Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 1 árs.
Verslunarmannahelgin er einn stærsti viðburður hérlendis, haldinn árlega í bráðum heila öld. Hér hafa viðstaddir klæðst ruslapokum til þess að verjast úrhelli sem hrelldi gesti hátíðarinnar Gauksins í Þjórsárdal árið 1983.
Verslunarmannahelgin er einn stærsti viðburður hérlendis, haldinn árlega í bráðum heila öld. Hér hafa viðstaddir klæðst ruslapokum til þess að verjast úrhelli sem hrelldi gesti hátíðarinnar Gauksins í Þjórsárdal árið 1983.
Mynd / timarit.is
Líf og starf 30. júlí 2024

Gerum okkur dagamun

Höfundur: Sigrún Pétursdóttir

Nú er ekki seinna vænna en að fara að leggja línurnar fyrir sumarið og með það til hliðsjónar mun í næstu blöðum birtast yfirlit yfir helstu skemmtanir og húllumhæ hérlendis.

Hér fyrir neðan má sjá brot af því helsta sem er á döfinni í ágústmánuði, fyrir þá sem vilja gera sér dagamun, en uppákomur næstu vikna verða á dagskrá í næstu blöðum. Hér er um auðugan garð að gresja og næsta víst að ekki komist allt á lista.

Ágústmánuður

Fyrsta helgin, 2.–4. ágúst

Mikið verður um að vera víða um land um verslunarmannahelgina og teljast helstu hátíðir hér upp.

-Ein með öllu og Íslensku sumarleikarnir er fjölskylduhátíð á Akureyri.

-Innipúkinn í Reykjavík – innihátíð fyrir þá sem ekki nenna að skella sér í útilegu.

-Evrópumeistaramótið í Mýrarbolta – á Bolungarvík – Drullumallsbolti af bestu gerð ásamt skemmtilegri dagskrá á kvöldin.

-Neistaflug – Fjölskylduhátíð í Neskaupstað, tjaldmarkaður, skrúðganga, strandblaksmót, flugeldasýning og brunaslöngubolti og margt fleira.

-Þjóðhátíð í Eyjum, ein vinsælasta útihátíðin um verslunarmannahelgina.

-Norðanpönk Á Laugarbakka V-Húnavatnssýslu - Árlegt ættarmót pönkara. -Flúðir um Versló – Furðubátakeppni, brenna og margt fleira.

-Unglingalandsmót UMFÍ er vímulaus íþrótta- og fjölskylduhátíð þar sem keppt verður í hinum ýmsu íþróttagreinum.

-Síldarævintýri á Siglufirði er einstök fjölskylduhátíð fyrir unga jafnt sem aldna.

-Sæludagar KFUK og KFUM – Vinsæl og vímulaus hátíð við Eyrarvatn. Kotmót Hvítasunnukirkjunnar, Kirkjulækjarkoti í Fljótshlíð er kristilegt mót.

-Á Hraunborgum í Grímsnesi verður sundlaugarpartí, tónleikar, mínígolf o.fl.

-Kaffi Kjós í Hvalfirði býður upp á markað, brekkusöng, veiðikeppni og fleira.

-Berjadagar eru árleg tónlistarhátíð í Ólafsfirði.

Önnur helgin, 9.–11.ágúst

-Bæjarhátíðin Sumar á Selfossi er haldin árlega aðra helgina í ágúst.

-Barna-og fjölskylduhátíðin Hamingjan við hafið verður í Þorlákshöfn þann 12.ágúst.

-Gleðigangan, hápunktur Hinsegin daga sem haldnir eru í Reykjavík er 6 daga hátíð sem enginn ætti að láta fram hjá sér fara.

-Listahátíðin Act Alone er haldin árlega aðra helgina í ágúst á Suðureyri.

Þýskar heimsbókmenntir
Líf og starf 3. desember 2025

Þýskar heimsbókmenntir

Hætt er við að ýmsar fréttnæmar útgáfur verði undir í jólabókaflóðinu nú sem fyr...

Fjórtán ára að syngja með Karlakórnum Heimi
Líf og starf 3. desember 2025

Fjórtán ára að syngja með Karlakórnum Heimi

Yngsti meðlimur karlakórsins Heimis í Skagafirði er Fjölnir Þeyr Marinósson sem ...

Nýsköpunarhæfni gagnast öllum
Líf og starf 3. desember 2025

Nýsköpunarhæfni gagnast öllum

Hugmyndasmiðir er verkefni sem miðar að því að kenna börnum að verða frumkvöðlar...

Jólakötturinn í Freyvangi
Líf og starf 3. desember 2025

Jólakötturinn í Freyvangi

Það ættu allir að eiga sinn stað í tilverunni, sama hversu skrítnar skrúfur þeir...

Dagur, Björn og Lenka best á Skákþingi Garðabæjar
Líf og starf 3. desember 2025

Dagur, Björn og Lenka best á Skákþingi Garðabæjar

Skákþingi Garðabæjar lauk á dögunum en mótshaldarinn, Taflfélag Garðabæjar, á um...

Mögnuð vörn í beinni
Líf og starf 1. desember 2025

Mögnuð vörn í beinni

Gaman hefur verið að fylgjast með viðtökum íslenskra briddsunnenda gagnvart nýju...

Sefar sorgir annarra en glímir við eigin skugga
Líf og starf 28. nóvember 2025

Sefar sorgir annarra en glímir við eigin skugga

Út er komin skáldsagan Sálnasafnarinn eftir Þór Tulinius.

Blóðþyrst kona vill barnakjöt
Líf og starf 27. nóvember 2025

Blóðþyrst kona vill barnakjöt

Grýlu er fyrst getið á miðöldum en sú Grýla sem við þekkjum stingur upp sínum lú...