Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 4 ára.
Þrír verðlaunahafar með bestu gimbrar sýningarinnar, frá vinstri, Óskar Snorri Óskarsson, Hruna, Atli Geir Scheving, Hrafnkelsstöðum og Grímur Guðmundsson, Ásatúni.
Þrír verðlaunahafar með bestu gimbrar sýningarinnar, frá vinstri, Óskar Snorri Óskarsson, Hruna, Atli Geir Scheving, Hrafnkelsstöðum og Grímur Guðmundsson, Ásatúni.
Mynd / MHH
Líf og starf 25. október 2021

Glæsileg hrútasýning á Flúðum

Höfundur: Magnús Hlynur Hreiðarsson

„Sýningin tókst mjög vel, hér var mikið af fólki að fylgjast með og bændur og búalið komu með brot af því besta úr fjárhúsunum sínum á sýninguna.

Allur áhugi á sauðfjárrækt hér í sveitinni og víðar um landið er greinilega að vaxa mjög mikið, sem er algjörlega frábært,“ segir Árni Þór Hilmarsson, formaður Sauðfjárræktarfélags Hrunamanna, en félagið stóð fyrir glæsilegri hrútasýningu í reiðhöllinni á Flúðum laugardaginn 16. október. 

Jökull Helgason á Ósabakka og Sigurfinnur Bjarkarson voru dómarar dagsins.

Stjórnarmenn í Sauðfjárræktarfélagi Hrunamanna klæddu sig upp á í tilefni dagsins. Frá vinstri, Atli Geir Scheving, Óskar Hafsteinn Óskarsson og Árni Þór Hilmarsson, formaður.

Sigurður Ingi Jóhannsson, ráðherra í Syðra Langholti, og presturinn í sveitinni, Óskar Hafsteinn Óskarsson í Hruna, voru að sjálfsögðu mættir á hrútasýninguna.

Skylt efni: hrútasýning

Vetur í stofunni
Líf og starf 26. janúar 2026

Vetur í stofunni

Að ýmsu er að hyggja til að halda pottaplöntum heilbrigðum og fallegum yfir vetr...

Öxin kysst
Líf og starf 26. janúar 2026

Öxin kysst

Þann 12. janúar voru 195 ár liðin frá því að Agnes Magnúsdóttir og Friðrik Sigur...

Enn lengur á Biðstofunni, takk!
Líf og starf 16. janúar 2026

Enn lengur á Biðstofunni, takk!

Nú er að hefjast ein skemmtilegasta sjónvarpsveisla ársins með Evrópumótinu í ha...

Að missa af síðustu lestinni
Líf og starf 30. desember 2025

Að missa af síðustu lestinni

6 pör spiluðu alslemmu í spili dagsins, 14 fóru í hálfslemmu en nokkur létu duga...

Fjölmargir krýndir í yngri flokkum
Líf og starf 30. desember 2025

Fjölmargir krýndir í yngri flokkum

Dagana 29. og 30. nóvember fóru fram tvö Íslandsmót. Annars vegar Íslandsmót ein...

Myndflöturinn logar
Líf og starf 28. desember 2025

Myndflöturinn logar

Bjart er yfir sýningu Eggerts Péturssonar í Hafnarborg. Sýningin heitir Roði en ...

Feðgin skrifa um réttir á Íslandi
Líf og starf 28. desember 2025

Feðgin skrifa um réttir á Íslandi

Feðginin Anna Fjóla og pabbi hennar, Gísli B. Björnsson, eru nú á fullum krafti ...

Húsfreyjan í Ytri-Hlíð lyfti grettistaki
Líf og starf 28. desember 2025

Húsfreyjan í Ytri-Hlíð lyfti grettistaki

Vopnfirðingurinn Oddný Aðalbjörg Methúsalemsdóttir vann á sinni tíð ötullega að ...