Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en mánaðar gamalt.
Guðrún Bjarnadóttir með Flóru- og blómaspilið.
Guðrún Bjarnadóttir með Flóru- og blómaspilið.
Líf og starf 6. júlí 2022

Grasnytjar og þjóðtrú

Höfundur: Vilmundur Hansen

Á síðasta ári gaf Guðrún Bjarnadóttir, eigandi Hespuhússins í Ölfusi, út Flóruspilið sem er stokkur með myndum og texta sem spila má með veiðimann.

Hugmyndin með spilinu er að auka plöntuþekkingu þjóðarinnar.

Guðrún segir að móttökur á spilinu hafi farið fram úr væntingum og að hún hafi því ákveðið að gefa spilið út aftur með þrettán nýjum tegundum. „Með Flóruspilinu er hugmyndin að fólk geti fræðst um grasnytjar og þjóðtrú jurtanna í leiðinni.

Hugmyndin er að gefa út stokk á ári um flóruna í eitt til tvö ár í viðbót og halda svo jafnvel áfram með fræðsluspil í öðrum flokkum. Satt best að segja eru möguleikarnir óendanlegir.“

Blómaspilið er einföld barnaútgáfa af Flóruspilinu þar sem spilað er samstæðuspil með jurtunum.

Að sögn Guðrúnar eru ung börn mjög móttækileg fyrir upplýsingum og eru fljót að læra tegundaheitin út frá myndunum. Blómaspilið er á íslensku, ensku og pólsku í sama stokki en Flóruspilið er á þessum tungumálum í aðskildum stokkum. Spilið og stokkinn skreytir falleg mynd eftir listamanninn Eggert Pétursson.

Skylt efni: Flóruspilið

„Við vissum að þetta var draumurinn og létum vaða!“
Líf og starf 29. júlí 2022

„Við vissum að þetta var draumurinn og létum vaða!“

Eftir að hafa alið með sér þann draum að gerast bændur í allmörg ár ákváðu...

Heilbrigð og jákvæð sýn á líkamann
Líf og starf 29. júlí 2022

Heilbrigð og jákvæð sýn á líkamann

Í tískuheiminum þetta sumarið má vart snúa sér í hálfhring án þess að ve...

Hafurinn Þorri í Finnafirði
Líf og starf 20. júlí 2022

Hafurinn Þorri í Finnafirði

Þessi glæsilegi hafur, sem heitir Þorri, á heima á bænum Felli í Finnafirði. ...

„Enda eins og ég byrjaði með föður mínum nítján ára gamall“
Líf og starf 20. júlí 2022

„Enda eins og ég byrjaði með föður mínum nítján ára gamall“

Sveinn Björnsson, garðyrkjubóndi á Varmalandi í Reykholti, hefur stundað tó...

Hundur og köttur í fanginu á heimasætunni
Líf og starf 19. júlí 2022

Hundur og köttur í fanginu á heimasætunni

Hundurinn Pipar og heimiliskötturinn á Skorrastað II í Fjarðabyggð í fanginu...

Álftirnar fóru og hafa ekki verið meira til ama
Líf og starf 18. júlí 2022

Álftirnar fóru og hafa ekki verið meira til ama

Eitt af langlífustu umkvörtunarefnum bænda í jarðrækt er ágangur fugla; aðal...

Ennishnjúkur blasir við
Líf og starf 18. júlí 2022

Ennishnjúkur blasir við

Bændablaðinu barst kveðja frá ungum lesanda í Skagafirðinum, henni Bjarkeyju D...

Gróska í norrænni matvælavinnslu og víngerðarlist
Líf og starf 18. júlí 2022

Gróska í norrænni matvælavinnslu og víngerðarlist

Nú, sem fyrr, var keppnin um norrænu matvælaverðlaunin Embluna afar hörð, en v...