Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 3 mánaða.
Hér er Hörður Geirsson, sem vinnur á Minjasafninu, að þeyta skífum – gamall plötusnúður.
Hér er Hörður Geirsson, sem vinnur á Minjasafninu, að þeyta skífum – gamall plötusnúður.
Mynd / MÞÞ
Líf og starf 6. október 2021

Góð aðsókn á Eyfirskan safnadag

Höfundur: Margrét Þóra Þórsdótttir

Eyfirski safnadagurinn var haldinn á dögunum en þann dag opna fjölmörg söfn á Eyjafjarðarsvæðinu dyr sínar og bjóða gesti velkomna að skoða söfnin endurgjaldslaust.

Alls tóku að þessu sinni 15 söfn þátt í Eyfirska safnadeginum og voru þau staðsett hvarvetna í Eyjafirði.

Vespur hafa alltaf notið vinsælda.

„Aðsóknin var góð og við erum ánægð með viðtökur, það var ekki annað að sjá en fólk kunni vel að meta það sem í boði var,“ segir Haraldur Þór Egilsson, safnstjóri Minjasafnsins á Akureyri.
Eyfirski safnadagurinn hefur verið haldinn frá árinu 2007 og segir Haraldur Þór að í fyrstu hafi ekki annað staðið til en að halda daginn í þetta eina skipti.

Hann gekk hins vegar svo ljómandi vel að ákveðið var að endurtaka leikinn árið á eftir „og síðan hefur þessi dagur verið árlegur viðburður nema hvað við þurftum að aflýsa á síðasta ári vegna heimsfaraldursins,“ segir hann.

Eyfirski safnadagurinn hefur alltaf verið haldinn á sumardaginn fyrsta og markað upphafið að sumarstarfsemi safnanna, en nú var hann færður yfir á haustið, líka vegna stöðu faraldursins í vor.
„Við erum bara glöð yfir að hafa getað haldið upp á daginn,“ segir Haraldur Þór.

Gestum Minjasafnsins gefst kostur á að spreyta sig í trommuleik. Hér er Úlfar að prófa.

WDK Whermacht mótorhjól sem höfðu á þessum tíma yfir sér rómantískan blæ, en þurftu gjarnan mikið viðhald.

Stærsta plöntusafn í einkaeigu á Íslandi
Líf og starf 21. janúar 2022

Stærsta plöntusafn í einkaeigu á Íslandi

Áhugasamir einstaklingar og fræðimenn á sviði grasafræðinnar hafa verið drjúgir ...

Lesið fyrir hunda á sex bókasöfnum
Líf og starf 21. janúar 2022

Lesið fyrir hunda á sex bókasöfnum

Hverjum hefði dottið það í hug fyrir einhverjum árum að það væri hægt að fara me...

Íslendingur í Belgíu framleiðir osta úr sauðfjármjólk
Líf og starf 17. janúar 2022

Íslendingur í Belgíu framleiðir osta úr sauðfjármjólk

Kokkurinn Jón Aðalsteinsson flutti til Belgíu korteri fyrir hrun. Í dag framleið...

Útsýnispallurinn Baugs-Bjólfur sigraði
Líf og starf 7. janúar 2022

Útsýnispallurinn Baugs-Bjólfur sigraði

Baugs-Bjólfur er heiti á vinnings­tillögu í samkeppni um útsýnisstað við snjófló...

„Mér hefur oft blöskrað ástandið á landinu í nágrenni höfuðborgarinnar“
Líf og starf 6. janúar 2022

„Mér hefur oft blöskrað ástandið á landinu í nágrenni höfuðborgarinnar“

„Ég starfa nú sem líffræðikennari við Menntaskólann við Hamrahlíð en hef lengst ...

Dýrmætt að hafa traustan heimamarkað
Líf og starf 6. janúar 2022

Dýrmætt að hafa traustan heimamarkað

„Það er hefð hjá mörgum hér í kringum okkur að koma í heimsókn á aðventu og fólk...

Veðja á Nígeríu
Líf og starf 5. janúar 2022

Veðja á Nígeríu

Snorri Sigurðsson er lesendum Bændablaðsins líklega vel kunnur enda skrifar hann...

Guðni Ágústsson kom skagfirskum sveiflukóngi rækilega á óvart
Líf og starf 4. janúar 2022

Guðni Ágústsson kom skagfirskum sveiflukóngi rækilega á óvart

Geirmundur Valtýsson hefur sungið fyrir þjóðina í 65 ár og þar af með hljómsveit...