Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 3 ára.
Guðbjörg Heiða Guðmundsdóttir, framkvæmdastjóri fiskiðnaðar hjá Marel og Sigurður Pétursson, stofnandi Lax-Inn, skrifuðu undir samstarfssamning.
Guðbjörg Heiða Guðmundsdóttir, framkvæmdastjóri fiskiðnaðar hjá Marel og Sigurður Pétursson, stofnandi Lax-Inn, skrifuðu undir samstarfssamning.
Mynd / Aðsend
Líf og starf 15. júní 2022

Frá hrogni til fisks á disks

Höfundur: Guðrún Hulda Pálsdóttir

Auka á fræðslu og þekkingu og styðja við að gera tækifærin sem byggja á tækniþróun og nýsköpun í vinnslu eldisafurða sýnilegri með samstarfi Marels og Lax-Inn, nýsköpunar- og fræðslumiðstöðvar lagareldis, sem nýlega var staðfest með undirritun samnings.

Með samstarfinu á að kynna heildarferla aðfangakeðjunnar, frá hrogni til fisks á disks, að því er fram kemur í fréttatilkynningu frá Lax-Inn.

„Mikil aukning hefur orðið á síðustu árum í laxfiskaeldi á Íslandi sem síðustu ár hefur verið leidd af hröðum vexti laxeldis í sjó og sú þróun hvergi í heiminum verið hlutfallslega jafn mikil og hér á landi.

Ísland er þegar leiðandi á heimsvísu í eldi á bleikju sem og landeldi á Atlantshafslaxi og landeldisfyrirtækin hér á landi gera ráð fyrir að ná svipuðum vexti og sjóeldið og vera komin í um 100 þúsund tonn á næstu 3-5 árum,“ segir í tilkynningunni en þar segir einnig að í framtíðarsýn FAO og OECD um fiskneyslu til 2030 sé gert ráð fyrir því að vegna mannfjölgunar þurfi að mæta um 20 milljón tonna eftirspurn eftir fiskafurðum með auknu eldi.

Á meðan Marel er leiðandi í tækjaframleiðslu fyrir eldisiðnað er Lax-Inn fyrsta nýsköpunar- og fræðslumiðstöð lagareldis hér á landi, en það var stofnað á síðasta ári.

Haft er eftir Guðbjörgu Heiðu Guðmundsdóttur, framkvæmdastjóra fiskiðnaðar hjá Marel, að frekari fræðsla og þekking starfsfólks fyrirtækisins á eldisstarfsemi sé mikilvæg.

Vetur í stofunni
Líf og starf 26. janúar 2026

Vetur í stofunni

Að ýmsu er að hyggja til að halda pottaplöntum heilbrigðum og fallegum yfir vetr...

Öxin kysst
Líf og starf 26. janúar 2026

Öxin kysst

Þann 12. janúar voru 195 ár liðin frá því að Agnes Magnúsdóttir og Friðrik Sigur...

Enn lengur á Biðstofunni, takk!
Líf og starf 16. janúar 2026

Enn lengur á Biðstofunni, takk!

Nú er að hefjast ein skemmtilegasta sjónvarpsveisla ársins með Evrópumótinu í ha...

Að missa af síðustu lestinni
Líf og starf 30. desember 2025

Að missa af síðustu lestinni

6 pör spiluðu alslemmu í spili dagsins, 14 fóru í hálfslemmu en nokkur létu duga...

Fjölmargir krýndir í yngri flokkum
Líf og starf 30. desember 2025

Fjölmargir krýndir í yngri flokkum

Dagana 29. og 30. nóvember fóru fram tvö Íslandsmót. Annars vegar Íslandsmót ein...

Myndflöturinn logar
Líf og starf 28. desember 2025

Myndflöturinn logar

Bjart er yfir sýningu Eggerts Péturssonar í Hafnarborg. Sýningin heitir Roði en ...

Feðgin skrifa um réttir á Íslandi
Líf og starf 28. desember 2025

Feðgin skrifa um réttir á Íslandi

Feðginin Anna Fjóla og pabbi hennar, Gísli B. Björnsson, eru nú á fullum krafti ...

Húsfreyjan í Ytri-Hlíð lyfti grettistaki
Líf og starf 28. desember 2025

Húsfreyjan í Ytri-Hlíð lyfti grettistaki

Vopnfirðingurinn Oddný Aðalbjörg Methúsalemsdóttir vann á sinni tíð ötullega að ...