Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 1 árs.
Matreiðslumaðurinn Heidi Bjerkan hjá Geitmyra Credo kýs að einbeita sér að börnum og ungmennum og notar matargleðina til að kenna þeim að verða hrifin af mat og fræða þau um matvæli út frá heildrænu sjónarhorni
Matreiðslumaðurinn Heidi Bjerkan hjá Geitmyra Credo kýs að einbeita sér að börnum og ungmennum og notar matargleðina til að kenna þeim að verða hrifin af mat og fræða þau um matvæli út frá heildrænu sjónarhorni
Mynd / Espen Solli
Líf og starf 18. júlí 2022

Gróska í norrænni matvælavinnslu og víngerðarlist

Höfundur: Erla Hjördís Gunnarsdóttir

Nú, sem fyrr, var keppnin um norrænu matvælaverðlaunin Embluna afar hörð, en verðlaunaafhendingin fór fram við hátíðlega athöfn í Osló þann 20. júní síðastliðinn.

Pétur Pétursson kynnti nýsköpun sína, Jökla rjómalíkjör, sem vakti mikla lukku. Mynd / Aðsend

Keppnin, sem styrkt er af Norrænu ráðherranefndinni, var haldin í þriðja sinn og þrátt fyrir afar frambærilega matvælafulltrúa frá Íslandi komst enginn þeirra á blað í þeim sjö flokkum sem tilnefnt var í.

Að þessu sinni voru Jökla, Nordic Wasabi, Gunnar Karl Gíslason, Brúnastaðir ostagerð, Matartíminn, Dominique Plédel Jónsson og Vestmannaeyjar, tilnefnd fyrir Ísland en sigurvegarar í flokkunum sjö að þessu sinni voru eftirtaldir:

Norrænn mataráfangastaður: Kvitnes gård, Noregi

Á sveitabænum Kvitnes í Lofoten í Norður-Noregi er boðið upp á heimsklassa staðbundinn mat og gistingu í ævintýralegu umhverfi.

Á matseðlinum er iðulega staðbundið hráefni og vísað er í sögu svæðisins. Hráefnið sem framleitt er á veitingastaðnum kemur aðallega frá býlinu en það sem keypt er kemur eingöngu frá nálægum framleiðendum.

Náið samstarf er við staðbundna framleiðendur og hafa forsvarsmenn veitingastaðarins því fulla stjórn á allri virðiskeðjunni sem hefur skapað staðnum mikla velgengni.

Norræn matvæli fyrir börn og ungmenni: Geitmyra Credo, Noregi
Fulltrúar Geitmyra Credo í Noregi voru að vonum kát með verðlaun sín.

Geitmyra Credo er útibú eins besta og sjálfbærasta veitingastaðar í Noregi, Credo í Þrándheimi. Matreiðslumaðurinn Heidi Bjerkan kýs að einbeita sér að börnum og ungmennum og notar matargleðina til að kenna þeim að verða hrifin af mat og fræða þau um matvæli út frá heildrænu sjónarhorni.

Þetta er til að auka skilning þeirra á sjálfbærni, gott fæðuval og hvernig á að hugsa um líf á jörðinni. Í Credo eru námskeið fyrir börn og ungmenni, starfsnám fyrir fullorðna sem vinna með börnum, námskeið fyrir ungbarnaforeldra, tómstundanámskeið fyrir börn og fjölskyldur, opna viðburði o.fl., o.fl.

Norrænn matarfrumkvöðull: Undredal stølsysteri, Noregi
Norsku geitabændurnir í Undreal hlutu verðlaunin Norænn matarfrumkvöðull ársins

Dýpst inni í lengsta firði í heimi, sem jafnframt er á heimsminjaskrá Unesco, Nærøyfjörðurinn, er Undredalurinn. Hefð er fyrir ostagerð á svæðinu og þá sérstaklega úr geitamjólk. Þorpið sem liggur nálægt bænum hafði ekki vegasamband fyrr en seint á níunda áratugnum og því er hefð fyrir því að vinna úr mjólkinni í sveitinni þar sem bændur í nágrenninu sameinuðust um ostagerð og ostasölu.

Því má með sanni segja að bændurnir í Undredal séu verndarar menningarhefða og matararfleifðar. Geiturnar eru á beit í bröttum hlíðum við fjörðinn, í allt að 1.000 metra hæð yfir sjávarmáli, mjólkin er ekki gerilsneydd og unnin í bæði brúnan og hvítan ost.

