Samfélagsverðlaunahafi Skagafjarðar 2023, Rögnvaldur Valbergsson, ásamt eiginkonu sinni Hrönn Gunnarsdóttur.
Samfélagsverðlaunahafi Skagafjarðar 2023, Rögnvaldur Valbergsson, ásamt eiginkonu sinni Hrönn Gunnarsdóttur.
Mynd / Heba Guðmundsdóttir
Líf og starf 17. maí 2023

Hefur staðið samfélagsvaktina í áratugi

Höfundur: Steinunn Ásmundsdóttir

Rögnvaldur Valbergsson var á dögunum útnefndur handhafi Samfélagsverðlauna Skagafjarðar árið 2023 af atvinnu-, menningar- og kynningarnefnd Skagafjarðar.

Í rökstuðningi segir að Rögnvaldur sé flestum Skagfirðingum að góðu kunnur. Hann hafi staðið vaktina í samfélaginu í áratugi og aðstoðað leika og lærða. Afrek hans séu mörg og tengist iðulega tónlist. Hann hafi verið óþreytandi að leggja góðum hlutum lið og sé hafsjór fróðleiks. Rögnvaldur hefur spilað undir hjá ýmsum kórum og hópum og verið organisti Sauðárkrókskirkju um árabil.

Samfélagsverðlaun Skagafjarðar eru jafnan afhent á Sæluviku í maíbyrjun og eru árlega veitt þeim einstaklingi, fyrirtæki, stofnun eða félagasamtökum á sveitarfélaginu sem þykja standa sig afburðavel í að efla skagfirskt samfélag.

Helsingi
Líf og starf 2. júní 2023

Helsingi

Helsingi er önnur af þremur gæsum sem eru fargestir hérna á Íslandi. Þær verpa í...

Stúdentar fluttir í Sögu
Líf og starf 1. júní 2023

Stúdentar fluttir í Sögu

Félagsstofnun stúdenta og Háskóli Íslands hafa unnið að því að breyta Hótel Sögu...

Þessi þögla týpa
Líf og starf 1. júní 2023

Þessi þögla týpa

Bændablaðið fékk til prufu rafmagns-liðlétting frá Giant. Þessi græja er á marga...

Sexföld stækkun útiræktunar grænmetis
Líf og starf 1. júní 2023

Sexföld stækkun útiræktunar grænmetis

Garðyrkjubændurnir Auðunn Árnason og María C. Wang á Böðmóðsstöðum í Bláskógabyg...

Bambahús hasla sér völl
Líf og starf 31. maí 2023

Bambahús hasla sér völl

Hugmyndin að Bambahúsunum varð til í ársbyrjun 2020 hjá fjölskyldu í Bolungarvík...

Fullvinnsla afurða í Heiðmörk
Líf og starf 30. maí 2023

Fullvinnsla afurða í Heiðmörk

Skógræktarfélag Reykjavíkur starfrækir einu viðarvinnsluna á suðvesturhorninu. S...

Starfshópur um útrýmingu á riðuveiki
Líf og starf 30. maí 2023

Starfshópur um útrýmingu á riðuveiki

Yfirdýralæknir hefur lagt til við matvælaráðherra að myndaður verði hópur sem mu...

Snjór í sauðburði
Líf og starf 29. maí 2023

Snjór í sauðburði

Tíðarfarið í maí hefur ekki verið hagstætt fyrir sauðburð. Kalt var í veðri og v...