Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 2 ára.
Eyrugla
Mynd / Óskar Andri Víðisson
Líf og starf 20. mars 2023

Eyrugla

Höfundur: Óskar Andri Víðisson

Eyrugla er nýlegur landnemi hérna á Íslandi. Hún var áður reglulegur gestur en upp úr aldamótum finnast ungar og með því staðfest fyrsta varp eyruglu á Íslandi. Fyrst um sinn var ekki fylgst að neinu ráði með því hvernig landnámið þróaðist. En um og upp úr 2010 var gert átak í að fylgjast betur með hvernig landnáminu miðaði. Eyrugla er skógarfugl og í þeim löndum sem hún þekkist er hún þekkt fyrir að nýta sér hreiður annarra fugla sem gera sér hreiður í trjám. Hér á Íslandi eru mest lágreistir skógar og lítið um aðra stóra fugla sem gera sér hreiður sem eyruglan getur nýtt sér. Það er því líklegt að hérna verpi þær mest á jörðinni. Öfgar í veðráttu og lítill fjölbreytileiki í fæðuframboði gerir Ísland nokkuð krefjandi fyrir landnema eins og uglu sem verpir einungis einu sinni á ári. Ef varp misferst er líklegt að það verði ekki reynt aftur fyrr en að ári liðnu. Nú er áætlað að hér séu um 15-20 pör. Það virðist því vera að hægt og rólega fjölgi pörum þótt varpstofninn sé vissulega enn þá mjög lítill. Eyruglan á eina náskylda frænku sem er brandugla og vel þekktur varpfugl um allt land. Þær geta reynst nokkuð líkar og ekki óalgengt að þeim sé ruglað saman. Eyruglan hefur þessi stóru einkennandi fjaðureyru sem hún dregur nafnið sitt af en branduglan hefur líka fjaðureyru, bara mun minni. Það sem tekur af allan vafa eru síðan þessi stóru appelsínugulu augu eyruglunnar á meðan branduglan hefur gul augu.

Skylt efni: fuglinn

Jólin eru að koma
Líf og starf 5. desember 2025

Jólin eru að koma

Nú fer að líða að hátíð ljóssins og jólasveinanna og því ekki seinna vænna að sk...

Þýskar heimsbókmenntir
Líf og starf 3. desember 2025

Þýskar heimsbókmenntir

Hætt er við að ýmsar fréttnæmar útgáfur verði undir í jólabókaflóðinu nú sem fyr...

Fjórtán ára að syngja með Karlakórnum Heimi
Líf og starf 3. desember 2025

Fjórtán ára að syngja með Karlakórnum Heimi

Yngsti meðlimur karlakórsins Heimis í Skagafirði er Fjölnir Þeyr Marinósson sem ...

Nýsköpunarhæfni gagnast öllum
Líf og starf 3. desember 2025

Nýsköpunarhæfni gagnast öllum

Hugmyndasmiðir er verkefni sem miðar að því að kenna börnum að verða frumkvöðlar...

Jólakötturinn í Freyvangi
Líf og starf 3. desember 2025

Jólakötturinn í Freyvangi

Það ættu allir að eiga sinn stað í tilverunni, sama hversu skrítnar skrúfur þeir...

Dagur, Björn og Lenka best á Skákþingi Garðabæjar
Líf og starf 3. desember 2025

Dagur, Björn og Lenka best á Skákþingi Garðabæjar

Skákþingi Garðabæjar lauk á dögunum en mótshaldarinn, Taflfélag Garðabæjar, á um...

Mögnuð vörn í beinni
Líf og starf 1. desember 2025

Mögnuð vörn í beinni

Gaman hefur verið að fylgjast með viðtökum íslenskra briddsunnenda gagnvart nýju...

Sefar sorgir annarra en glímir við eigin skugga
Líf og starf 28. nóvember 2025

Sefar sorgir annarra en glímir við eigin skugga

Út er komin skáldsagan Sálnasafnarinn eftir Þór Tulinius.