Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 5 ára.
Fljúgandi forystulömb í Borgarbyggð
Líf og starf 18. maí 2020

Fljúgandi forystulömb í Borgarbyggð

Höfundur: Magnús Hlynur Hreiðarsson
Sigríður Ævarsdóttir á bænum Gufuá í Borgarbyggð náði nýlega þessum flottu myndum af „fljúgandi“ forystulömbum á bænum enda mikill leikur í lömbum á þessum árstíma. 
 
Sigríður, ásamt Benedikt Líndal og yngsta barni þeirra, Sigurjón Líndal Benediktsson, fluttu í sveitina fyrir einu og hálfu ári en  jörðin hafði þá verið í eyði frá því 1964. 
 
„Við erum að byggja upp á bænum og búum með íslensku húsdýrin, ferðaþjónustu, skógrækt og fleira. Við erum með nokkrar forystukindur + hrúta, geithafra og hross og þjónustu í kringum hestamennsku, svo sem reiðkennslu, kennsluefnisgerð og reiðtygjasölu. Í sumar er svo að hefjast hjá okkur ný tegund ferðamennsku sem eru stuttar heimsóknir fólks á bæinn okkar til að skoða, upplifa og heyra sögu forystukindanna, taka göngutúr með tamda geithafra eða fara í náttúrugöngu um landareignina undir leiðsögn.  Tilvalið fyrir fólk sem er á ferðinni og langar að fá smá fjárhúsalykt í nefið og prófa öðruvísi afþreyingu. Geiturnar og forystuféð er notað í þessum tilgangi. Við bjóðum sem sagt upp á að fólk komi í heimsókn í fjárhúsið okkar og kynnist forystukindum í návígi, hafi gaman, fái fræðslu og megi snerta og upplifa,“ segir Sigríður. 
 
Fjölskyldan á Gufuá í Borgarbyggð býður fólki að koma í heimsókn í fjárhúsið sitt þar sem hægt er að skoða  íslenskt forystufé, hrúta, ær og lömb. Nánari upplýsingar má sjá á vef Gufuá.

Skylt efni: forystufé | sauðfburður | Gufuá

Listaverk úr íslensku byggi
Líf og starf 29. janúar 2026

Listaverk úr íslensku byggi

Listamaðurinn og hönnuðurinn Hanna Dís Whitehead undirbýr sýningu í HAKK gallery...

Vetur í stofunni
Líf og starf 26. janúar 2026

Vetur í stofunni

Að ýmsu er að hyggja til að halda pottaplöntum heilbrigðum og fallegum yfir vetr...

Öxin kysst
Líf og starf 26. janúar 2026

Öxin kysst

Þann 12. janúar voru 195 ár liðin frá því að Agnes Magnúsdóttir og Friðrik Sigur...

Enn lengur á Biðstofunni, takk!
Líf og starf 16. janúar 2026

Enn lengur á Biðstofunni, takk!

Nú er að hefjast ein skemmtilegasta sjónvarpsveisla ársins með Evrópumótinu í ha...

Að missa af síðustu lestinni
Líf og starf 30. desember 2025

Að missa af síðustu lestinni

6 pör spiluðu alslemmu í spili dagsins, 14 fóru í hálfslemmu en nokkur létu duga...

Fjölmargir krýndir í yngri flokkum
Líf og starf 30. desember 2025

Fjölmargir krýndir í yngri flokkum

Dagana 29. og 30. nóvember fóru fram tvö Íslandsmót. Annars vegar Íslandsmót ein...

Myndflöturinn logar
Líf og starf 28. desember 2025

Myndflöturinn logar

Bjart er yfir sýningu Eggerts Péturssonar í Hafnarborg. Sýningin heitir Roði en ...

Feðgin skrifa um réttir á Íslandi
Líf og starf 28. desember 2025

Feðgin skrifa um réttir á Íslandi

Feðginin Anna Fjóla og pabbi hennar, Gísli B. Björnsson, eru nú á fullum krafti ...