Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en mánaðar.
Sérfræðingar sem starfa við skólann sjá um mörg námskeiðanna en leitað er til fagfólks í hverri grein eftir því sem þörf er á. Guðríður Helgadóttir
Sérfræðingar sem starfa við skólann sjá um mörg námskeiðanna en leitað er til fagfólks í hverri grein eftir því sem þörf er á. Guðríður Helgadóttir
Mynd / Guðríður Helgadóttir
Líf og starf 3. mars 2021

Garðyrkjufræðsla fyrir almenning hjá Endurmenntun LbhÍ

Höfundur: Ingólfur Guðnason

Á Garðyrkjuskólanum á Reyk­jum afla nemendur sér­menntunar í garðyrkju­fræð­um og útskrifast þaðan sem garðyrkju­fræðingar af einni eða fleiri þeirra sex námsbrauta sem þar eru kenndar.

Áhugasamir garðeigendur, áhugafólk um trjárækt, náttúru­nytjar og umhverfismál almennt, hafa að auki um ára­tuga skeið getað aflað sér aukinnar þekkingar á námskeiðum sem Garðyrkjuskólinn hefur haldið. Undanfarin 15 ár eða svo hefur námskeiðshaldið verið starfrækt undir hatti Endurmenntunardeildar Landbúnaðarháskóla Íslands, sem sinnir fjölbreyttri símennt­un. Heildarfjöldi gesta á námskeiðunum hefur verið á annað þúsund síðastliðin ár.

Fjölbreytt fræðsla fyrir almenning

Sérstök námskeið eru ætluð starfandi bændum í hefðbundnum búgreinum en önnur höfða til almennings. Almenningsfræðslan tekur mið af þörfum þeirra sem vilja bæta við þekkingu sína á ýmsum sviðum garðyrkju, náttúrunytja, úrvinnslu heimaræktaðra matvæla og í umhverfismálum almennt. Námskeiðin eru haldin á Reykjum, á öðrum starfsstöðvum Landbúnaðarháskólans og víðar um land eftir atvikum. Þau eru mislöng, allt frá nokkurra klukkustunda fræðslu til dagslangra námskeiða og lengri námskeiðsraða. Um að ræða fyrirlestra í bland við verklegar æfingar.

Mörg stéttarfélög styrkja félagsmenn sína til sí- og endurmenntunar af þessu tagi.

Úrval námskeiða

Dæmi um námskeið ætluð almenn­ingi eru grunnnámskeið í blóma­skreytingum, aðventu­skreytingar, torf- og grjóthleðsla, náttúru­vernd, ræktun og umhirða pottaplantna, ræktun og umhirða fjölærra garðblóma, berjaræktun, safnhaugagerð, matjurtaræktun í heimilisgróðurhúsum, trjárækt og umhirða skógarreita, notkun keðjusaga, tálgun og húsgagnagerð úr skógarefni, jurtalitun, ullar- og tóvinna, sveppir og sveppatínsla, kræk­linga­tínsla og trjá- og runna­klippingar. Vert er að vekja athygli á að mörg stéttarfélög styrkja félagsmenn sína til sí- og endurmenntunar af þessu tagi.

Fræðsla fyrir fagfólk

Sérhæfðari námskeið eru einnig í boði sem höfða meira til fagfólks, svo sem áburðargjöf í garðyrkju, trjáfellingar, með­ferð plöntuvarnarefna, gerð grænna veggja, grunnnámskeið í efnafræði, endurheimt staðar­gróðurs, innviðir ferða­manna­staða og námskeið fyrir umsjónarfólk skólagarða, borgar­vistfræði og öryggi leiksvæða svo nokkur dæmi séu nefnd.

Kennarar með sérþekkingu

Sérfræðingar sem starfa við skólann sjá um mörg námskeið­anna en leitað er til fagfólks í hverri grein eftir því sem þörf er á. Þeir sem sækja þessa fræðslu geta því gert ráð fyrir að fá bestu fáanlegu upplýsingar á námskeiðunum. Endurmenntunardeilidin hefur einnig fengið hingað erlenda sérfræðinga og tekur þátt í alþjóðlegu samstarfi. Að auki er unnið náið með aðilum úr atvinnulífinu, td. Félag iðn- og tæknigreina, Iðuna fræðslu­setur, jurtalitunarstofuna Hespuna og atvinnu- og nýsköpunar­ráðuneytið.

Langar þig að fræðast?

Einfalt er að sækja um þátttöku í fræðslu á vegum Endur­menntunar LbhÍ. Á heimasíðunni endur­mennt­un.lbhi.is er gott yfirlit yfir þau námskeið sem í boði eru hverju sinni. Þar er hægt að sjá í stuttu máli efni námskeiðanna, hvenær þau eru haldin, lengd þeirra, kennara og fleira sem lýtur að skráningu á námskeiðin.

Umsjónarfólk endur­mennt­unar­námskeiðanna eru Björgvin Örn Eggertsson, Guðrún Lárus­dóttir, Hinrik Þór Sigurðsson og Áshildur Bragadóttir.

Framlag Íslands var meðal annars myndband um hvernig garn verður til
Líf og starf 19. apríl 2021

Framlag Íslands var meðal annars myndband um hvernig garn verður til

Fyrsti Evrópski ullardagurinn var haldinn á föstudaginn. Ísland var þátttakandi ...

Þróar KindaKol úr sauðataði til notkunar  í landgræðslu, landbúnaði og stóriðju
Líf og starf 16. apríl 2021

Þróar KindaKol úr sauðataði til notkunar í landgræðslu, landbúnaði og stóriðju

Stofnandi fyrirtækisins 1000 ára sveita­­þorps heitir Ár­sæll Markússon. Hann er...

Hurðarbaksbúið og Birtingarholt verðlaunuð
Líf og starf 16. apríl 2021

Hurðarbaksbúið og Birtingarholt verðlaunuð

Nýlega kallaði Sveinn Sigurmundsson, framkvæmdastjóri Búnaðarsambands Suðurlands...

Átján verkefni fá styrki úr Samfélagssjóði Fljótsdals
Líf og starf 13. apríl 2021

Átján verkefni fá styrki úr Samfélagssjóði Fljótsdals

Samfélagssjóður Fljótsdals var formlega stofnaður í apríl árið 2020 með veglegu ...

Kötlu-íshellirinn í Mýrdalsjökli eitt af undrum veraldar
Líf og starf 13. apríl 2021

Kötlu-íshellirinn í Mýrdalsjökli eitt af undrum veraldar

Ljósmyndaklúbburinn Blik fór í helgarferð til Víkur í Mýrdal dagana 5.–7. mars s...

Reykjagarður 50 ára og með um 40% af kjúklingaframleiðslu landsins
Líf og starf 9. apríl 2021

Reykjagarður 50 ára og með um 40% af kjúklingaframleiðslu landsins

Þann 20. febrúar síðastliðinn fagnaði Reykjagarður 50 ára afmæli. Í dag er Reykj...

Líf og fjör á Vetrarhátíð í Mývatnssveit
Líf og starf 9. apríl 2021

Líf og fjör á Vetrarhátíð í Mývatnssveit

Mikið líf og fjör hefur verið í Mývatnssveit en þar stóð yfir Vetrarhátíð tvær f...

Mikill áhugi og gróska í austfirskri matvælaframleiðslu
Líf og starf 7. apríl 2021

Mikill áhugi og gróska í austfirskri matvælaframleiðslu

Námskeiðinu Matarsmiðjan Beint frá býli, sem Austurbrú og Hallormsstaðaskóli stó...