Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 3 ára.
Fjárhúsþak í regnbogalitum
Mynd / MHH
Líf og starf 19. október 2022

Fjárhúsþak í regnbogalitum

Höfundur: Magnús Hlynur Hreiðarsson

Ökumenn sem keyra um Strandir og fara fram hjá bænum Broddanesi við Kollafjörð, stoppa gjarnan og mynda þakið á fjárhúsinu.

Ástæðan er sú að fjárhúsþakið hefur verið málað í regnbogalitum og vekur þannig verðskuldaða athygli. „Þetta vakti strax mikla athygli en mismikla hrifningu. Ég held að nágrönnunum hafi fundist þetta skrítið uppátæki en vona að allir séu sáttir við þetta í dag. Ferðamenn eru hins vegar mjög hrifnir og stoppa og taka myndir,“ segir Ingunn Einarsdóttir, sem ólst upp á bænum og þekkir vel til þaksins.

„Þegar nýtt þak var sett á fjárhúsin sumarið 2020 vildi bróðir minn, Eysteinn Einarsson, endilega mála það. Hugmyndin að litnum kom frá dóttur hans, Ástríði Emblu, sem þá var tíu ára. Eysteinn, börn og tengdabarn máluðu það svo sumarið 2021,“ bætir Ingunn við, alsæl með þakið eins og öll fjölskyldan.

Þýskar heimsbókmenntir
Líf og starf 3. desember 2025

Þýskar heimsbókmenntir

Hætt er við að ýmsar fréttnæmar útgáfur verði undir í jólabókaflóðinu nú sem fyr...

Fjórtán ára að syngja með Karlakórnum Heimi
Líf og starf 3. desember 2025

Fjórtán ára að syngja með Karlakórnum Heimi

Yngsti meðlimur karlakórsins Heimis í Skagafirði er Fjölnir Þeyr Marinósson sem ...

Nýsköpunarhæfni gagnast öllum
Líf og starf 3. desember 2025

Nýsköpunarhæfni gagnast öllum

Hugmyndasmiðir er verkefni sem miðar að því að kenna börnum að verða frumkvöðlar...

Jólakötturinn í Freyvangi
Líf og starf 3. desember 2025

Jólakötturinn í Freyvangi

Það ættu allir að eiga sinn stað í tilverunni, sama hversu skrítnar skrúfur þeir...

Dagur, Björn og Lenka best á Skákþingi Garðabæjar
Líf og starf 3. desember 2025

Dagur, Björn og Lenka best á Skákþingi Garðabæjar

Skákþingi Garðabæjar lauk á dögunum en mótshaldarinn, Taflfélag Garðabæjar, á um...

Mögnuð vörn í beinni
Líf og starf 1. desember 2025

Mögnuð vörn í beinni

Gaman hefur verið að fylgjast með viðtökum íslenskra briddsunnenda gagnvart nýju...

Sefar sorgir annarra en glímir við eigin skugga
Líf og starf 28. nóvember 2025

Sefar sorgir annarra en glímir við eigin skugga

Út er komin skáldsagan Sálnasafnarinn eftir Þór Tulinius.

Blóðþyrst kona vill barnakjöt
Líf og starf 27. nóvember 2025

Blóðþyrst kona vill barnakjöt

Grýlu er fyrst getið á miðöldum en sú Grýla sem við þekkjum stingur upp sínum lú...