Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 2 ára.
Fljúgandi forystulömb í Borgarbyggð
Líf og starf 18. maí 2020

Fljúgandi forystulömb í Borgarbyggð

Höfundur: Magnús Hlynur Hreiðarsson
Sigríður Ævarsdóttir á bænum Gufuá í Borgarbyggð náði nýlega þessum flottu myndum af „fljúgandi“ forystulömbum á bænum enda mikill leikur í lömbum á þessum árstíma. 
 
Sigríður, ásamt Benedikt Líndal og yngsta barni þeirra, Sigurjón Líndal Benediktsson, fluttu í sveitina fyrir einu og hálfu ári en  jörðin hafði þá verið í eyði frá því 1964. 
 
„Við erum að byggja upp á bænum og búum með íslensku húsdýrin, ferðaþjónustu, skógrækt og fleira. Við erum með nokkrar forystukindur + hrúta, geithafra og hross og þjónustu í kringum hestamennsku, svo sem reiðkennslu, kennsluefnisgerð og reiðtygjasölu. Í sumar er svo að hefjast hjá okkur ný tegund ferðamennsku sem eru stuttar heimsóknir fólks á bæinn okkar til að skoða, upplifa og heyra sögu forystukindanna, taka göngutúr með tamda geithafra eða fara í náttúrugöngu um landareignina undir leiðsögn.  Tilvalið fyrir fólk sem er á ferðinni og langar að fá smá fjárhúsalykt í nefið og prófa öðruvísi afþreyingu. Geiturnar og forystuféð er notað í þessum tilgangi. Við bjóðum sem sagt upp á að fólk komi í heimsókn í fjárhúsið okkar og kynnist forystukindum í návígi, hafi gaman, fái fræðslu og megi snerta og upplifa,“ segir Sigríður. 
 
Fjölskyldan á Gufuá í Borgarbyggð býður fólki að koma í heimsókn í fjárhúsið sitt þar sem hægt er að skoða  íslenskt forystufé, hrúta, ær og lömb. Nánari upplýsingar má sjá á vef Gufuá.

Skylt efni: forystufé | sauðfburður | Gufuá

Séð og heyrt um við
Líf og starf 4. október 2022

Séð og heyrt um við

Þátttakendur í námskeiði á mati viðargæða (TroProX) frá Íslandi, Danmörku...

Úkraínsk torfærutæki með viðkomu á Íslandi
Líf og starf 4. október 2022

Úkraínsk torfærutæki með viðkomu á Íslandi

Tveir Sherp N 1200 torfærubílar sem framleiddir eru í Kiev komu við í Reykjav...

Byggðasafn Vestfjarða
Líf og starf 3. október 2022

Byggðasafn Vestfjarða

Byggðasafn Vestfjarða er staðsett í Neðstakaupstað á Ísafirði. Þar var verslu...

Tunguliprir svikarar
Líf og starf 3. október 2022

Tunguliprir svikarar

Fyrir um 100 árum síðan fluttust þrír menn að Gaulverjabæ í Flóa sem kunnug...

Huldufreyjur Dalrúnar
Líf og starf 30. september 2022

Huldufreyjur Dalrúnar

Sagnfræðingurinn Dalrún Kaldakvísl Eygerðardóttir útskrifaðist með doktorspr...

Íslensk matarveisla úr lífrænum hráefnum
Líf og starf 29. september 2022

Íslensk matarveisla úr lífrænum hráefnum

Fyrsti lífræni dagurinn var haldinn sunnudaginn 18. september á Neðra-Hálsi i...

Allur húsakostur hitaður upp með afurð úr eigin skógi
Líf og starf 28. september 2022

Allur húsakostur hitaður upp með afurð úr eigin skógi

Þessa dagana eru merk tímamót í orkuskiptum hjá bændum að eiga sér stað í ...

Saumaskapur unninn með nál hafinn til vegs og virðingar
Líf og starf 28. september 2022

Saumaskapur unninn með nál hafinn til vegs og virðingar

Margt verður til í kvenna höndum er nafn á sýningu í félagsheimilinu Goðal...