Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 2 ára.
Gráhegri
Mynd / Óskar Andri Víðisson
Líf og starf 29. nóvember 2023

Gráhegri

Höfundur: Óskar Andri Víðisson

Gráhegri er stór, háfættur og hálslangur vaðfugl. Hann er nokkuð útbreiddur um Evrópu, niður til Afríku og Asíu. Þeir hafa ekki sest að hérna á Íslandi en eru reglulegir vetrargestir. Stundum hafa sést hér á bilinu 50-100 fuglar yfir veturinn. Gráhegri er afar styggur og má segja að hann sé í hópi þeirra allra styggustu fugla sem finnast á Íslandi. Það getur reynst ómögulegt að nálgast hann fótgangandi undir berum himni. Þótt oftast séu stakir fuglar sem finnast er nokkuð um það að þeir séu í litlum hópum, 2-4 fuglar, og sækja gjarnan í sömu staðina. Þeir leita í votlendissvæði við tjarnir, vötn, læki eða við sjó en hafa náttstað í háum trjám eða í klettum. Þeir sitja stundum lengi hreyfingarlausir og skjóta goggnum eftir fiskum eða skordýrum. Eins reglulega og þeir flækjast hingað er ekki vitað til þess að þeir hafi orpið hérna enn þá og er talið líklegt að flestir þeir gráhegrar sem hingað flækjast séu ungir fuglar.

Skylt efni: fuglinn

Vetur í stofunni
Líf og starf 26. janúar 2026

Vetur í stofunni

Að ýmsu er að hyggja til að halda pottaplöntum heilbrigðum og fallegum yfir vetr...

Öxin kysst
Líf og starf 26. janúar 2026

Öxin kysst

Þann 12. janúar voru 195 ár liðin frá því að Agnes Magnúsdóttir og Friðrik Sigur...

Enn lengur á Biðstofunni, takk!
Líf og starf 16. janúar 2026

Enn lengur á Biðstofunni, takk!

Nú er að hefjast ein skemmtilegasta sjónvarpsveisla ársins með Evrópumótinu í ha...

Að missa af síðustu lestinni
Líf og starf 30. desember 2025

Að missa af síðustu lestinni

6 pör spiluðu alslemmu í spili dagsins, 14 fóru í hálfslemmu en nokkur létu duga...

Fjölmargir krýndir í yngri flokkum
Líf og starf 30. desember 2025

Fjölmargir krýndir í yngri flokkum

Dagana 29. og 30. nóvember fóru fram tvö Íslandsmót. Annars vegar Íslandsmót ein...

Myndflöturinn logar
Líf og starf 28. desember 2025

Myndflöturinn logar

Bjart er yfir sýningu Eggerts Péturssonar í Hafnarborg. Sýningin heitir Roði en ...

Feðgin skrifa um réttir á Íslandi
Líf og starf 28. desember 2025

Feðgin skrifa um réttir á Íslandi

Feðginin Anna Fjóla og pabbi hennar, Gísli B. Björnsson, eru nú á fullum krafti ...

Húsfreyjan í Ytri-Hlíð lyfti grettistaki
Líf og starf 28. desember 2025

Húsfreyjan í Ytri-Hlíð lyfti grettistaki

Vopnfirðingurinn Oddný Aðalbjörg Methúsalemsdóttir vann á sinni tíð ötullega að ...