Hér er Hörður Geirsson, sem vinnur á Minjasafninu, að þeyta skífum – gamall plötusnúður.
Hér er Hörður Geirsson, sem vinnur á Minjasafninu, að þeyta skífum – gamall plötusnúður.
Mynd / MÞÞ
Líf og starf 6. október 2021

Góð aðsókn á Eyfirskan safnadag

Höfundur: Margrét Þóra Þórsdótttir

Eyfirski safnadagurinn var haldinn á dögunum en þann dag opna fjölmörg söfn á Eyjafjarðarsvæðinu dyr sínar og bjóða gesti velkomna að skoða söfnin endurgjaldslaust.

Alls tóku að þessu sinni 15 söfn þátt í Eyfirska safnadeginum og voru þau staðsett hvarvetna í Eyjafirði.

Vespur hafa alltaf notið vinsælda.

„Aðsóknin var góð og við erum ánægð með viðtökur, það var ekki annað að sjá en fólk kunni vel að meta það sem í boði var,“ segir Haraldur Þór Egilsson, safnstjóri Minjasafnsins á Akureyri.
Eyfirski safnadagurinn hefur verið haldinn frá árinu 2007 og segir Haraldur Þór að í fyrstu hafi ekki annað staðið til en að halda daginn í þetta eina skipti.

Hann gekk hins vegar svo ljómandi vel að ákveðið var að endurtaka leikinn árið á eftir „og síðan hefur þessi dagur verið árlegur viðburður nema hvað við þurftum að aflýsa á síðasta ári vegna heimsfaraldursins,“ segir hann.

Eyfirski safnadagurinn hefur alltaf verið haldinn á sumardaginn fyrsta og markað upphafið að sumarstarfsemi safnanna, en nú var hann færður yfir á haustið, líka vegna stöðu faraldursins í vor.
„Við erum bara glöð yfir að hafa getað haldið upp á daginn,“ segir Haraldur Þór.

Gestum Minjasafnsins gefst kostur á að spreyta sig í trommuleik. Hér er Úlfar að prófa.

WDK Whermacht mótorhjól sem höfðu á þessum tíma yfir sér rómantískan blæ, en þurftu gjarnan mikið viðhald.

Lögfræðingur og læknir sem stunda sjálfsþurftarbúskap á Fjarkastokki við Þykkvabæ
Líf og starf 14. október 2021

Lögfræðingur og læknir sem stunda sjálfsþurftarbúskap á Fjarkastokki við Þykkvabæ

Bærinn Fjarkastokkur stendur á bökkum Hólsár, skammt fyrir ofan Þykkvabæ í Rangá...

Bókaunnendur athugið!
Líf og starf 14. október 2021

Bókaunnendur athugið!

Frásagnarlist hefur fylgt mann­kyninu frá alda öðli og þykir greinarhöfundi fátt...

Afkastageta aukin um 40% og fullvinnsla eykst bæði á fóðurbætiefni og til manneldis
Líf og starf 12. október 2021

Afkastageta aukin um 40% og fullvinnsla eykst bæði á fóðurbætiefni og til manneldis

Framkvæmdir hafa staðið yfir við stækkun verksmiðju Íslenska kalkþörungafélagsin...

Betri búrekstur með loftslagsvænni landbúnaði
Líf og starf 12. október 2021

Betri búrekstur með loftslagsvænni landbúnaði

Loftslagsvænn landbúnaður, sam­starfsverkefni stjórnvalda, Ráðgjafarmiðstöðvar l...

Lionskonur í Eyjafjarðarsveit söfnuðu birkifræi
Líf og starf 11. október 2021

Lionskonur í Eyjafjarðarsveit söfnuðu birkifræi

Lionsklúbburinn Sif í Eyjafjarðarsveit lagði Skógræktinni og Landgræðslunni lið ...

Mikil gróska í tilraunaeldhúsi matarfrumkvöðla
Líf og starf 8. október 2021

Mikil gróska í tilraunaeldhúsi matarfrumkvöðla

Um þessar mundir fagnar Eldstæðið eins árs afmæli, en það er tilraunaeldhús í Kó...

Góð aðsókn á Eyfirskan safnadag
Líf og starf 6. október 2021

Góð aðsókn á Eyfirskan safnadag

Eyfirski safnadagurinn var haldinn á dögunum en þann dag opna fjölmörg söfn á Ey...

Betri Bakkafjörður
Líf og starf 6. október 2021

Betri Bakkafjörður

Íbúar Bakkafjarðar komu saman til fundar á dögunum og ræddu málefni byggðarlagsi...