sem sérfræðingar þáttanna miðla af þekkingu sinni á ræktun jafnt pottablómum sem grasflötum. Farið er í heimsókn í gróðurskála, matjurtagarða og verðlaunagarða svo eitthvað sé nefnt.

Fyrsti þáttur, af þrettán, verður frumsýndur í Sjónvarpi Símans á morgun, fimmtudaginn 28. apríl næstkomandi, en verður svo sýndur vikulega. Einnig verður öll þáttaröðin í heild í Sjónvarpi Símans Premium.

Áframhaldandi búseta talin möguleg
Líf og starf 13. mars 2024

Áframhaldandi búseta talin möguleg

Við Langanesströnd sem liggur að botni Bakkaflóa stendur Bakkafjörður ásamt bæði...

Kirkjugarðsklúbburinn
Líf og starf 12. mars 2024

Kirkjugarðsklúbburinn

Halaleikhópurinn víðfrægi tók að sér verkið Kirkjugarðsklúbbinn eftir Ivan Mench...

Bændamótmæli á Íslandi?
Líf og starf 11. mars 2024

Bændamótmæli á Íslandi?

Mótmæli bænda í Evrópu hafa verið í fréttum undanfarin misseri þar sem þeir vald...

Stjörnuspá 7. mars - 21. mars
Líf og starf 8. mars 2024

Stjörnuspá 7. mars - 21. mars

Vatnsberinn hefur alla burði til þess að koma í framkvæmd þeim hugmyndum sem eru...

Lundi
Líf og starf 6. mars 2024

Lundi

Lundi er algengasti fuglinn okkar og jafnframt einn af okkar einkennisfuglum. Ha...

„... ég heyrði fnasað og krafsað í hálfrökkrinu ...“
Líf og starf 5. mars 2024

„... ég heyrði fnasað og krafsað í hálfrökkrinu ...“

Orðsins list kemur að þessu sinni frá Svövu Jakobsdóttur.

Auðugri framtíðarsýn Dalabyggðar
Líf og starf 1. mars 2024

Auðugri framtíðarsýn Dalabyggðar

Eins og áður hefur verið kynnt hafa alls 14 byggðarlög hérlendis tekið þátt í ve...

Fagleg og fræðandi afmælissýning
Líf og starf 26. febrúar 2024

Fagleg og fræðandi afmælissýning

Hálfrar aldar afmæli Félags tamningamanna var haldið hátíðlegt þann 17. febrúar ...