Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 5 ára.
Fróðleikur um fiðurfé
Líf og starf 14. desember 2020

Fróðleikur um fiðurfé

Höfundur: Vilmundur Hansen

Nýtt tölublað af Landnámshænunni, blaði eigenda og ræktendafélags landnámshænsna, er komið út og er það 1. tölublað ársins 2020. Að vanda eru í blaðinu áhugaverðar, skemmtilegar og fræðandi greinar sem höfðar til alls áhugafólks um íslensku landnámshænunnar og ræktun hennar.

Í formála segja ritstjórar að blaðið sé frábrugðið síðasta blað að því leyti að lítið sé af fréttum af félagsstarfinu enda hafi það verið í lágmarki á þessu ári. Þrátt fyrir það er blaðið efnismikið og fjölbreytt.


Fjallað er um samkomulag Eigenda og ræktendafélags landnámshænsna og Slow Foodsamtakanna sem felst í því að félagið hefur fengið leyfi til að nota Rauða snigilinn, merki samtakanna, á afurðir sínar.

Í blaðinu er einnig fjallað um fiðurfellingu og drykkjarvatn fyrir hænur og landnámshænur í Hrísey.
Brigitte Brugger, dýralæknir alifuglasjúkdóma hjá Matvælastofnun, ritar grein um frjóegg sem geta borið sjúkdóma og bendir á að gríðarleg áhætta geti fylgt því að smygla eggjum til landsins.

Einnig er í blaðinu að finna grein sem fjallar um félagslíf hænsa og hvort það sé mögulegt að hænum leiðist.

Vetur í stofunni
Líf og starf 26. janúar 2026

Vetur í stofunni

Að ýmsu er að hyggja til að halda pottaplöntum heilbrigðum og fallegum yfir vetr...

Öxin kysst
Líf og starf 26. janúar 2026

Öxin kysst

Þann 12. janúar voru 195 ár liðin frá því að Agnes Magnúsdóttir og Friðrik Sigur...

Enn lengur á Biðstofunni, takk!
Líf og starf 16. janúar 2026

Enn lengur á Biðstofunni, takk!

Nú er að hefjast ein skemmtilegasta sjónvarpsveisla ársins með Evrópumótinu í ha...

Að missa af síðustu lestinni
Líf og starf 30. desember 2025

Að missa af síðustu lestinni

6 pör spiluðu alslemmu í spili dagsins, 14 fóru í hálfslemmu en nokkur létu duga...

Fjölmargir krýndir í yngri flokkum
Líf og starf 30. desember 2025

Fjölmargir krýndir í yngri flokkum

Dagana 29. og 30. nóvember fóru fram tvö Íslandsmót. Annars vegar Íslandsmót ein...

Myndflöturinn logar
Líf og starf 28. desember 2025

Myndflöturinn logar

Bjart er yfir sýningu Eggerts Péturssonar í Hafnarborg. Sýningin heitir Roði en ...

Feðgin skrifa um réttir á Íslandi
Líf og starf 28. desember 2025

Feðgin skrifa um réttir á Íslandi

Feðginin Anna Fjóla og pabbi hennar, Gísli B. Björnsson, eru nú á fullum krafti ...

Húsfreyjan í Ytri-Hlíð lyfti grettistaki
Líf og starf 28. desember 2025

Húsfreyjan í Ytri-Hlíð lyfti grettistaki

Vopnfirðingurinn Oddný Aðalbjörg Methúsalemsdóttir vann á sinni tíð ötullega að ...