Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 3 ára.
Fjárhúsþak í regnbogalitum
Mynd / MHH
Líf og starf 19. október 2022

Fjárhúsþak í regnbogalitum

Höfundur: Magnús Hlynur Hreiðarsson

Ökumenn sem keyra um Strandir og fara fram hjá bænum Broddanesi við Kollafjörð, stoppa gjarnan og mynda þakið á fjárhúsinu.

Ástæðan er sú að fjárhúsþakið hefur verið málað í regnbogalitum og vekur þannig verðskuldaða athygli. „Þetta vakti strax mikla athygli en mismikla hrifningu. Ég held að nágrönnunum hafi fundist þetta skrítið uppátæki en vona að allir séu sáttir við þetta í dag. Ferðamenn eru hins vegar mjög hrifnir og stoppa og taka myndir,“ segir Ingunn Einarsdóttir, sem ólst upp á bænum og þekkir vel til þaksins.

„Þegar nýtt þak var sett á fjárhúsin sumarið 2020 vildi bróðir minn, Eysteinn Einarsson, endilega mála það. Hugmyndin að litnum kom frá dóttur hans, Ástríði Emblu, sem þá var tíu ára. Eysteinn, börn og tengdabarn máluðu það svo sumarið 2021,“ bætir Ingunn við, alsæl með þakið eins og öll fjölskyldan.

Vetur í stofunni
Líf og starf 26. janúar 2026

Vetur í stofunni

Að ýmsu er að hyggja til að halda pottaplöntum heilbrigðum og fallegum yfir vetr...

Öxin kysst
Líf og starf 26. janúar 2026

Öxin kysst

Þann 12. janúar voru 195 ár liðin frá því að Agnes Magnúsdóttir og Friðrik Sigur...

Enn lengur á Biðstofunni, takk!
Líf og starf 16. janúar 2026

Enn lengur á Biðstofunni, takk!

Nú er að hefjast ein skemmtilegasta sjónvarpsveisla ársins með Evrópumótinu í ha...

Að missa af síðustu lestinni
Líf og starf 30. desember 2025

Að missa af síðustu lestinni

6 pör spiluðu alslemmu í spili dagsins, 14 fóru í hálfslemmu en nokkur létu duga...

Fjölmargir krýndir í yngri flokkum
Líf og starf 30. desember 2025

Fjölmargir krýndir í yngri flokkum

Dagana 29. og 30. nóvember fóru fram tvö Íslandsmót. Annars vegar Íslandsmót ein...

Myndflöturinn logar
Líf og starf 28. desember 2025

Myndflöturinn logar

Bjart er yfir sýningu Eggerts Péturssonar í Hafnarborg. Sýningin heitir Roði en ...

Feðgin skrifa um réttir á Íslandi
Líf og starf 28. desember 2025

Feðgin skrifa um réttir á Íslandi

Feðginin Anna Fjóla og pabbi hennar, Gísli B. Björnsson, eru nú á fullum krafti ...

Húsfreyjan í Ytri-Hlíð lyfti grettistaki
Líf og starf 28. desember 2025

Húsfreyjan í Ytri-Hlíð lyfti grettistaki

Vopnfirðingurinn Oddný Aðalbjörg Methúsalemsdóttir vann á sinni tíð ötullega að ...