Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 1 árs.
Flórgoði
Mynd / Óskar Andri Víðisson
Líf og starf 28. maí 2024

Flórgoði

Höfundur: Óskar Andri Víðisson

Flórgoði er lítill sundfugl og er eina tegund goða sem verpur á Íslandi. Hann er að mestu farfugl en eitthvað af fuglum dvelja á sjó við landið á veturna. Þeir verpa við vötn eða tjarnir þar sem fisk er að finna. Flórgoðar eru miklir sundfuglar og eru fæturnir frekar aftarlega á búknum. Þetta gerir þá frekar þunga til gangs en aftur á móti alveg afbragðs kafara. Varpsvæðin þeirra eru við vötn og tjarnir þar sem fisk er að finna. Ólíkt öðrum fuglum gera flórgoðar sér fljótandi hreiður eða hreiður í lítilli laut alveg við vatnsbakkann. Hreiðrið er gert úr stráum eða visnuðum gróðri sem þeir safna saman og búa til lítinn pall. Þeir helga sér óðal, verja það af krafti fyrir öðrum flórgoðum og stundum jafnvel fuglum sem eru mun stærri en þeir sjálfir. Stofninn er ekki stór, eða um 700–1000 varppör, en sem betur fer þá hefur stofninn farið vaxandi og varpstöðvum fjölgað.

Skylt efni: fuglinn

Að missa af síðustu lestinni
Líf og starf 30. desember 2025

Að missa af síðustu lestinni

6 pör spiluðu alslemmu í spili dagsins, 14 fóru í hálfslemmu en nokkur létu duga...

Fjölmargir krýndir í yngri flokkum
Líf og starf 30. desember 2025

Fjölmargir krýndir í yngri flokkum

Dagana 29. og 30. nóvember fóru fram tvö Íslandsmót. Annars vegar Íslandsmót ein...

Myndflöturinn logar
Líf og starf 28. desember 2025

Myndflöturinn logar

Bjart er yfir sýningu Eggerts Péturssonar í Hafnarborg. Sýningin heitir Roði en ...

Feðgin skrifa um réttir á Íslandi
Líf og starf 28. desember 2025

Feðgin skrifa um réttir á Íslandi

Feðginin Anna Fjóla og pabbi hennar, Gísli B. Björnsson, eru nú á fullum krafti ...

Húsfreyjan í Ytri-Hlíð lyfti grettistaki
Líf og starf 28. desember 2025

Húsfreyjan í Ytri-Hlíð lyfti grettistaki

Vopnfirðingurinn Oddný Aðalbjörg Methúsalemsdóttir vann á sinni tíð ötullega að ...

Ár öryggis og frelsis
Líf og starf 28. desember 2025

Ár öryggis og frelsis

Völva bændablaðsins hefur nú kastað beinunum enn á ný og lesið í stjörnurnar fyr...

Jól á fjöllum
Líf og starf 28. desember 2025

Jól á fjöllum

Íslendingar eiga sannkallaða jólasögu sem er Aðventa eftir Gunnar Gunnarsson. Hú...

Hera og Gullbrá
Líf og starf 23. desember 2025

Hera og Gullbrá

Barnabókin hugljúfa, Hera og Gullbrá er eftir rithöfundinn Marínu Magnúsdóttur, ...