Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 3 ára.
Fljúgandi forystulömb í Borgarbyggð
Líf og starf 18. maí 2020

Fljúgandi forystulömb í Borgarbyggð

Höfundur: Magnús Hlynur Hreiðarsson
Sigríður Ævarsdóttir á bænum Gufuá í Borgarbyggð náði nýlega þessum flottu myndum af „fljúgandi“ forystulömbum á bænum enda mikill leikur í lömbum á þessum árstíma. 
 
Sigríður, ásamt Benedikt Líndal og yngsta barni þeirra, Sigurjón Líndal Benediktsson, fluttu í sveitina fyrir einu og hálfu ári en  jörðin hafði þá verið í eyði frá því 1964. 
 
„Við erum að byggja upp á bænum og búum með íslensku húsdýrin, ferðaþjónustu, skógrækt og fleira. Við erum með nokkrar forystukindur + hrúta, geithafra og hross og þjónustu í kringum hestamennsku, svo sem reiðkennslu, kennsluefnisgerð og reiðtygjasölu. Í sumar er svo að hefjast hjá okkur ný tegund ferðamennsku sem eru stuttar heimsóknir fólks á bæinn okkar til að skoða, upplifa og heyra sögu forystukindanna, taka göngutúr með tamda geithafra eða fara í náttúrugöngu um landareignina undir leiðsögn.  Tilvalið fyrir fólk sem er á ferðinni og langar að fá smá fjárhúsalykt í nefið og prófa öðruvísi afþreyingu. Geiturnar og forystuféð er notað í þessum tilgangi. Við bjóðum sem sagt upp á að fólk komi í heimsókn í fjárhúsið okkar og kynnist forystukindum í návígi, hafi gaman, fái fræðslu og megi snerta og upplifa,“ segir Sigríður. 
 
Fjölskyldan á Gufuá í Borgarbyggð býður fólki að koma í heimsókn í fjárhúsið sitt þar sem hægt er að skoða  íslenskt forystufé, hrúta, ær og lömb. Nánari upplýsingar má sjá á vef Gufuá.

Skylt efni: forystufé | sauðfburður | Gufuá

Mannlíf á Búnaðarþingi
Líf og starf 25. mars 2024

Mannlíf á Búnaðarþingi

Æðsta samkoma Bændasamtaka Íslands er Búnaðarþing. Í ár stóð það yfir frá fimmtu...

Stjörnuspá 21. mars - 11.  apríl
Líf og starf 21. mars 2024

Stjörnuspá 21. mars - 11. apríl

Vatnsberinn hefur lengi verið að velta því fyrir sér að flytja sig um set og jaf...

Félagsskapur eldri borgara
Líf og starf 19. mars 2024

Félagsskapur eldri borgara

Stofnfundur Félags eldri borgara í Hvalfjarðarsveit var haldinn sunnudaginn 11. ...

Áframhaldandi búseta talin möguleg
Líf og starf 13. mars 2024

Áframhaldandi búseta talin möguleg

Við Langanesströnd sem liggur að botni Bakkaflóa stendur Bakkafjörður ásamt bæði...

Kirkjugarðsklúbburinn
Líf og starf 12. mars 2024

Kirkjugarðsklúbburinn

Halaleikhópurinn víðfrægi tók að sér verkið Kirkjugarðsklúbbinn eftir Ivan Mench...

Bændamótmæli á Íslandi?
Líf og starf 11. mars 2024

Bændamótmæli á Íslandi?

Mótmæli bænda í Evrópu hafa verið í fréttum undanfarin misseri þar sem þeir vald...

Stjörnuspá 7. mars - 21. mars
Líf og starf 8. mars 2024

Stjörnuspá 7. mars - 21. mars

Vatnsberinn hefur alla burði til þess að koma í framkvæmd þeim hugmyndum sem eru...

Lundi
Líf og starf 6. mars 2024

Lundi

Lundi er algengasti fuglinn okkar og jafnframt einn af okkar einkennisfuglum. Ha...