Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 2 ára.
Flækingsfuglar
Mynd / Óskar Andri Víðisson
Líf og starf 18. október 2023

Flækingsfuglar

Höfundur: Óskar Andri Víðisson

Nú á haustmánuðum er tími flækingsfugla. Þótt allar árstíðir séu spennandi hjá fuglaáhugafólki þá má segja að haustið sé gósentíð fyrir þann hóp fuglaskoðara sem hefur sérstakan áhuga á að leita uppi flækingsfugla. Þegar fuglar byrja að ferðast á milli varp- og vetrarstöðva á haustin berast hingað nokkuð af fuglum sem ekki dvelja hér reglulega eða teljast ekki íslenskir varpfuglar. Þessir fuglar eru kallaðir í daglegu tali flækingsfuglar. Þetta geta verið fuglar sem hafa villst af sinni farleið, slegist í för með öðrum hópum af fuglum sem hafa hér viðkomu, eða það sem algengast er, að þeir berist hingað með haustlægðunum. Ísland hefur einstaka staðsetningu hvað þetta varðar og hingað berast flækingar frá Evrópu, N-Ameríku og Síberíu. Hér á Íslandi starfar síðan sérstök nefnd eða flækingsfuglanefnd sem samanstendur af fuglaáhugamönnum sem hafa það sameiginlega markmið að skrá og halda utan um komu flækingsfugla. Flækingsfuglanefnd hefur starfað frá 1979 og má finna nánari upplýsingar á heimasíðu nefndarinnar https://ffn.is/. Flest Evrópulönd hafa flækingsfuglanefndir og er sú íslenska önnur elsta nefndin í Evrópu. Fuglinn á myndinni er flóastelkur og er ágætt dæmi um fugl sem flækist hingað endrum og sinnum. Flóastelkur sást í fyrsta sinn á Íslandi 1959. Síðan þá hafa sést hérna hátt í 30 fuglar og eru til örfá skráð tilvik um að flóastelkur hafi orpið á Norðurlandi.

Þýskar heimsbókmenntir
Líf og starf 3. desember 2025

Þýskar heimsbókmenntir

Hætt er við að ýmsar fréttnæmar útgáfur verði undir í jólabókaflóðinu nú sem fyr...

Fjórtán ára að syngja með Karlakórnum Heimi
Líf og starf 3. desember 2025

Fjórtán ára að syngja með Karlakórnum Heimi

Yngsti meðlimur karlakórsins Heimis í Skagafirði er Fjölnir Þeyr Marinósson sem ...

Nýsköpunarhæfni gagnast öllum
Líf og starf 3. desember 2025

Nýsköpunarhæfni gagnast öllum

Hugmyndasmiðir er verkefni sem miðar að því að kenna börnum að verða frumkvöðlar...

Jólakötturinn í Freyvangi
Líf og starf 3. desember 2025

Jólakötturinn í Freyvangi

Það ættu allir að eiga sinn stað í tilverunni, sama hversu skrítnar skrúfur þeir...

Dagur, Björn og Lenka best á Skákþingi Garðabæjar
Líf og starf 3. desember 2025

Dagur, Björn og Lenka best á Skákþingi Garðabæjar

Skákþingi Garðabæjar lauk á dögunum en mótshaldarinn, Taflfélag Garðabæjar, á um...

Mögnuð vörn í beinni
Líf og starf 1. desember 2025

Mögnuð vörn í beinni

Gaman hefur verið að fylgjast með viðtökum íslenskra briddsunnenda gagnvart nýju...

Sefar sorgir annarra en glímir við eigin skugga
Líf og starf 28. nóvember 2025

Sefar sorgir annarra en glímir við eigin skugga

Út er komin skáldsagan Sálnasafnarinn eftir Þór Tulinius.

Blóðþyrst kona vill barnakjöt
Líf og starf 27. nóvember 2025

Blóðþyrst kona vill barnakjöt

Grýlu er fyrst getið á miðöldum en sú Grýla sem við þekkjum stingur upp sínum lú...