Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 2 ára.
Merki Nýsköpunarsjóðs.
Merki Nýsköpunarsjóðs.
Líf og starf 24. maí 2023

Fjárfestingarátak fyrir ung og lítt þróuð félög

Höfundur: Steinunn Ásmundsdóttir

Nýsköpunarsjóður hefur hafið fjárfestingarátak fyrir félög sem komin eru skammt á veg í þróun sinni.

Markmið átaksins er að koma að fjármögnun allt að 15 nýrra félaga á ári hverju, flýta mótunarskeiði þeirra, þróa trausta stjórnarhætti og laða samhliða að aðra fjárfesta. Fjármögnun átaksins byggir á eigin fjármögnun sjóðsins og framlagið háð stöðu hans á hverjum tíma.

Fyrsti áfanginn í þessu átaki kemur til framkvæmda í maí og júní, með allt að 100 m.kr. fjárfestingu í nokkrum félögum, segir í fréttatilkynningu frá Nýsköpunarsjóði. Fjárfest verði snemma í félögum, en eitt skilyrða sé mótframlag hluthafa eða nýrra fjárfesta. Jafnframt er kveðið á um að viðskiptahugmynd félags sé vænleg til vaxtar og útflutnings og byggi á tæknilegri eða markaðslegri nýsköpun.

Ólíkt hefðbundnum fjárfestingum Nýsköpunarsjóðs verður í þessu átaki sérstakt umsóknarferli og þurfa félög að sækja um í þessum fyrsta áfanga fyrir 31. maí. Nánari upplýsingar um átakið og umsóknarferlið má finna á vefnum www.nyskopun.is/atak.

Jólin eru að koma
Líf og starf 5. desember 2025

Jólin eru að koma

Nú fer að líða að hátíð ljóssins og jólasveinanna og því ekki seinna vænna að sk...

Þýskar heimsbókmenntir
Líf og starf 3. desember 2025

Þýskar heimsbókmenntir

Hætt er við að ýmsar fréttnæmar útgáfur verði undir í jólabókaflóðinu nú sem fyr...

Fjórtán ára að syngja með Karlakórnum Heimi
Líf og starf 3. desember 2025

Fjórtán ára að syngja með Karlakórnum Heimi

Yngsti meðlimur karlakórsins Heimis í Skagafirði er Fjölnir Þeyr Marinósson sem ...

Nýsköpunarhæfni gagnast öllum
Líf og starf 3. desember 2025

Nýsköpunarhæfni gagnast öllum

Hugmyndasmiðir er verkefni sem miðar að því að kenna börnum að verða frumkvöðlar...

Jólakötturinn í Freyvangi
Líf og starf 3. desember 2025

Jólakötturinn í Freyvangi

Það ættu allir að eiga sinn stað í tilverunni, sama hversu skrítnar skrúfur þeir...

Dagur, Björn og Lenka best á Skákþingi Garðabæjar
Líf og starf 3. desember 2025

Dagur, Björn og Lenka best á Skákþingi Garðabæjar

Skákþingi Garðabæjar lauk á dögunum en mótshaldarinn, Taflfélag Garðabæjar, á um...

Mögnuð vörn í beinni
Líf og starf 1. desember 2025

Mögnuð vörn í beinni

Gaman hefur verið að fylgjast með viðtökum íslenskra briddsunnenda gagnvart nýju...

Sefar sorgir annarra en glímir við eigin skugga
Líf og starf 28. nóvember 2025

Sefar sorgir annarra en glímir við eigin skugga

Út er komin skáldsagan Sálnasafnarinn eftir Þór Tulinius.

https://bestun.airserve.net/banner_bundles/de3e87e0d8dde67f98882b3ac12f8b2f