Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 2 ára.
Flækingsfuglar
Mynd / Óskar Andri Víðisson
Líf og starf 18. október 2023

Flækingsfuglar

Höfundur: Óskar Andri Víðisson

Nú á haustmánuðum er tími flækingsfugla. Þótt allar árstíðir séu spennandi hjá fuglaáhugafólki þá má segja að haustið sé gósentíð fyrir þann hóp fuglaskoðara sem hefur sérstakan áhuga á að leita uppi flækingsfugla. Þegar fuglar byrja að ferðast á milli varp- og vetrarstöðva á haustin berast hingað nokkuð af fuglum sem ekki dvelja hér reglulega eða teljast ekki íslenskir varpfuglar. Þessir fuglar eru kallaðir í daglegu tali flækingsfuglar. Þetta geta verið fuglar sem hafa villst af sinni farleið, slegist í för með öðrum hópum af fuglum sem hafa hér viðkomu, eða það sem algengast er, að þeir berist hingað með haustlægðunum. Ísland hefur einstaka staðsetningu hvað þetta varðar og hingað berast flækingar frá Evrópu, N-Ameríku og Síberíu. Hér á Íslandi starfar síðan sérstök nefnd eða flækingsfuglanefnd sem samanstendur af fuglaáhugamönnum sem hafa það sameiginlega markmið að skrá og halda utan um komu flækingsfugla. Flækingsfuglanefnd hefur starfað frá 1979 og má finna nánari upplýsingar á heimasíðu nefndarinnar https://ffn.is/. Flest Evrópulönd hafa flækingsfuglanefndir og er sú íslenska önnur elsta nefndin í Evrópu. Fuglinn á myndinni er flóastelkur og er ágætt dæmi um fugl sem flækist hingað endrum og sinnum. Flóastelkur sást í fyrsta sinn á Íslandi 1959. Síðan þá hafa sést hérna hátt í 30 fuglar og eru til örfá skráð tilvik um að flóastelkur hafi orpið á Norðurlandi.

Vetur í stofunni
Líf og starf 26. janúar 2026

Vetur í stofunni

Að ýmsu er að hyggja til að halda pottaplöntum heilbrigðum og fallegum yfir vetr...

Öxin kysst
Líf og starf 26. janúar 2026

Öxin kysst

Þann 12. janúar voru 195 ár liðin frá því að Agnes Magnúsdóttir og Friðrik Sigur...

Enn lengur á Biðstofunni, takk!
Líf og starf 16. janúar 2026

Enn lengur á Biðstofunni, takk!

Nú er að hefjast ein skemmtilegasta sjónvarpsveisla ársins með Evrópumótinu í ha...

Að missa af síðustu lestinni
Líf og starf 30. desember 2025

Að missa af síðustu lestinni

6 pör spiluðu alslemmu í spili dagsins, 14 fóru í hálfslemmu en nokkur létu duga...

Fjölmargir krýndir í yngri flokkum
Líf og starf 30. desember 2025

Fjölmargir krýndir í yngri flokkum

Dagana 29. og 30. nóvember fóru fram tvö Íslandsmót. Annars vegar Íslandsmót ein...

Myndflöturinn logar
Líf og starf 28. desember 2025

Myndflöturinn logar

Bjart er yfir sýningu Eggerts Péturssonar í Hafnarborg. Sýningin heitir Roði en ...

Feðgin skrifa um réttir á Íslandi
Líf og starf 28. desember 2025

Feðgin skrifa um réttir á Íslandi

Feðginin Anna Fjóla og pabbi hennar, Gísli B. Björnsson, eru nú á fullum krafti ...

Húsfreyjan í Ytri-Hlíð lyfti grettistaki
Líf og starf 28. desember 2025

Húsfreyjan í Ytri-Hlíð lyfti grettistaki

Vopnfirðingurinn Oddný Aðalbjörg Methúsalemsdóttir vann á sinni tíð ötullega að ...