Guðbjörg Heiða Guðmundsdóttir, framkvæmdastjóri fiskiðnaðar hjá Marel og Sigurður Pétursson, stofnandi Lax-Inn, skrifuðu undir samstarfssamning.
Guðbjörg Heiða Guðmundsdóttir, framkvæmdastjóri fiskiðnaðar hjá Marel og Sigurður Pétursson, stofnandi Lax-Inn, skrifuðu undir samstarfssamning.
Mynd / Aðsend
Líf og starf 15. júní 2022

Frá hrogni til fisks á disks

Höfundur: Guðrún Hulda Pálsdóttir

Auka á fræðslu og þekkingu og styðja við að gera tækifærin sem byggja á tækniþróun og nýsköpun í vinnslu eldisafurða sýnilegri með samstarfi Marels og Lax-Inn, nýsköpunar- og fræðslumiðstöðvar lagareldis, sem nýlega var staðfest með undirritun samnings.

Með samstarfinu á að kynna heildarferla aðfangakeðjunnar, frá hrogni til fisks á disks, að því er fram kemur í fréttatilkynningu frá Lax-Inn.

„Mikil aukning hefur orðið á síðustu árum í laxfiskaeldi á Íslandi sem síðustu ár hefur verið leidd af hröðum vexti laxeldis í sjó og sú þróun hvergi í heiminum verið hlutfallslega jafn mikil og hér á landi.

Ísland er þegar leiðandi á heimsvísu í eldi á bleikju sem og landeldi á Atlantshafslaxi og landeldisfyrirtækin hér á landi gera ráð fyrir að ná svipuðum vexti og sjóeldið og vera komin í um 100 þúsund tonn á næstu 3-5 árum,“ segir í tilkynningunni en þar segir einnig að í framtíðarsýn FAO og OECD um fiskneyslu til 2030 sé gert ráð fyrir því að vegna mannfjölgunar þurfi að mæta um 20 milljón tonna eftirspurn eftir fiskafurðum með auknu eldi.

Á meðan Marel er leiðandi í tækjaframleiðslu fyrir eldisiðnað er Lax-Inn fyrsta nýsköpunar- og fræðslumiðstöð lagareldis hér á landi, en það var stofnað á síðasta ári.

Haft er eftir Guðbjörgu Heiðu Guðmundsdóttur, framkvæmdastjóra fiskiðnaðar hjá Marel, að frekari fræðsla og þekking starfsfólks fyrirtækisins á eldisstarfsemi sé mikilvæg.

Grasnytjar og þjóðtrú
Líf og starf 6. júlí 2022

Grasnytjar og þjóðtrú

Á síðasta ári gaf Guðrún Bjarnadóttir, eigandi Hespuhússins í Ölfusi, ú...

Líflegt hjá Síldarminjasafninu
Líf og starf 6. júlí 2022

Líflegt hjá Síldarminjasafninu

„Það lítur út fyrir að vertíðin í sumar verði góð, bókanir hafa sjaldan eð...

Arfleið óttans
Líf og starf 5. júlí 2022

Arfleið óttans

Unnur Sólrún Bragadóttir hefur sent frá sér sína fyrstu skáldsögu sem ka...

Iðjagræn fegurð og ævintýraleg tré
Líf og starf 5. júlí 2022

Iðjagræn fegurð og ævintýraleg tré

Ljubljana í Slóveninu er falleg borg með mörgum almenningsgörðum og stórum g...

Græn og læsileg rit
Líf og starf 4. júlí 2022

Græn og læsileg rit

Um þessar mundir eru áskrifenduraðfáíhús Garðyrkjuritið og Skógræktarritið.

Stækka hótel og heilsulind
Líf og starf 4. júlí 2022

Stækka hótel og heilsulind

„Það var komin þörf fyrir stækkun, undanfarin ár hefur mikið verið bókað hjá...

Áskoranir skapa tækifæri
Líf og starf 2. júlí 2022

Áskoranir skapa tækifæri

„Það eru blikur á lofti, því er ekki að neita. Allir stórir liðir í rekstrar...

Vintage Valentino, Gucci, Ganni ...
Líf og starf 1. júlí 2022

Vintage Valentino, Gucci, Ganni ...

Heyrst hefur bak við tjöld tískuunnenda að lúxusveldið Valentino hafi haft þa...