Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en mánaðar gamalt.
Garðyrkjuritið
Garðyrkjuritið
Líf og starf 4. júlí 2022

Græn og læsileg rit

Höfundur: Vilmundur Hansen

Um þessar mundir eru áskrifendur að fá í hús Garðyrkjuritið og Skógræktarritið.

Bæði ritin eru að vanda með mikið af áhugaverðu lesefni og ætti því allt áhugafólk um ræktun að finna þar eitt og annað áhugavert.

Garðyrkjuritið, árbók Garðyrkjufélags Íslands, er farið í dreifingu til félagsmanna ásamt afsláttarvoldugu félagsskírteini. Ritstjóri ritsins er Björk Þorleifsdóttir. Meðal efnis í Garðyrkjuritinu að þessu sinni má finna upplýsingar um rósaræktun, vetrarskýlingu, blásólir, japanska garða, villigarða og „no-dig“ aðferðafræðina svo ekki sé minnst á græna fingur æskunnar í Aldingarði Reykjanesbæjar.

Auk margs konar fræðslu, reynslusagna og fallegra mynda.

Skógræktarritið

Skógræktarritið er eina tímaritið um skógrækt á Íslandi og aðalvettvangur skrifa íslenskra skógfræðinga og annarra sem áhuga hafa á hinum ýmsu
hlið um skógræktar.

Efni ritsins er fjölbreytt og víðtækt. Að þessu sinni eru meðal annars greinar um villisveppi, stöðu lerkis og framtíðarhorfur í skógrækt, notkun belgjurta og áburðaráhrif þeirra, áhrif skógræktar á kolefnisbúskap á Fljótsdalshéraði og umfjöllun um tré og runna sem bæta má í uppvaxnam skóga til að auka fjölbreytni þeirra.

„Við vissum að þetta var draumurinn og létum vaða!“
Líf og starf 29. júlí 2022

„Við vissum að þetta var draumurinn og létum vaða!“

Eftir að hafa alið með sér þann draum að gerast bændur í allmörg ár ákváðu...

Heilbrigð og jákvæð sýn á líkamann
Líf og starf 29. júlí 2022

Heilbrigð og jákvæð sýn á líkamann

Í tískuheiminum þetta sumarið má vart snúa sér í hálfhring án þess að ve...

Hafurinn Þorri í Finnafirði
Líf og starf 20. júlí 2022

Hafurinn Þorri í Finnafirði

Þessi glæsilegi hafur, sem heitir Þorri, á heima á bænum Felli í Finnafirði. ...

„Enda eins og ég byrjaði með föður mínum nítján ára gamall“
Líf og starf 20. júlí 2022

„Enda eins og ég byrjaði með föður mínum nítján ára gamall“

Sveinn Björnsson, garðyrkjubóndi á Varmalandi í Reykholti, hefur stundað tó...

Hundur og köttur í fanginu á heimasætunni
Líf og starf 19. júlí 2022

Hundur og köttur í fanginu á heimasætunni

Hundurinn Pipar og heimiliskötturinn á Skorrastað II í Fjarðabyggð í fanginu...

Álftirnar fóru og hafa ekki verið meira til ama
Líf og starf 18. júlí 2022

Álftirnar fóru og hafa ekki verið meira til ama

Eitt af langlífustu umkvörtunarefnum bænda í jarðrækt er ágangur fugla; aðal...

Ennishnjúkur blasir við
Líf og starf 18. júlí 2022

Ennishnjúkur blasir við

Bændablaðinu barst kveðja frá ungum lesanda í Skagafirðinum, henni Bjarkeyju D...

Gróska í norrænni matvælavinnslu og víngerðarlist
Líf og starf 18. júlí 2022

Gróska í norrænni matvælavinnslu og víngerðarlist

Nú, sem fyrr, var keppnin um norrænu matvælaverðlaunin Embluna afar hörð, en v...