Framkvæmdir hafa staðið í vetur við endurgerð hótelsins, sem verður formlega opnað fyrir gesti 15. maí.
Framkvæmdir hafa staðið í vetur við endurgerð hótelsins, sem verður formlega opnað fyrir gesti 15. maí.
Mynd / Róbert Daníel Jónsson.
Líf og starf 24. maí 2023

Gamla kirkjan nýtt sem svíta

Höfundur: Magnús Hlynur Hreiðarsson

Mánudaginn 15. maí opnaði Hótel Blönduós dyr sínar á nýjan leik eftir gagngerar endurbætur sem hafa staðið yfir í vetur.

Hótelið er staðsett í gamla bænum á Blönduósi, sem kunnugir segja einstakan vegna ósnortinnar götumyndar, og er nú óðum að taka á sig fallega mynd til samræmis við upphaflegt útlit. Elsti hluti hótelsins, hið svokallaða Sýslumannshús, var byggt árið 1900 en frá árinu 1943 hefur það þjónað ferðalöngum, sem hótel og veitingastaður, sem einnig verður opnaður nú á ný undir nafninu Sýslumaðurinn.

Steinsnar frá hótelinu er gamla kirkjan í bænum sem verður nýtt sem svíta.

Eigendaskipti urðu á síðasta ári þegar dótturfélag fjárfestingarfélagsins InfoCapital festi kaup á hótelinu en stofnandi og stærsti eigandi þess er Blönduósingurinn Reynir Grétarsson.

„Við erum með 19 herbergi; einstaklingsherbergi, tveggja manna herbergi og fjölskylduherbergi. Baðherbergi er á öllum herbergjum sem og sturta en fjölskylduherbergin eru með baði. Útsýnið er breytilegt eftir herbergjum, ýmist yfir gamla bæinn eða Húnaflóann,“ segir Pétur Oddbergur Heimisson, markaðsstjóri hótelsins.

Þá má geta þess að seinna í sumar er áætlað að opna prjónakaffihús og búð með alls konar spennandi vörum við hliðina á hótelinu, auk þess sem Krúttið, gamla bakaríið á Blönduósi, sem er ská á móti hótelinu, mun opna sem viðburðarými í tengslum við hótelið.

Þá verður hægt að panta gömlu kirkjuna sem svítu eða undir ýmiss konar athafnir, en kirkjan er steinsnar frá hótelinu.

Bambahús hasla sér völl
Líf og starf 31. maí 2023

Bambahús hasla sér völl

Hugmyndin að Bambahúsunum varð til í ársbyrjun 2020 hjá fjölskyldu í Bolungarvík...

Fullvinnsla afurða í Heiðmörk
Líf og starf 30. maí 2023

Fullvinnsla afurða í Heiðmörk

Skógræktarfélag Reykjavíkur starfrækir einu viðarvinnsluna á suðvesturhorninu. S...

Starfshópur um útrýmingu á riðuveiki
Líf og starf 30. maí 2023

Starfshópur um útrýmingu á riðuveiki

Yfirdýralæknir hefur lagt til við matvælaráðherra að myndaður verði hópur sem mu...

Snjór í sauðburði
Líf og starf 29. maí 2023

Snjór í sauðburði

Tíðarfarið í maí hefur ekki verið hagstætt fyrir sauðburð. Kalt var í veðri og v...

Skaði asparglytta myndaður með dróna
Líf og starf 29. maí 2023

Skaði asparglytta myndaður með dróna

Rannsóknarsvið Skógræktarinnar á Mógilsá verður með spennandi verkefni í sumar, ...

Vakta gróður og jarðveg
Líf og starf 26. maí 2023

Vakta gróður og jarðveg

Landgræðslan stóð fyrir opnum kynningar- og samráðsfundi um verkefnið GróLind í ...

Fundarhamar úr peruvið
Líf og starf 25. maí 2023

Fundarhamar úr peruvið

Fallegt íslenskt handverk var í lykilhlutverki á lokaathöfn leiðtogafundar Evróp...

Puttalingar eru snakkpylsur úr ærkjöti
Líf og starf 24. maí 2023

Puttalingar eru snakkpylsur úr ærkjöti

Fyrir rúmu ári var veflæga markaðstorgið Matland (matland. is) opnað matgæðingum...