Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 3 ára.
Halldór Hafliðason, bronsverðlaunahafi Ólympíuleika ungkokka.
Halldór Hafliðason, bronsverðlaunahafi Ólympíuleika ungkokka.
Líf og starf 15. febrúar 2022

Halldór Hafliðason hlaut bronsið

Höfundur: Vilmundur Hansen

Halldór Hafliðason, matreiðslunemi í Mennta­skólanum í Kópavogi, hlaut brons­verðlaun á Ólympíuleikum ungkokka sem haldin var fyrir skömmu. Honum til aðstoðar voru Kristinn Þór Gautason og Dagur Gnýsson, auk Ægis Friðrikssonar þjálfara. Halldór er á námssamningi hjá veitingahúsinu Tides á Marriott Edition hótelinu.

Að sögn Halldórs er keppnin vanalega haldin í Kolkata á Indlandi en vegna Covid hefur hún undanfarin tvö ár farið fram í gegnum netið.
„Keppnin er fyrir kokka yngri en 23 ára og fór þannig fram að keppendum í löndunum 50 sem tóku þátt var stillt upp fyrir framan þrjár myndavélar sem voru í gangi allan tímann sem við vorum að elda.“

Pönnusteikt kjúklingabringa ásamt sætri kartöflu fylltri með linsubaunaragú.

Brons og viðurkenning fyrir hreinlæti

Þetta er í fyrsta sinn sem Halldór tekur þátt í keppninni og árangurinn glæsilegur því auk þess að vinna bronsverðlaunin, fékk hann viðurkenningu fyrir hreinlæti og ritgerð.

Að þessu sinni hlaut Ítalía gullið og Singapúr silfurverðlaunin

Kjúklingaréttur

„Í lokakeppninni fengum við það verkefni að úrbeina heilan kjúkling og gera úr honum rétt að eigin vali með fyrirfram ákveðnu hráefni og súkkulaðieftirrétt.

Rétturinn sem við matreiddum voru pönnusteiktar kjúklingabringur og rúlluðum við skinninu í heilu lagi utan um lærin og afskurðinn. Í meðlæti voru sætar kartöflur sem búið var að stinga út í bolla og fylla með linsubaunaragú sem var toppað með örvarrótarkexi.“

Með kokkablóð í æðum

Halldór á ekki langt að sækja áhuga sinn á eldamennsku því faðir hans, Hafliði Halldórsson, er margverðlaunaður matreiðslumeistari og var um tíma þjálfari og fyrirliði íslenska kokkalandsliðsins.

Vetur í stofunni
Líf og starf 26. janúar 2026

Vetur í stofunni

Að ýmsu er að hyggja til að halda pottaplöntum heilbrigðum og fallegum yfir vetr...

Öxin kysst
Líf og starf 26. janúar 2026

Öxin kysst

Þann 12. janúar voru 195 ár liðin frá því að Agnes Magnúsdóttir og Friðrik Sigur...

Enn lengur á Biðstofunni, takk!
Líf og starf 16. janúar 2026

Enn lengur á Biðstofunni, takk!

Nú er að hefjast ein skemmtilegasta sjónvarpsveisla ársins með Evrópumótinu í ha...

Að missa af síðustu lestinni
Líf og starf 30. desember 2025

Að missa af síðustu lestinni

6 pör spiluðu alslemmu í spili dagsins, 14 fóru í hálfslemmu en nokkur létu duga...

Fjölmargir krýndir í yngri flokkum
Líf og starf 30. desember 2025

Fjölmargir krýndir í yngri flokkum

Dagana 29. og 30. nóvember fóru fram tvö Íslandsmót. Annars vegar Íslandsmót ein...

Myndflöturinn logar
Líf og starf 28. desember 2025

Myndflöturinn logar

Bjart er yfir sýningu Eggerts Péturssonar í Hafnarborg. Sýningin heitir Roði en ...

Feðgin skrifa um réttir á Íslandi
Líf og starf 28. desember 2025

Feðgin skrifa um réttir á Íslandi

Feðginin Anna Fjóla og pabbi hennar, Gísli B. Björnsson, eru nú á fullum krafti ...

Húsfreyjan í Ytri-Hlíð lyfti grettistaki
Líf og starf 28. desember 2025

Húsfreyjan í Ytri-Hlíð lyfti grettistaki

Vopnfirðingurinn Oddný Aðalbjörg Methúsalemsdóttir vann á sinni tíð ötullega að ...