Norrænn matur fyrir marga: The Junk Food Project, Danmörku

Rasmus Munk, yfirmatreiðslumaður og maðurinn á bakvið hinn þekkta veitingastað Alchemist, sem hefur tvær Michelin-stjörnur, byrjaði með verkefnið árið 2020 eftir að Covid-19 skall á. Hugsunin er að útvega bragðgóðan og næringarríkan mat fyrir heimilislausa sem eldað er af þekktum og góðum matreiðslumönnum. Junkfood tryggir heitar máltíðir á hverjum degi fyrir hundruð heimilislausra einstaklinga í Kaupmannahöfn. Á hverjum degi framleiðir teymið um 350 næringarríkar máltíðir. Sjálfbærni er kjarninn í hugmyndafræði verkefnisins þar sem allt kapp er lagt á að draga úr matarsóun.

Norrænn matvælamiðlari: Det Grønne Museum, Danmörku

Græna safnið er þjóðminjasafn Danmerkur fyrir veiðar, skógrækt, landbúnað og matvæli. Hér geta bæði börn og fullorðnir upplifað danska og norræna matarmenningu ásamt sögunni.

Í Græna safninu, sem er þekkingarstofnun, er unnið ötullega við að varðveita og rækta gömul afbrigði af plöntum og dýrategundum. Auk þess er skóli á safninu sem sérhæfir sig í matarfræðum, þar sem gestir geta notað forn eldhústæki og lært gamlar hefðir.

Norrænn matvælalistamaður: Brӓnnland Cider, Svíþjóð
Hinn sænski Andreas Sundgren er höfundur hágæða áfengs eplasíders og var hann kjörinn matvælalistamaður Embluverðlaunanna.

Andreas Sundgren, stofnandi Brӓnnland Cider, hefur búið til hágæða áfengan eplasíder.

Vörurnar bera sterka sögu um þrautseigju og sérstöðu fyrir- tækisins sem Andreas hefur ötullega byggt upp. Í dag eru framleiddar nokkrar tegundir fyrir innlendan og alþjóðlegan markað og eru meðal annars nokkrir Michelin- veitingastaðir meðal viðskiptavina á sídernum.

Norrænn matvælaframleiðandi: Frederiksdals Kirsebærvin, Danmörk
Þrír danskir sigurvegarar, frá vinstri;: fulltrúi kirsuberjavínframleiðslunnar í Frederiksdal, frá Græna safninu sem hlaut verðlaun fyrir miðlun og fulltrúi The Junk Food Project sem útvegar heimilislausum einstaklingum máltíðir.

Framleiðsla á hágæða víni úr kirsuberjum sem ræktuð eru í Frederiksdal í suðurhluta Danmerkur og gerjað er með sérstakri gamalli tækni.

Víngerðarmeistarinn notast við villta gerjun í framleiðslunni áður en vínið er geymt utandyra í stórum glerkútum en þannig á veðurfarið stóran þátt í að skapa einstakt bragð vínsins. Frederiksdals Kirsebærvin er eini framleiðandinn í heiminum sem framleiðir kirsuberjavín samkvæmt þessari aldagömlu hefð.

Markmiðið er að framleiða heimsins besta kirsuberjavín og sumir halda því fram að því hafi nú þegar verið náð.

Skylt efni: Embluverðlaunin

Sigurður í Pylsumeistaranum er Kjötmeistari Íslands
Líf og starf 16. apríl 2024

Sigurður í Pylsumeistaranum er Kjötmeistari Íslands

Sigurður Haraldsson í Pylsumeistaranum var krýndur Kjötmeistari Íslands í fagkep...

Paella með skelfiski
Líf og starf 16. apríl 2024

Paella með skelfiski

Paella er einfaldur réttur og til í ýmsum útgáfum, grunnurinn þó alltaf sá sami ...

Flugvélarflak í Eyvindarholti
Líf og starf 10. apríl 2024

Flugvélarflak í Eyvindarholti

Við Eyvindarholt undir Eyjafjöllum hefur gömlu flugvélarflaki verið komið fyrir....

„Hann gat ekki beðið“
Líf og starf 10. apríl 2024

„Hann gat ekki beðið“

Bændablaðið er mörgum ansi hjartfólgið enda nýtur blaðið mikils trausts meðal le...

Sefgoði
Líf og starf 10. apríl 2024

Sefgoði

Sefgoði er flækingur af goðaætt og fannst nýverið við Þorlákshöfn. Það er einung...

Fræ í frjóa jörð
Líf og starf 8. apríl 2024

Fræ í frjóa jörð

Fræbankar hafa á síðustu árum skotið upp kollinum hér og þar, en Svanhildur Hall...

Skyndibitar fyrir sálina
Líf og starf 5. apríl 2024

Skyndibitar fyrir sálina

Veitingar á vegum úti hafa í gegnum tíðina helst hljóðað upp á undirstöðugóðan a...

Íslensk tunga kveikir elda
Líf og starf 4. apríl 2024

Íslensk tunga kveikir elda

Undir Eyjafjöllunum skín alltaf sól segja sumir. Tíðarfarið, eins og víðast anna...