Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 7 ára.
Gunnar Dalkvist Guðjónsson og Pálína Hjaltadóttir  tóku við helmingnum af búi foreldra hennar árið 2000 en hætta búskap í haust.
Gunnar Dalkvist Guðjónsson og Pálína Hjaltadóttir tóku við helmingnum af búi foreldra hennar árið 2000 en hætta búskap í haust.
Líf og starf 29. júní 2016

Hætta búskap og breyta til

Höfundur: Vilmundur Hansen

Bændum í Trékyllisvík fer fækkandi og á það bæði við eldri bændur og þá sem yngri eru. Pálína Hjaltadóttir og eiginmaður hennar, Gunnar Dalkvist Guðjónsson, tóku við helmingnum af búi foreldra hennar árið 2000 en hætta búskap í haust.

Þegar mest var voru þau með um 700 kindur á fóðrum en fækkuðu fénu í 350 síðastliðið haust. Þau voru einnig með kýr fyrir heimilið um tíma en hættu með þær 2005 vegna þess hversu erfitt var að fá dýralæknaþjónustu. „Ef kýr veikjast þá veikjast þær oft illa og erfitt að fá hingað dýralækni, sérstaklega yfir vetrarmánuðina.“

Pálína og Gunnar eiga tvö börn, Anítu Mjöll og Magneu Fönn, sem eru átta og níu ára gamlar.

Langar að breyta til

Gunnar og Pálína segja að þegar þau voru með flestar kindur hafi þær talist margar á stærðargráðu Árneshrepps en ekki á landsvísu. „Búskapurinn hefur gengið mjög vel en okkur langar til að gera eitthvað annað og fá tilbreytingu í lífið og þess vegna ætlum við að hætta búskap í haust og flytja í Voga á Vatnsleysuströnd. Við vitum reyndar hvorugt hvað við förum að gera og það kemur bara í ljós seinna. Við erum búin að selja tækin og megnið af bústofninum á fæti en einhverjum kindum verður slátrað í haust og jörðin og húsin eru komin á sölu.“

Búskapur borgar sig

Pálína og Gunnar eru sammála um að það sé fjárhagslega dýrt að hefja búskap en að það hafi verið auðveldara fyrir þau en marga aðra þar sem þau hafi tekið við búinu í rekstri. „Það er svo sem líka dýrt að kaupa sér húsnæði í Reykjavík og ef vel er gert borgar rekstur búsins sig léttilega og vel hægt að lifa góðu lífi á búskap,“ segir Gunnar.

Bær hefur verið í sölu í nokkra mánuði en ekki hefur enn borist tilboð í jörðina. Ungu hjónin á Bæ segjast ekki eiga von á því að þeir sem koma til með að hafa áhuga á jörðinni geri það með sauðfjárbúskap í huga. „Í dag eru tvær jarðir á Ströndum til sölu til búskapar, Stóra Fjarðarhorn og Bræðrabrekka í Kollafirði, og mér skilst að það hafi ekki borist neinar fyrirspurnir um þær. Við reiknum því með að ef jörðin selst verði það til aðila sem tengjast ferðamennsku.“

Safnað fyrir Einstök börn
Líf og starf 26. apríl 2024

Safnað fyrir Einstök börn

Stóðhestaveisla Eiðfaxa var haldin 13. apríl í HorseDay-höllinni á Ingólfshvoli ...

Umhverfisvænar blómaskreytingar
Líf og starf 25. apríl 2024

Umhverfisvænar blómaskreytingar

Náttúruleg fegurð var í fyrirrúmi á námskeiði um blómaskreytingar í Garðyrkjuskó...

Sumardagurinn fyrsti
Líf og starf 25. apríl 2024

Sumardagurinn fyrsti

Samkvæmt dagatalinu kemur sumarið 25. apríl. Bændablaðið leitaði því til lesenda...

Lóan
Líf og starf 23. apríl 2024

Lóan

Lóan er komin! Um þessar mundir eru heiðlóur að tínast til landsins en apríl er ...

Jöklapeysur úr íslenskum lopa
Líf og starf 23. apríl 2024

Jöklapeysur úr íslenskum lopa

Mjólkurfræðingurinn og frumkvöðullinn Pétur Pétursson setur nú á fót hönnunarsam...

Að höndla sér hross til reiðar
Líf og starf 22. apríl 2024

Að höndla sér hross til reiðar

Orðsins list kemur að þessu sinni úr Íslendingasögunum.

Sigurður í Pylsumeistaranum er Kjötmeistari Íslands
Líf og starf 16. apríl 2024

Sigurður í Pylsumeistaranum er Kjötmeistari Íslands

Sigurður Haraldsson í Pylsumeistaranum var krýndur Kjötmeistari Íslands í fagkep...

Paella með skelfiski
Líf og starf 16. apríl 2024

Paella með skelfiski

Paella er einfaldur réttur og til í ýmsum útgáfum, grunnurinn þó alltaf sá sami ...