Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 4 ára.
Hér er Hörður Geirsson, sem vinnur á Minjasafninu, að þeyta skífum – gamall plötusnúður.
Hér er Hörður Geirsson, sem vinnur á Minjasafninu, að þeyta skífum – gamall plötusnúður.
Mynd / MÞÞ
Líf og starf 6. október 2021

Góð aðsókn á Eyfirskan safnadag

Höfundur: Margrét Þóra Þórsdótttir

Eyfirski safnadagurinn var haldinn á dögunum en þann dag opna fjölmörg söfn á Eyjafjarðarsvæðinu dyr sínar og bjóða gesti velkomna að skoða söfnin endurgjaldslaust.

Alls tóku að þessu sinni 15 söfn þátt í Eyfirska safnadeginum og voru þau staðsett hvarvetna í Eyjafirði.

Vespur hafa alltaf notið vinsælda.

„Aðsóknin var góð og við erum ánægð með viðtökur, það var ekki annað að sjá en fólk kunni vel að meta það sem í boði var,“ segir Haraldur Þór Egilsson, safnstjóri Minjasafnsins á Akureyri.
Eyfirski safnadagurinn hefur verið haldinn frá árinu 2007 og segir Haraldur Þór að í fyrstu hafi ekki annað staðið til en að halda daginn í þetta eina skipti.

Hann gekk hins vegar svo ljómandi vel að ákveðið var að endurtaka leikinn árið á eftir „og síðan hefur þessi dagur verið árlegur viðburður nema hvað við þurftum að aflýsa á síðasta ári vegna heimsfaraldursins,“ segir hann.

Eyfirski safnadagurinn hefur alltaf verið haldinn á sumardaginn fyrsta og markað upphafið að sumarstarfsemi safnanna, en nú var hann færður yfir á haustið, líka vegna stöðu faraldursins í vor.
„Við erum bara glöð yfir að hafa getað haldið upp á daginn,“ segir Haraldur Þór.

Gestum Minjasafnsins gefst kostur á að spreyta sig í trommuleik. Hér er Úlfar að prófa.

WDK Whermacht mótorhjól sem höfðu á þessum tíma yfir sér rómantískan blæ, en þurftu gjarnan mikið viðhald.

Vetur í stofunni
Líf og starf 26. janúar 2026

Vetur í stofunni

Að ýmsu er að hyggja til að halda pottaplöntum heilbrigðum og fallegum yfir vetr...

Öxin kysst
Líf og starf 26. janúar 2026

Öxin kysst

Þann 12. janúar voru 195 ár liðin frá því að Agnes Magnúsdóttir og Friðrik Sigur...

Enn lengur á Biðstofunni, takk!
Líf og starf 16. janúar 2026

Enn lengur á Biðstofunni, takk!

Nú er að hefjast ein skemmtilegasta sjónvarpsveisla ársins með Evrópumótinu í ha...

Að missa af síðustu lestinni
Líf og starf 30. desember 2025

Að missa af síðustu lestinni

6 pör spiluðu alslemmu í spili dagsins, 14 fóru í hálfslemmu en nokkur létu duga...

Fjölmargir krýndir í yngri flokkum
Líf og starf 30. desember 2025

Fjölmargir krýndir í yngri flokkum

Dagana 29. og 30. nóvember fóru fram tvö Íslandsmót. Annars vegar Íslandsmót ein...

Myndflöturinn logar
Líf og starf 28. desember 2025

Myndflöturinn logar

Bjart er yfir sýningu Eggerts Péturssonar í Hafnarborg. Sýningin heitir Roði en ...

Feðgin skrifa um réttir á Íslandi
Líf og starf 28. desember 2025

Feðgin skrifa um réttir á Íslandi

Feðginin Anna Fjóla og pabbi hennar, Gísli B. Björnsson, eru nú á fullum krafti ...

Húsfreyjan í Ytri-Hlíð lyfti grettistaki
Líf og starf 28. desember 2025

Húsfreyjan í Ytri-Hlíð lyfti grettistaki

Vopnfirðingurinn Oddný Aðalbjörg Methúsalemsdóttir vann á sinni tíð ötullega að ...