Hagnaður jókst í landbúnaði árið 2021 en býlum fækkar örar
Líf og starf 6. mars 2023

Hagnaður jókst í landbúnaði árið 2021 en býlum fækkar örar

Nýlega birti Hagstofa Íslands niðurstöðu afkomurannsóknar landbúnaðarins fyrir árið 2021. Samanburður við árið á undan var jákvæður að flestu leyti.

Hagnaður þeirra fimm landbúnaðargreina sem falla undir rannsóknina þrefaldaðist á milli ára og nam 2,1 milljarði króna, samanborið við tæpar 700 milljónir árið á undan. Mest munaði um breytingu í loðdýrarækt þar sem 107 milljóna króna tapið árið 2020 snerist í 103 milljóna króna hagnað og var það í fyrsta sinn frá árinu 2013 sem búgreinin skilar hagnaði, sauðfjárrækt sneri einnig 94 milljóna króna tapi í 667 milljóna króna hagnað. Ein búgrein af þessum fimm skilaði tapi árið 2022 og það var holdanautarækt.

Á árinu jukust tekjur í ofangreindum landbúnaðargreinum um 6%, sem var bæði umfram verðbólgu og umtalsvert umfram hækkun rekstrarkostnaðar. Bætt afkoma leiddi af sér bætta fjárhagstöðu. Eigið fé í landbúnaði jókst um 15% á meðan langtímaskuldir jukust um 1%. Töluverður munur var þó þarna eftir búgreinum. Í tilfelli sauðfjárræktar og garðræktar jukust skuldir svipað mikið og aukning eigin fjár.

Á undanförum 10 árum hefur verið töluverð fækkun býla enda hefur afkoman ekki alltaf verið jafn jákvæð og árið 2021.

Frá árinu 2011 til ársins 2021 fækkaði býlum um 15%. Mest munaði þar um fækkun um 300 sauðfjárbýli, sem nemur 18% fækkun, og 27 holdanautsræktenda sem er 24% fækkun.

Skriðþunginn í fækkun býla er að aukast. Á árunum 2016-2021 hefur fækkunin að meðaltali verið 64 býli á ári samanborið við aðeins átta býli árin 2011-2015.

Hagsýnni kaup vandfundin
Líf og starf 31. mars 2023

Hagsýnni kaup vandfundin

Tekinn var til kostanna nýr bíll frá rúmenska bílaframleiðandanum Dacia, sem er ...

Þorfinnur fjósameistari á Blikastöðum
Líf og starf 30. mars 2023

Þorfinnur fjósameistari á Blikastöðum

Í gömlu fjósi í Mosfellsbæ hafa nokkrir menn aðstöðu til að sinna uppgerð á göml...

Borg brugghús, brugghúsið í borginni
Líf og starf 27. mars 2023

Borg brugghús, brugghúsið í borginni

Í síðustu tölublöðum Bændablaðsins höfum við rakið sögu handverksbrugghúsa á Ísl...

Norrænt verkefni um verðmætaaukningu ullar
Líf og starf 24. mars 2023

Norrænt verkefni um verðmætaaukningu ullar

Textílmiðstöð Íslands leiðir norrænt verkefni sem felst í að auka verðmæti ullar...

Nýjar ferðaleiðir á Suðurlandi og Reykjanesi
Líf og starf 22. mars 2023

Nýjar ferðaleiðir á Suðurlandi og Reykjanesi

Markaðsstofa Suðurlands vinnur nú að því að markaðssetja nýja ferðaleið, svokall...

Vilja veðurstöð í Vík í Mýrdal
Líf og starf 21. mars 2023

Vilja veðurstöð í Vík í Mýrdal

Sveitarstjórn Mýrdalshrepps hefur samþykkt samhljóða að leggja það til við Veður...

Ragnar og Lísa hlutu umhverfisviðurkenningu 2023
Líf og starf 20. mars 2023

Ragnar og Lísa hlutu umhverfisviðurkenningu 2023

Ragnar Ragnarsson og Lisa Dombrowe hlutu umhverfis- viðurkenningu Fjallabyggðar ...

Eyrugla
Líf og starf 20. mars 2023

Eyrugla

Eyrugla er nýlegur landnemi hérna á Íslandi. Hún var áður reglulegur gestur en u...