Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 1 árs.
Þær vinkonurnar Sigríður Guðnadóttir og Ester Hjartardóttir. Sigríður, eiginkona formanns skemmtinefndar, Sigurðar Jónssonar og Ester, eiginkona Halldórs Sigurðssonar, formanns félags eldri borgara í Ölfusi.
Þær vinkonurnar Sigríður Guðnadóttir og Ester Hjartardóttir. Sigríður, eiginkona formanns skemmtinefndar, Sigurðar Jónssonar og Ester, eiginkona Halldórs Sigurðssonar, formanns félags eldri borgara í Ölfusi.
Líf og starf 6. mars 2023

Gleði í hvívetna

Höfundur: Sigrún Pétursdóttir

Í lokahnykknum á kynningu félagsstarfs eldri borgara víðs vegar um landið fáum við upplýsingar um það sem um er að vera í Ölfusinu svo og á Seltjarnarnesi.

Gaman hefur verið að fá að sjá hversu öflugt félagslíf er á landsvísu hjá þeim sem sextíu ára eru og eldri – fjör, gleði og framtakssemi í hvívetna.

- Við viljum leiðrétta nafn Valgerðar Sigurðardóttur, formanns eldri borgara Hafnarfjarðar, frá síðasta blaði, en þar var hún nefnd Valgerður Sverrisdóttir.

Að lokum þökkum við á Bændablaðinu auðsýndan áhuga þeirra sem talað var við, myndsendingar, texta og annað.

Frá Ölfusi:

Við stjórnvöl félags eldri borgara í Ölfusi sitja þau: Halldór Sigurðsson formaður, Rán Gísladóttir varaformaður, Jón H. Sigurmundsson gjaldkeri, Guðrún S. Sigurðardóttir ritari og meðstjórnendurnir þau Guðfinna Karlsdóttir, Sigurður Bjarnason og Ingvi Þorkelsson.

Mikið er um að vera árið um kring og finna má sér ýmislegt til hugarhægðar. Til að mynda félagsvist, bridge, prjónaklúbb, konukvöld, karlaspjall og boccia auk þess sem haldið er bingó. Farið er í ferðir að vori og hausti auk hinnar hefðbundnu klúbbastarfsemi félagsins. Vorferðin er þriggja nátta ferð, farin í júnímánuði undir stjórn ferðanefndar. Ferðanefndin sér um að skipuleggja ferðir, gististaði auk þess sem hún stendur fyrir daglegum skemmtiatriðum við mikinn fögnuð.

Að hausti eru nærsveitir Ölfuss heimsóttar, ferðast er um í rútu, áhugaverðir staðir heimsóttir auk þess sem matast er saman. Til viðbótar við þessar tvær er svo árleg menningarferð þar sem farið er á handverks- og listsýningar annarra eldri borgara og félög þeirra heimsótt.

Þorranum var svo blótað nýverið með góðri þátttöku félaganna en þar var bæði upplestur og söngur auk þess sem borðaður var hefðbundinn þorramatur. Margt er svo fram undan í félagsstarfinu og í vor verður farin hin árlega vorferð félagsins sem að þessu sinni verður til Vestmannaeyja.

Fjölbreytt og lifandi félagsstarf er öllum nauðsynlegt og vonandi verður þátttaka félaga góð í vetur auk þess sem nýir félagar eru alltaf velkomnir.

Frá þorrablóti félags eldri borgara í Ölfusi.

Frá Seltjarnarnesi:

Á haustdögum árið 2015 var fyrsta stjórn nýstofnaðs félags eldri borgara Seltjarnarness kosin á þingi eldri borgara bæjarfélagsins.

Eru félagar í dag um 150 talsins og ef litið er á stundatöflu þeirra er ekki annað hægt að segja en mikið sé um að vera sem hentar margbreytilegum hóp – en hana má finna á Facebook-síðu félagsins. Í pósti formannsins, Kristbjargar Ólafsdóttur, á samfélagsmiðlinum Facebook, vill hún hvetja sem flesta bæjarbúa til þess að ganga til liðs við félagið.

Undir þetta tekur gjaldkerinn, Sigríður Ólafsdóttir, sem bætir við að alls eru í bæjarfélaginu um 8-900 manns sem eru orðnir sextugir og eldri þannig þar er stór hópur sem mætti gjarnan líta við og gerast félagar. Helst væri best að heildartala félaga væri ekki færri en 300 svo hægt væri að koma tveimur fulltrúum á þing Landssambands eldri borgara. Þar eru málefni eldri borgara rekin og þangað er árgjald borgað – krónur 2.500.

