Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 8 mánaða.
Rúnar Ísleifsson t.v. og Pétur Úlfar Ernisson t.h., sem er bara 9 ára gamall og þegar orðinn mjög sterkur skákmaður miðað við aldur, mættust á mótinu. Á myndinni sést ágætlega hve fjölbreyttur hópur skákmanna er og aldur og stærð skipta engu máli. Rúnar vann skákina eftir mikla baráttu.
Rúnar Ísleifsson t.v. og Pétur Úlfar Ernisson t.h., sem er bara 9 ára gamall og þegar orðinn mjög sterkur skákmaður miðað við aldur, mættust á mótinu. Á myndinni sést ágætlega hve fjölbreyttur hópur skákmanna er og aldur og stærð skipta engu máli. Rúnar vann skákina eftir mikla baráttu.
Mynd / Hallfríður Sigurðardóttir
Líf og starf 17. mars 2025

Fjölnir Íslandsmeistari skákfélaga 2025

Höfundur: Hermann Aðalsteinsson, lyngbrekku@simnet.is

Íslandsmóti skákfélaga lauk um liðna helgi í Reykjavík. Skákdeild Fjölnis varð Íslandsmeistari með fáheyrðum yfirburðum, en þeir unna alla sína andstæðinga og enduðu mótið með fullt hús stiga.

Þetta var annað árið í röð sem Fjölnir vann titilinn en félagið hafði aldrei unnið titilinn áður þar til í fyrra.

Íslandsmót skákfélaga er deildarskipt keppni og tefla sterkustu skákfélög landsins í úrvalsdeild. Síðan er teflt í 1., 2., 3. og 4. deild. Næststerkustu liðin eru í 1. deild og síðan koll af koll niður í 4. deild. Liðin geta unnið sig upp í næstu deild fyrir ofan eða fallið niður í næstu deild fyrir neðan ef illa gengur, eða svipað og í t.d. fótbolta.

Það eru þó krýndir meistarar í öllum deildum og Víkingaklúbburinn, Taflfélag Reykjavíkur-c sveit, Dímon og Skákfélag Íslands urðu hlutskörpust í 1. til 4. deild. Fjölmennustu skákfélög landsins eiga nokkur lið í keppninni og sum þeirra eiga eitt eða jafnvel fleiri lið í öllum deildunum.

Langflest félögin/liðin koma af höfuðborgarsvæðinu en skákfélög utan af landi eru að sjálfsögðu líka með. Skákfélag Akureyrar mætti með 4 lið, Taflfélag Vestmannaeyja og Goðinn í Þingeyjarsýslu mættu til leiks með 3 lið hvort félag. Skákfélag Selfoss og nágrennis kom með tvö lið, og Taflfélag Snæfellsbæjar, Skákfélag Sauðárkróks, Grindavík og Skáksamband Austurlands komu með eitt lið hvert félag. Taflfélag Snæfellsbæjar var t.d. hársbreidd frá því að vinna sig upp úr 4. deildinni en endað í 3. sæti.

Skákmenn sem taka þátt í Íslandsmóti skákfélaga eru af öllum stærðum og gerðum og á öllum aldri eins og meðfylgjandi mynd ber með sér.

Ef lesendur Bændablaðsins luma á áhugaverðum skákum geta þeir haft samband.

Skylt efni: Skák

Okkar besti maður
Líf og starf 11. desember 2025

Okkar besti maður

Á næsta ári verða 300 ár liðin frá fæðingu Eggerts Ólafssonar. Þegar við svipleg...

Jólablóm frá íslenskum garðyrkjubændum
Líf og starf 8. desember 2025

Jólablóm frá íslenskum garðyrkjubændum

Íslensk blóm gleðja augað. Bæði afskorin blóm og pottaplöntur geta á einn eða an...

Stjörnuspá vikunnar
Líf og starf 8. desember 2025

Stjörnuspá vikunnar

Vatnsberinn mun fljótlega upplifa einhvers konar deyfð og myndi helst kjósa að u...

Jólin eru að koma
Líf og starf 5. desember 2025

Jólin eru að koma

Nú fer að líða að hátíð ljóssins og jólasveinanna og því ekki seinna vænna að sk...

Þýskar heimsbókmenntir
Líf og starf 3. desember 2025

Þýskar heimsbókmenntir

Hætt er við að ýmsar fréttnæmar útgáfur verði undir í jólabókaflóðinu nú sem fyr...

Fjórtán ára að syngja með Karlakórnum Heimi
Líf og starf 3. desember 2025

Fjórtán ára að syngja með Karlakórnum Heimi

Yngsti meðlimur karlakórsins Heimis í Skagafirði er Fjölnir Þeyr Marinósson sem ...

Nýsköpunarhæfni gagnast öllum
Líf og starf 3. desember 2025

Nýsköpunarhæfni gagnast öllum

Hugmyndasmiðir er verkefni sem miðar að því að kenna börnum að verða frumkvöðlar...

Jólakötturinn í Freyvangi
Líf og starf 3. desember 2025

Jólakötturinn í Freyvangi

Það ættu allir að eiga sinn stað í tilverunni, sama hversu skrítnar skrúfur þeir...