Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 2 ára.
Hagnaður jókst í landbúnaði árið 2021 en býlum fækkar örar
Líf og starf 6. mars 2023

Hagnaður jókst í landbúnaði árið 2021 en býlum fækkar örar

Nýlega birti Hagstofa Íslands niðurstöðu afkomurannsóknar landbúnaðarins fyrir árið 2021. Samanburður við árið á undan var jákvæður að flestu leyti.

Hagnaður þeirra fimm landbúnaðargreina sem falla undir rannsóknina þrefaldaðist á milli ára og nam 2,1 milljarði króna, samanborið við tæpar 700 milljónir árið á undan. Mest munaði um breytingu í loðdýrarækt þar sem 107 milljóna króna tapið árið 2020 snerist í 103 milljóna króna hagnað og var það í fyrsta sinn frá árinu 2013 sem búgreinin skilar hagnaði, sauðfjárrækt sneri einnig 94 milljóna króna tapi í 667 milljóna króna hagnað. Ein búgrein af þessum fimm skilaði tapi árið 2022 og það var holdanautarækt.

Á árinu jukust tekjur í ofangreindum landbúnaðargreinum um 6%, sem var bæði umfram verðbólgu og umtalsvert umfram hækkun rekstrarkostnaðar. Bætt afkoma leiddi af sér bætta fjárhagstöðu. Eigið fé í landbúnaði jókst um 15% á meðan langtímaskuldir jukust um 1%. Töluverður munur var þó þarna eftir búgreinum. Í tilfelli sauðfjárræktar og garðræktar jukust skuldir svipað mikið og aukning eigin fjár.

Á undanförum 10 árum hefur verið töluverð fækkun býla enda hefur afkoman ekki alltaf verið jafn jákvæð og árið 2021.

Frá árinu 2011 til ársins 2021 fækkaði býlum um 15%. Mest munaði þar um fækkun um 300 sauðfjárbýli, sem nemur 18% fækkun, og 27 holdanautsræktenda sem er 24% fækkun.

Skriðþunginn í fækkun býla er að aukast. Á árunum 2016-2021 hefur fækkunin að meðaltali verið 64 býli á ári samanborið við aðeins átta býli árin 2011-2015.

Vetur í stofunni
Líf og starf 26. janúar 2026

Vetur í stofunni

Að ýmsu er að hyggja til að halda pottaplöntum heilbrigðum og fallegum yfir vetr...

Öxin kysst
Líf og starf 26. janúar 2026

Öxin kysst

Þann 12. janúar voru 195 ár liðin frá því að Agnes Magnúsdóttir og Friðrik Sigur...

Enn lengur á Biðstofunni, takk!
Líf og starf 16. janúar 2026

Enn lengur á Biðstofunni, takk!

Nú er að hefjast ein skemmtilegasta sjónvarpsveisla ársins með Evrópumótinu í ha...

Að missa af síðustu lestinni
Líf og starf 30. desember 2025

Að missa af síðustu lestinni

6 pör spiluðu alslemmu í spili dagsins, 14 fóru í hálfslemmu en nokkur létu duga...

Fjölmargir krýndir í yngri flokkum
Líf og starf 30. desember 2025

Fjölmargir krýndir í yngri flokkum

Dagana 29. og 30. nóvember fóru fram tvö Íslandsmót. Annars vegar Íslandsmót ein...

Myndflöturinn logar
Líf og starf 28. desember 2025

Myndflöturinn logar

Bjart er yfir sýningu Eggerts Péturssonar í Hafnarborg. Sýningin heitir Roði en ...

Feðgin skrifa um réttir á Íslandi
Líf og starf 28. desember 2025

Feðgin skrifa um réttir á Íslandi

Feðginin Anna Fjóla og pabbi hennar, Gísli B. Björnsson, eru nú á fullum krafti ...

Húsfreyjan í Ytri-Hlíð lyfti grettistaki
Líf og starf 28. desember 2025

Húsfreyjan í Ytri-Hlíð lyfti grettistaki

Vopnfirðingurinn Oddný Aðalbjörg Methúsalemsdóttir vann á sinni tíð ötullega að ...