Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 10 mánaða.
Rúnar segir Fish & Chips snakkið vera heildarlausn á vandamáli útivistarfólks. Það innihaldi prótein, kolvetni og fitu í einum poka.
Rúnar segir Fish & Chips snakkið vera heildarlausn á vandamáli útivistarfólks. Það innihaldi prótein, kolvetni og fitu í einum poka.
Líf og starf 30. júní 2023

Frumkvöðlar í Sjávarklasanum: Hefðarreglur brotnar

Höfundur: Ástvaldur Lárusson

Nýlega kom á markað Fish & Chips snakk. „Það er eins og nafnið gefur til kynna, fiskur og kartöflur saman í poka,“ segir Rúnar Ómarsson, eigandi Nordical Foods.

Rúnar segir hugmyndina að snakkinu eiga rætur að rekja til fjallahjólaferða, en hann er búinn að vera fjallahjólaleiðsögumaður í tíu ár. Hann segir að um leið og maður sé orðinn leiður á orkustöngum, sem allar bragðist eins, þá komi upp löngun eftir mat.

„Ég var oft að fá mér lítinn kartöfluflögupoka á morgnana til að fá kolvetni, fitu og smá salt. Svo fór mann að langa í einhverja aðra næringu þegar leið á daginn – þá er líkaminn að biðja um prótein. Þar kemur harðfiskurinn sterkur inn. Hérna er heildarlausn á þessu vandamáli,“ segir Rúnar.

Í staðinn fyrir að vera með djúpsteiktan fisk og franskar kartöflur, þá er snakkið frostþurrkaður þorskur og kartöfluflögur. „Saman er þetta hollara snakk en annað snakk, því eins og allir vita er harðfiskurinn ofurfæða.“ Hann bætir við að þurrkaði fiskurinn sé með 84 prósent prótein og fullt af öðrum næringarefnum, eins og B-12, sínk og joð. Harðfiskurinn er dýr einn og sér og því sé gott að drýgja hann með flögunum. Það sama gerir fólk þegar það eldar fisk, en þá eru oftar en ekki kartöflur til hliðar.

Harðfiskur aldrei kryddaður

Þessi vara segir Rúnar að brjóti ýmsar hefðarreglur, því harðfiskur hefur aldrei verið kryddaður – einungis bragðbættur með smjöri. „Kartöfluflögurnar eru kryddaðar og fiskurinn tekur í sig smá af kryddinu, með því einu að hangsa saman í pokanum.“

Eitt erfiðasta úrlausnarefnið segir Rúnar að hafi verið að láta þessi ólíku efni passa saman. Mjög miklu máli skipti að kartöfluflögurnar og fiskflögurnar séu jafn stökkar. „Annars myndir þú lenda í svokölluðu texture violation, eða áferðaráfalli, því þú getur ekki verið með tvenns konar flögur með mislöngum tyggitíma.“

Í grunninn kartöfluflöguframleiðandi

Hráefnið sem hann notar er íslenskur þorskur unninn af harðfiskversluninni Von. Sjálfur er hann með fullbúna aðstöðu til að framleiða kartöfluflögur. Hann reynir eftir fremsta megni að nota íslenskar kartöflur þegar þær bjóðast. Framboðið af þeim sé þó ekki alltaf stöðugt og jafnframt innihalda íslenskar kartöflur meiri sterkju en erlendar, sem gerir flögugerð erfiðari. „Við byrjuðum sem kartöfluflöguframleiðandi og síðan þróaðist þetta yfir í þetta.“

Snakkið mun fást í völdum Krónuverslunum, ferðamannabúðum eins og Taste of Iceland og Sky Lagoon, og í fríhöfninni. Jafnframt vinnur Rúnar að því að markaðssetja snakkið erlendis, þó enn sé langt í land hvað það varðar.

Stjörnuspá 16. maí - 30. maí
Líf og starf 16. maí 2024

Stjörnuspá 16. maí - 30. maí

Vatnsberinn hefur í mörgu að snúast þessa dagana en er þó frekar skýr í kollinum...

Safnað fyrir Einstök börn
Líf og starf 26. apríl 2024

Safnað fyrir Einstök börn

Stóðhestaveisla Eiðfaxa var haldin 13. apríl í HorseDay-höllinni á Ingólfshvoli ...

Umhverfisvænar blómaskreytingar
Líf og starf 25. apríl 2024

Umhverfisvænar blómaskreytingar

Náttúruleg fegurð var í fyrirrúmi á námskeiði um blómaskreytingar í Garðyrkjuskó...

Sumardagurinn fyrsti
Líf og starf 25. apríl 2024

Sumardagurinn fyrsti

Samkvæmt dagatalinu kemur sumarið 25. apríl. Bændablaðið leitaði því til lesenda...

Lóan
Líf og starf 23. apríl 2024

Lóan

Lóan er komin! Um þessar mundir eru heiðlóur að tínast til landsins en apríl er ...

Jöklapeysur úr íslenskum lopa
Líf og starf 23. apríl 2024

Jöklapeysur úr íslenskum lopa

Mjólkurfræðingurinn og frumkvöðullinn Pétur Pétursson setur nú á fót hönnunarsam...

Að höndla sér hross til reiðar
Líf og starf 22. apríl 2024

Að höndla sér hross til reiðar

Orðsins list kemur að þessu sinni úr Íslendingasögunum.

Sigurður í Pylsumeistaranum er Kjötmeistari Íslands
Líf og starf 16. apríl 2024

Sigurður í Pylsumeistaranum er Kjötmeistari Íslands

Sigurður Haraldsson í Pylsumeistaranum var krýndur Kjötmeistari Íslands í fagkep...