Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 1 árs.
Þorsteinn Jóhannsson, trésmiður á Flateyri, og Siggi Björns tónlistarmaður í Æfingu.
Þorsteinn Jóhannsson, trésmiður á Flateyri, og Siggi Björns tónlistarmaður í Æfingu.
Líf og starf 28. maí 2024

Gata nefnd eftir hljómsveit

Höfundur: Sigurður Már Harðarson

Hrútavinafélagið Örvar á Suðurlandi heiðraði hjómsveitina Æfingu þann 4. maí þegar götusund á Flateyri var nefnt eftir sveitinni og fékk nafnið Æfingarsund.

Það var Þorsteinn Jóhannsson, trésmiður á Flateyri, sem festi skiltið upp en hann mun vera einn helsti sérfræðingur sögu þessa svæðis, að sögn Björns Inga Bjarnasonar, forseta Hrútavinafélagsins Örvars.

Að sögn Björns Inga varð félagið til á hrútasýningu á Tóftum í Stokkseyrarhreppi hinum forna haustið 1999. Hljómsveitin Æfing frá Flateyri hafi þá mætt á hrútasýningu og slegið í gegn að venju.

„Félagið er því 25 ára og er því fagnað á ýmsan hátt þetta árið. Hrútavinafélagið er hópur fólks á Suðurlandi, blanda aðfluttra Vestfirðinga og heimamanna á Suðurlandi og starfar að þjóðlegu mannlífi og menningararfleifð til sjávar og sveita.

Guðfaðir Hrútavinafélagsins er Bjarkar Snorrason, fyrrverandi bóndi að Tóftum, og heiðursforseti er Guðni Ágústsson frá Brúnastöðum og fyrrverandi landbúnaðarráðherra til margra ára.“ Björn Ingi segir að forsöguna megi rekja til þess þegar götusundið hafi verið gengið að kvöldi 27. desember 1968 þegar Æfing kom fram í fyrsta sinn í lok fundar hjá Verkalýðsfélaginu Skildi. Hann segir að þetta áður nafnlausa götusund eigi sér merkan sess í mannlífs- og menningarsögu Flateyrar til áratuga.

Með þessu sé hljómsveitin komin í hóp með hljómsveitinni Geislum á Akureyri, en þar sé Geislagata nefnd henni til heiðurs. Sérstaklega sé þetta merkilegt fyrir Ingólf R. Björnsson, sem hafi á sínum tíma verið í Geislum og svo í Æfingu.

Skylt efni: Flateyri

Jólin eru að koma
Líf og starf 5. desember 2025

Jólin eru að koma

Nú fer að líða að hátíð ljóssins og jólasveinanna og því ekki seinna vænna að sk...

Þýskar heimsbókmenntir
Líf og starf 3. desember 2025

Þýskar heimsbókmenntir

Hætt er við að ýmsar fréttnæmar útgáfur verði undir í jólabókaflóðinu nú sem fyr...

Fjórtán ára að syngja með Karlakórnum Heimi
Líf og starf 3. desember 2025

Fjórtán ára að syngja með Karlakórnum Heimi

Yngsti meðlimur karlakórsins Heimis í Skagafirði er Fjölnir Þeyr Marinósson sem ...

Nýsköpunarhæfni gagnast öllum
Líf og starf 3. desember 2025

Nýsköpunarhæfni gagnast öllum

Hugmyndasmiðir er verkefni sem miðar að því að kenna börnum að verða frumkvöðlar...

Jólakötturinn í Freyvangi
Líf og starf 3. desember 2025

Jólakötturinn í Freyvangi

Það ættu allir að eiga sinn stað í tilverunni, sama hversu skrítnar skrúfur þeir...

Dagur, Björn og Lenka best á Skákþingi Garðabæjar
Líf og starf 3. desember 2025

Dagur, Björn og Lenka best á Skákþingi Garðabæjar

Skákþingi Garðabæjar lauk á dögunum en mótshaldarinn, Taflfélag Garðabæjar, á um...

Mögnuð vörn í beinni
Líf og starf 1. desember 2025

Mögnuð vörn í beinni

Gaman hefur verið að fylgjast með viðtökum íslenskra briddsunnenda gagnvart nýju...

Sefar sorgir annarra en glímir við eigin skugga
Líf og starf 28. nóvember 2025

Sefar sorgir annarra en glímir við eigin skugga

Út er komin skáldsagan Sálnasafnarinn eftir Þór Tulinius.

https://bestun.airserve.net/banner_bundles/de3e87e0d8dde67f98882b3ac12f8b2f