Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 10 mánaða.
Gallabuxnafár, grátið við skákborðið og brúðkaup MC
Mynd / Andras Kontokanis
Líf og starf 20. janúar 2025

Gallabuxnafár, grátið við skákborðið og brúðkaup MC

Höfundur: Hermann Aðalsteinsson, lyngbrekku@simnet.is

Það ríkti engin lognmolla í skákheiminum á milli jóla og nýárs. Heimsmeistaramótið í at- og hraðskák fór fram í New York og segja má að taflmennskan sjálf hafi orðið undir í fyrirsögnunum meðan á mótinu stóð.

Magnus Carlsen var rekinn úr atskákmótinu vegna undarlegra gallabuxnareglna hjá FIDE. Málið vakti mikla athygli og margir töldu FIDE ganga of langt í smámunasemi. Svo fór að sættir náðust og Magnus tók
þátt í hraðskákkeppninni og tefldi til úrslita við Ian Nepomniachtchi (Nepo).

Þegar illa gekk að ná í hrein úrslit stakk Magnus upp á því að þeir myndu einfaldlega skipta titlinum sín á milli, sem FIDE samþykkti. Væntanlega hefur FIDE ekki viljað rugga bátnum neitt frekar þegar kemur að Carlsen, eftir að friðarsamningar á milli Magnusar og FIDE náðust í kjölfar gallabuxnafársins.

Það er fordæmalaust að tveir skákmenn skipti á milli sín titli í skák, en það hefur þó gerst einu sinni á Ólympíuleikum að tveir sigurvegarar séu krýndir.

Annað sem vakti mikla athygli á mótinu í New York voru endalok skákar Vassily Ivanchuk og Daniel Naroditsky þar sem sá fyrrnefndi féll á tíma með hálfunna stöðu. Ivanchuk brast í grát við skákborðið sem var mjög átakanlegt að horfa á. Skákin getur verið harður skóli.

Magnus Carlsen giftist síðan sinni heittelskuðu Ella Victoria Malone 4. janúar sl. í Holmenkollen-kirkjunni í Noregi. Ekki er umsjónarmanni kunnugt um hvort Victoria kunni mannganginn, en Magnús var a.m.k. ekki í gallabuxum.

Ef lesendur Bændablaðsins luma á áhugaverðum skákum geta þeir haft samband, Hermann Aðalsteinsson, lyngbrekku@simnet.is

Hvítur mátar í tveimur leikjum. Skákþrautin í dag er í léttari kantinum. Db8+ Rxb8 (sem er þvingaður leikur). Hd8 mát!

Skylt efni: Skák

Þýskar heimsbókmenntir
Líf og starf 3. desember 2025

Þýskar heimsbókmenntir

Hætt er við að ýmsar fréttnæmar útgáfur verði undir í jólabókaflóðinu nú sem fyr...

Fjórtán ára að syngja með Karlakórnum Heimi
Líf og starf 3. desember 2025

Fjórtán ára að syngja með Karlakórnum Heimi

Yngsti meðlimur karlakórsins Heimis í Skagafirði er Fjölnir Þeyr Marinósson sem ...

Nýsköpunarhæfni gagnast öllum
Líf og starf 3. desember 2025

Nýsköpunarhæfni gagnast öllum

Hugmyndasmiðir er verkefni sem miðar að því að kenna börnum að verða frumkvöðlar...

Jólakötturinn í Freyvangi
Líf og starf 3. desember 2025

Jólakötturinn í Freyvangi

Það ættu allir að eiga sinn stað í tilverunni, sama hversu skrítnar skrúfur þeir...

Dagur, Björn og Lenka best á Skákþingi Garðabæjar
Líf og starf 3. desember 2025

Dagur, Björn og Lenka best á Skákþingi Garðabæjar

Skákþingi Garðabæjar lauk á dögunum en mótshaldarinn, Taflfélag Garðabæjar, á um...

Mögnuð vörn í beinni
Líf og starf 1. desember 2025

Mögnuð vörn í beinni

Gaman hefur verið að fylgjast með viðtökum íslenskra briddsunnenda gagnvart nýju...

Sefar sorgir annarra en glímir við eigin skugga
Líf og starf 28. nóvember 2025

Sefar sorgir annarra en glímir við eigin skugga

Út er komin skáldsagan Sálnasafnarinn eftir Þór Tulinius.

Blóðþyrst kona vill barnakjöt
Líf og starf 27. nóvember 2025

Blóðþyrst kona vill barnakjöt

Grýlu er fyrst getið á miðöldum en sú Grýla sem við þekkjum stingur upp sínum lú...