Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 1 árs.
Eyrugla
Mynd / Óskar Andri Víðisson
Líf og starf 20. mars 2023

Eyrugla

Höfundur: Óskar Andri Víðisson

Eyrugla er nýlegur landnemi hérna á Íslandi. Hún var áður reglulegur gestur en upp úr aldamótum finnast ungar og með því staðfest fyrsta varp eyruglu á Íslandi. Fyrst um sinn var ekki fylgst að neinu ráði með því hvernig landnámið þróaðist. En um og upp úr 2010 var gert átak í að fylgjast betur með hvernig landnáminu miðaði. Eyrugla er skógarfugl og í þeim löndum sem hún þekkist er hún þekkt fyrir að nýta sér hreiður annarra fugla sem gera sér hreiður í trjám. Hér á Íslandi eru mest lágreistir skógar og lítið um aðra stóra fugla sem gera sér hreiður sem eyruglan getur nýtt sér. Það er því líklegt að hérna verpi þær mest á jörðinni. Öfgar í veðráttu og lítill fjölbreytileiki í fæðuframboði gerir Ísland nokkuð krefjandi fyrir landnema eins og uglu sem verpir einungis einu sinni á ári. Ef varp misferst er líklegt að það verði ekki reynt aftur fyrr en að ári liðnu. Nú er áætlað að hér séu um 15-20 pör. Það virðist því vera að hægt og rólega fjölgi pörum þótt varpstofninn sé vissulega enn þá mjög lítill. Eyruglan á eina náskylda frænku sem er brandugla og vel þekktur varpfugl um allt land. Þær geta reynst nokkuð líkar og ekki óalgengt að þeim sé ruglað saman. Eyruglan hefur þessi stóru einkennandi fjaðureyru sem hún dregur nafnið sitt af en branduglan hefur líka fjaðureyru, bara mun minni. Það sem tekur af allan vafa eru síðan þessi stóru appelsínugulu augu eyruglunnar á meðan branduglan hefur gul augu.

Skylt efni: fuglinn

Sigurður í Pylsumeistaranum er Kjötmeistari Íslands
Líf og starf 16. apríl 2024

Sigurður í Pylsumeistaranum er Kjötmeistari Íslands

Sigurður Haraldsson í Pylsumeistaranum var krýndur Kjötmeistari Íslands í fagkep...

Paella með skelfiski
Líf og starf 16. apríl 2024

Paella með skelfiski

Paella er einfaldur réttur og til í ýmsum útgáfum, grunnurinn þó alltaf sá sami ...

Flugvélarflak í Eyvindarholti
Líf og starf 10. apríl 2024

Flugvélarflak í Eyvindarholti

Við Eyvindarholt undir Eyjafjöllum hefur gömlu flugvélarflaki verið komið fyrir....

„Hann gat ekki beðið“
Líf og starf 10. apríl 2024

„Hann gat ekki beðið“

Bændablaðið er mörgum ansi hjartfólgið enda nýtur blaðið mikils trausts meðal le...

Sefgoði
Líf og starf 10. apríl 2024

Sefgoði

Sefgoði er flækingur af goðaætt og fannst nýverið við Þorlákshöfn. Það er einung...

Fræ í frjóa jörð
Líf og starf 8. apríl 2024

Fræ í frjóa jörð

Fræbankar hafa á síðustu árum skotið upp kollinum hér og þar, en Svanhildur Hall...

Skyndibitar fyrir sálina
Líf og starf 5. apríl 2024

Skyndibitar fyrir sálina

Veitingar á vegum úti hafa í gegnum tíðina helst hljóðað upp á undirstöðugóðan a...

Íslensk tunga kveikir elda
Líf og starf 4. apríl 2024

Íslensk tunga kveikir elda

Undir Eyjafjöllunum skín alltaf sól segja sumir. Tíðarfarið, eins og víðast anna...