Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 3 ára.
Guðbjörg Heiða Guðmundsdóttir, framkvæmdastjóri fiskiðnaðar hjá Marel og Sigurður Pétursson, stofnandi Lax-Inn, skrifuðu undir samstarfssamning.
Guðbjörg Heiða Guðmundsdóttir, framkvæmdastjóri fiskiðnaðar hjá Marel og Sigurður Pétursson, stofnandi Lax-Inn, skrifuðu undir samstarfssamning.
Mynd / Aðsend
Líf og starf 15. júní 2022

Frá hrogni til fisks á disks

Höfundur: Guðrún Hulda Pálsdóttir

Auka á fræðslu og þekkingu og styðja við að gera tækifærin sem byggja á tækniþróun og nýsköpun í vinnslu eldisafurða sýnilegri með samstarfi Marels og Lax-Inn, nýsköpunar- og fræðslumiðstöðvar lagareldis, sem nýlega var staðfest með undirritun samnings.

Með samstarfinu á að kynna heildarferla aðfangakeðjunnar, frá hrogni til fisks á disks, að því er fram kemur í fréttatilkynningu frá Lax-Inn.

„Mikil aukning hefur orðið á síðustu árum í laxfiskaeldi á Íslandi sem síðustu ár hefur verið leidd af hröðum vexti laxeldis í sjó og sú þróun hvergi í heiminum verið hlutfallslega jafn mikil og hér á landi.

Ísland er þegar leiðandi á heimsvísu í eldi á bleikju sem og landeldi á Atlantshafslaxi og landeldisfyrirtækin hér á landi gera ráð fyrir að ná svipuðum vexti og sjóeldið og vera komin í um 100 þúsund tonn á næstu 3-5 árum,“ segir í tilkynningunni en þar segir einnig að í framtíðarsýn FAO og OECD um fiskneyslu til 2030 sé gert ráð fyrir því að vegna mannfjölgunar þurfi að mæta um 20 milljón tonna eftirspurn eftir fiskafurðum með auknu eldi.

Á meðan Marel er leiðandi í tækjaframleiðslu fyrir eldisiðnað er Lax-Inn fyrsta nýsköpunar- og fræðslumiðstöð lagareldis hér á landi, en það var stofnað á síðasta ári.

Haft er eftir Guðbjörgu Heiðu Guðmundsdóttur, framkvæmdastjóra fiskiðnaðar hjá Marel, að frekari fræðsla og þekking starfsfólks fyrirtækisins á eldisstarfsemi sé mikilvæg.

Þýskar heimsbókmenntir
Líf og starf 3. desember 2025

Þýskar heimsbókmenntir

Hætt er við að ýmsar fréttnæmar útgáfur verði undir í jólabókaflóðinu nú sem fyr...

Fjórtán ára að syngja með Karlakórnum Heimi
Líf og starf 3. desember 2025

Fjórtán ára að syngja með Karlakórnum Heimi

Yngsti meðlimur karlakórsins Heimis í Skagafirði er Fjölnir Þeyr Marinósson sem ...

Nýsköpunarhæfni gagnast öllum
Líf og starf 3. desember 2025

Nýsköpunarhæfni gagnast öllum

Hugmyndasmiðir er verkefni sem miðar að því að kenna börnum að verða frumkvöðlar...

Jólakötturinn í Freyvangi
Líf og starf 3. desember 2025

Jólakötturinn í Freyvangi

Það ættu allir að eiga sinn stað í tilverunni, sama hversu skrítnar skrúfur þeir...

Dagur, Björn og Lenka best á Skákþingi Garðabæjar
Líf og starf 3. desember 2025

Dagur, Björn og Lenka best á Skákþingi Garðabæjar

Skákþingi Garðabæjar lauk á dögunum en mótshaldarinn, Taflfélag Garðabæjar, á um...

Mögnuð vörn í beinni
Líf og starf 1. desember 2025

Mögnuð vörn í beinni

Gaman hefur verið að fylgjast með viðtökum íslenskra briddsunnenda gagnvart nýju...

Sefar sorgir annarra en glímir við eigin skugga
Líf og starf 28. nóvember 2025

Sefar sorgir annarra en glímir við eigin skugga

Út er komin skáldsagan Sálnasafnarinn eftir Þór Tulinius.

Blóðþyrst kona vill barnakjöt
Líf og starf 27. nóvember 2025

Blóðþyrst kona vill barnakjöt

Grýlu er fyrst getið á miðöldum en sú Grýla sem við þekkjum stingur upp sínum lú...

https://bestun.airserve.net/banner_bundles/de3e87e0d8dde67f98882b3ac12f8b2f