Forstöðumaður félagsins, Kristín Hannesdóttir, sendir kveðju; Þegar ég kom að starfinu árið 2011, þá ráðin af bænum til að sjá um félagsstarfið var markmiðið að bjóða upp á fjölbreytt starf alla virka daga vikunnar þar sem allir gætu fundið eitthvað við sitt hæfi. Aðalmarkmiðið hefur verið að finna jafnvægi milli hreyfingar, eflingar huga og handa og svo félagslegrar samveru þar sem geta og færni hvers og eins fær að njóta sín. Auk þess sem talið var hér upp ofar erum við með ákveðna viðburðadagskrá þar sem við förum í leikhús, höldum skemmtikvöld þar sem við bjóðum upp á mat, fáum til okkar skemmtikrafta, förum í leikhús, á tónleika, heimsóknir og fáum til okkar ýmsa gesti, ferðalög ýmiss konar, allt frá bæjarferðum og menningarferðum og þá endum við allar ferðir á kaffihúsi og allt til langferða ýmiss konar, höfum heimsótt alla landshluta farið inn á hálendi og upp á jökla.

Það má nefna það að á liðnum árum höfum við farið í Landmannalaugar, til Vestmannaeyja, á Eyjafjallajökul og Langjökul. Þess má geta að dagskráin hjá okkur er í gangi allan ársins hring. Dagskrárblaðið er gefið út og dreift til allra 67 ára og eldri þ.e. tímabilið janúar –júní, september–desember. Ungmenni á vegum bæjarvinnunnar sjá svo um dagskrána yfir sumartímann þ.e. frá miðjum júní fram í miðjan ágúst. Því miður var ekkert félag eldri borgara á Nesinu þegar ég byrjaði, en nú hefur verið stofnað bæði öldungaráð og félag eldri borgara á Seltjarnarnesi. Með því sjáum við fram á meiri þátttöku þeirra og samvinnu, bæði hvað varðar afþreyingu, félagsmál og ýmis hagsmunamál eldri fólks.

Hægt er að ná í Kristínu í símum 893 9800 og 595 9147. Einnig á netfanginu kristin.hannesdottir@ seltjarnarnes.is

Eldri borgarar Seltjarnarness eru einstaklega hressir og skemmtilegir!

Skylt efni: Félag eldri borgara

Lóan
Líf og starf 23. apríl 2024

Lóan

Lóan er komin! Um þessar mundir eru heiðlóur að tínast til landsins en apríl er ...

Jöklapeysur úr íslenskum lopa
Líf og starf 23. apríl 2024

Jöklapeysur úr íslenskum lopa

Mjólkurfræðingurinn og frumkvöðullinn Pétur Pétursson setur nú á fót hönnunarsam...

Að höndla sér hross til reiðar
Líf og starf 22. apríl 2024

Að höndla sér hross til reiðar

Orðsins list kemur að þessu sinni úr Íslendingasögunum.

Sigurður í Pylsumeistaranum er Kjötmeistari Íslands
Líf og starf 16. apríl 2024

Sigurður í Pylsumeistaranum er Kjötmeistari Íslands

Sigurður Haraldsson í Pylsumeistaranum var krýndur Kjötmeistari Íslands í fagkep...

Paella með skelfiski
Líf og starf 16. apríl 2024

Paella með skelfiski

Paella er einfaldur réttur og til í ýmsum útgáfum, grunnurinn þó alltaf sá sami ...

Flugvélarflak í Eyvindarholti
Líf og starf 10. apríl 2024

Flugvélarflak í Eyvindarholti

Við Eyvindarholt undir Eyjafjöllum hefur gömlu flugvélarflaki verið komið fyrir....

„Hann gat ekki beðið“
Líf og starf 10. apríl 2024

„Hann gat ekki beðið“

Bændablaðið er mörgum ansi hjartfólgið enda nýtur blaðið mikils trausts meðal le...

Sefgoði
Líf og starf 10. apríl 2024

Sefgoði

Sefgoði er flækingur af goðaætt og fannst nýverið við Þorlákshöfn. Það er einung...